Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 89
MINNINGAR 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 ✝ Jón Hjaltasonfæddist í Hól- um í Hornafirði 27. maí 1924. Hann lést í Reykjavík 7. des- ember 2017. Foreldrar hans voru Hjalti Jóns- son, bóndi og hreppstjóri, f. 6.8. 1884, d. 21.7. 1971, og kona hans Anna Þórunn Vilborg Þorleifsdóttir, f. 13.11. 1893, d. 7.6. 1971. Systkini Jóns: Sig- urður, f. 192, d. 2008, Sig- urborg, f. 1926, d. 2011, Þorleif- ur, f. 1927, d. 1927, Halldóra, f. 1929, d. 2017, Þorleifur, f. 23.10. 1930, andvana stúlka, f. 1934, og Eiríkur, f. 1935, d. 1943. Uppeldisbróðir var Hjálm- ar Kristinsson, f. 1945, d. 2013. Jón kvæntist 31.12. 1954 Guð- finnu Steinunni Bjarneyju Sig- urðardóttur, f. 10.4. 1929 í Rauðseyjum á Breiðafirði. For- eldrar hennar voru Sigurður Sveinbjörnsson bóndi í Rauðs- eyjum og síðar í Efri-Langey, f. 20.12. 1894, d. 28.11. 1975, og kona hans Þorbjörg Lilja Jó- hannsdóttir, f. 21.10. 1903, d. 25.8. 1987. Sonur Jóns er Þorleifur, f. 14.5. 1948. Móðir hans var Klara Þorleifsdóttir, f. 25.7. 1926, d. 30.1. 2011. Eiginkona hans er Halldóra Andrésdóttir, f. 1952. Synir þeirra eru Andr- és, f. 1985, og Hjalti, f. 1989. Sambýliskona Andrésar er Ása Bryndís Gunnarsdóttir, f. 1986. Garðarsson, f. 1955. 3) Þorberg- ur Hjalti, f. 20.6. 1959. Synir hans og Önnu Elínar Bjarka- dóttur, f. 1958, eru Jón Hjalti, f. 1983, Þór Steinn, f. 1985, og Ás- geir, f. 1990. Unnusta Ásgeirs er Virág Percze, f. 1992. Þor- bergur er kvæntur Helgu Skúladóttur, f. 1960. Dóttir hennar er Berglaug Ásmund- ardóttir, f. 1981 gift Rebeccu M. Chambers, f. 1985. Jón ólst upp í Hólum en fór ellefu ára til náms hjá móð- urbróður sínum séra Páli á Skinnastað. Vorið eftir tók hann próf upp í 2. bekk MA, lauk stúdentsprófi 1943 og varð Cand juris frá Háskóla Íslands 1949. Hann varð fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum sama haust og bæjarlögmaður 1950. Öðlaðist málflutningsréttindi fyrir hér- aðsdómi 1953 og hæstarétti 1963. Opnaði málflutningsstofu í Eyjum 1961 og í Reykjavík fáum árum síðar. Jón tók að sér ýmis verk utan lögmennsku. Hann var einn af stofnendum Húseigendafélagsins í Vest- mannaeyjum og í forsvari fyrir það. Gosárið voru þau hjónin sjálfboðaliðar í Eyjum. Hann bar hag Eyjamanna fyrir brjósti og kom að undirbúningi og samningum um mörg framfara- og hagsmunamál þeirra. Hann var lengi prófdómari í íslensku við Gagnfræðaskólann enda ís- lenskumaður. Minningarathöfn verður í Grensáskirkju í dag, 14. desem- ber 2017, klukkan 13. Útför verður frá Bjarnaneskirkju í Hornafirði laugardaginn 16. desember, klukkan 14. Dóttir þeirra er Klara Björt, f. 2017. Sonur Stein- unnar er Ómar Arnarson, f. 31.8. 1950. Eiginkona hans var Gróa Elma Sigurð- ardóttir, f. 1953. Þau skildu. Synir þeirra eru Sig- urður Almar, f. 1975, og Örn Arnar, f. 1980. Kona Sigurðar Almars er Erla Ingvarsdóttir, f. 1981. Börn þeirra eru Jón Róbert, f. 2007, og Marikó Mist, f. 2009. Dóttir Arnar Arnars og Theresu Fri- dell er Sabina Disa Loella Fri- dell, f. 2007. Börn Jóns og Steinunnar eru: 1) Guðbjörg Ósk, f. 26.12. 1952, gift Hermanni Einarssyni, f. 1942. Dætur þeirra eru Sig- urborg Pálína, f. 1972, og Stein- unn Ásta, f. 1975. Sambýlis- maður Sigurborgar er Guðmundur Páll Friðbertsson, f. 1974. Synir þeirra eru Sævar Snær, f. 2007, og Egill Arnar, f. 2009. Börn Steinunnar Ástu og Halldórs D. Sigurðssonar, f. 1971, eru Thelma Lind, f. 1996, og Jón Þór, f. 1999. Steinunn Ásta er gift Ágústi Inga Jóns- syni, f. 1973. Þeirra synir eru Hermann Ingi, f. 2008, og Hrannar, f. 2009. Ágúst Ingi átti fyrir börnin Gunnar Rafn, f. 1994, og Sigrúnu Evu, f. 1999. 2) Anna Lilja, f. 16.2. 1954. Eig- inmaður hennar er Brynjólfur Afi, ég veit alveg af hverju langafi er orðinn svona gamall, sagði ungur dóttursonur minn við mig fyrir nokkrum misser- um. Jæja vinur, hvers vegna? Langafi hlær svo mikið og er alltaf svo glaður þegar ég hitti hann. Þetta eru orð að sönnu um tengdaföður minn og sannar orðatiltækið „Hláturinn lengir lífið“. Hláturmildara og lífsglað- ara fólki hef ég ekki kynnst eins og systkinunum frá Hólum í Hornafirði. Ungur var Jón sendur til náms og varð hann stúdent að- eins 19 ára frá MA. Lagði hann síðan stund á lögfræði og nýút- skrifaður réð hann sig sem full- trúa hjá bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum. Hann kynntist eftirlifandi eiginkonu Steinunni Sigurðar- dóttur fljótlega eftir að hún flutti til Eyja sem kennari. Hófu þau búskap í Bæ, einnar hæðar steinhúsi við Heimagