Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 104
104 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-17
Sunnudaga
14-17
Úrfellingarmerki ([…]) sýnir hvar
texti hefur verið skorinn burt, til-
vísunum er sleppt.
Sjálfræði í sjálfsmennsku
Þrátt fyrir að lögin um lausa-
mennsku hafi verið tiltölulega skýr
á tímum vistarbandsins áttu menn
oft í vandræðum með hvað kalla
ætti þá sem þráuðust við að ganga
í vist. Í skjölum og bókum sýslu-
manna má sjá orð eins og vistleys-
ingi, lausamaður og lausakona,
lausgangari, húsmaður, landhlaup-
ari, passaleysingi, flakkari, um-
renningur og fleiri slík um þá sem
gerðust brotlegir við lög um lausa-
mennsku. Þessi orð vitna um þann
fjölbreytilega hóp sem lenti upp á
kant við lögin og
blæbrigðin í mál-
um þeirra og að-
stæðum. Eitt
þessara hugtaka
var ,sjálfs-
mennska‘. Það
var hvergi skil-
greint nákvæm-
lega en virðist
hafa verið notað
um þá sem sáu fyrir sér sjálfir með
hefðbundnum hætti (áttu skepnur,
stunduðu kaupavinnu hjá bændum)
en lifðu utan við ramma vistar-
skyldu og lausamennskubanns.
Orðinu má þó einnig gefa aðra
merkingu sem vísar til algengrar
skýringar á lausamennskubrotum.
Orðið sjálfsmennska er nefnilega
lýsandi fyrir þá lausamenn sem
tóku eigin hagsmuni, vilja eða
hamingju fram yfir hlýðni við boð-
orð laganna. Þeir völdu sjálfa sig
og sína nánustu fram yfir heildina
án þess að hafna með því helstu
samfélagsvenjum og gildum. Gnótt
dæma um slíkt má finna í dóma-
bókum sýslumanna.
[…]
Jón Pálsson sagði, aðspurður af
sýslumanni í ágústlok 1822, lausa-
mennsku sína vera til þess að
vinna fyrir lífi sínu, barns síns og
móður sinnar. Helga Magn-
úsdóttir, móðir hans, var orðin
ekkja og hafði nýverið hætt bú-
hokri sínu í Harastaðakoti og gerst
húskona á Syðriey í Húnavatns-
sýslu. Þar bjó hún á hálfs hundr-
aðs jarðarparti með tólf kindur,
eina kú og tvo hesta og hugsaði um
fjögurra ára gamla dóttur Jóns á
meðan hann ferðaðist um sveitina
og vann ýmis störf þeim þremur til
uppihalds. Hann hafði t.d. farið til
sjóróðra frá Skagaströnd og sent
þeim fisk auk þess að heyja handa
skepnum móður sinnar sem hrepp-
stjóri Vindhælishrepps sagði vera
of lasburða til að reka bú sitt sjálfa
en of fátæka til að ráða vinnumann
á fullu kaupi. Þá hafði hann stund-
að húsasmíðar fyrir séra Árna
Illugason á Hofi gegn því að séra
Árni felldi niður skuld Helgu við
sig og hýsti þær ellefu kindur sem
Jón átti.
Reyndar fullyrti Jón í bréfi sem
hann lagði fyrir réttinn að hann
sæi ekkert ólöglegt við störf sín.
Hann væri vinnumaður móður
sinnar en hún lánaði sig öðrum
þegar hún þyrfti hans ekki við
„hvað ég trúi flestum húsbændum
leyfilegt án þess sá burtléði álitist
lausamaður“. Ákæra sýslumanns
væri að hans mati geðþótta-
ákvörðun og hann krafðist þess að
vera sýknaður og að vera veitt
tækifæri til þess að sækja bætur
frá klagendum sínum fyrir að
spilla tíma sínum að óþörfu. Á
sömu forsendum hafði hann neitað
að fara í vist til séra Einars Guð-
brandssonar á Hjaltabakka sem
sýslumaður hafði útvegað honum
fyrr um sumarið þegar honum
hafði fyrst borist tilkynning um
lausamennsku Jóns. Hann gæti
ekki tekið þessu boði þar sem móð-
ir hans mætti ekki við því að missa
sig. Þessar skýringar gat Blöndal
hins vegar ekki samþykkt. Í ljósi
tilskipunar um lausamenn frá 1783
sé Jón „lausamaður en ekkert lög-
legt vinnuhjú“. Ekki sé það heldur
Jóni til afsökunar að hafa fyrir
barni að sjá því lögin leyfi engar
slíkar undanþágur auk þess sem
hann eigi skepnur til þess að borga
með barni sínu ef vinnumann-
skaupið dugi ekki til. Hann var því
dæmdur til tíu vandarhögga og að
taka þá fyrstu vist sem byðist.
Þetta var hvorki í fyrsta né síð-
asta sinn sem Jón sleit gólfum
sýslumanns. Tveimur árum áður
hafði Blöndal dæmt Jón, móður
hans og Sigríði Árnadóttur, barns-
móður hans, til sekta fyrir ólöglega
sambúð Jóns og Sigríðar á heimili
Helgu í Harastaðakoti en þau Jón
og Sigríður höfðu þvert á móti
hreppstjórans skipun „ei … viljað
skilja samvistir frá sama bæ og
sömu sókn“. Samkvæmt tilskipun
um hjónabönd, lauslæti o.fl. frá
árinu 1746 var legorðssekum, sem
ekki giftust í kjölfar sakarinnar,
bannað að dvelja innan sömu sókn-
ar og yfirvöldum gert að stía þeim
í sundur.
Árið 1823, rúmu ári eftir að Jóni
voru dæmd vandarhöggin fyrir
lausamennsku, var hann á ný boð-
aður til sýslumanns en í þetta sinn
sem vitni. Bróðir Jóns, Magnús
Pálsson, vinnumaður á Syðriey,
hafði kært Guðlaug Guðlaugsson,
bónda á Brandaskarði, fyrir stuld á
einum sauð í eigu Helgu, móður
þeirra. Við réttinn hafði Guðlaugur
sagt frá því að Jón Pálsson hafi
borðað af þessum stolna sauð
ásamt konu Guðlaugs, Helgu
Ólafsdóttur, á heimili þeirra hjóna.
Skömmu seinna hafði Helga svo
hlaupist frá Guðlaugi og börnum
þeirra og leitað hælis hjá séra
Árna á Hofi sökum „illrar breytni“
Guðlaugs við sig. Á Hofi lögðu hún
og Jón lag sitt saman og eignuðust
þau barn haustið 1823 en það hafði
m.a. verið til þess að „fyrirbyggja
slíkt athæfi og óorðu“ sem sýslu-
manni var svo mikið í mun að
koma Jóni í einhverja vist haustið
1822.
Jón neitaði hins vegar að mæta í
eigin persónu til að bera vitni í
máli Guðlaugs og taldi sig hafa
ríka ástæðu til. Í bréfi sem hann
sendi sýslumanni, ásamt skrif-
legum vitnisburði um sauðaþjófnað
Guðlaugs, lýsti hann því hvernig
sýslumaðurinn hafi fyrr á árinu
látið „yfirfalla mig með mannfjölda
fyrir aungva af mér forþénta sak-
argift“ á verslunarstaðnum á
Skagaströnd og hafi Christian
Gynther Schram kaupmaður meðal
annars hótað sér með hlaðinni
byssu. Hann sagðist ekki taka þá
áhættu að mæta þeim mönnum aft-
ur því ekki hefði enn verið látið af
hótunum í hans garð. Ástæðan fyr-
ir þessu uppistandi var sú að Jóni
hafði með undanbrögðum tekist að
koma sér undan vandarhöggunum
tíu sem honum voru dæmd fyrir
lausamennsku árið 1822, sýslu-
manni til mikillar skapraunar. Þeg-
ar fréttist af veru Jóns á heima-
slóðum á Skagaströnd sendi
Blöndal hreppstjóra Vindhælis-
hrepps þangað ásamt nokkrum
hraustum mönnum til þess að
framfylgja dómnum og beita til
þess valdi ef með þyrfti. En það
lukkaðist ekki þar sem vinir Jóns
komu honum til varnar svo úr urðu
nokkur áflog við verslunarhúsin á
Skagaströnd. Á meðan á þeim stóð
kom Jón sér undan og flúði. Það
var ekki fyrr en Jón var formlega
ákærður fyrir þann smáþjófnað
sem Guðlaugur á Brandaskarði
hafði bendlað hann við sem Jón
fékkst til að mæta fyrir rétt og var
yfirheyrður „eftir að hafa loks þol-
að fyrrnefnt lausamennskustraff“.
Hann var svo dæmdur til tíu vand-
arhögga að auki fyrir þjófnað.
„Lausamaður en ekkert
löglegt vinnuhjú“
Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld eftir sagnfræðinginn Vilhelm Vilhelmsson fjallar um
vistarbandið sem fól í sér þá skyldu búlausra að ráða sig í ársvistir hjá bændum og lúta húsaga þeirra.
Þjóðminjasafn Íslands
Húsagi Verslunarhúsin á Skagaströnd árið 1857.
Byggðasafn Húnvetninga
Ófeigur. Sérhæfðir strafskraftar gátu oft samið um vistarráð sín og dæmi
eru um mann sem réð sig í vist með því skilyrði að hann fengi að róa há-
karlaskipi húsbónda síns eins og honum þótti best henta.
Vilhelm Vilhelmsson.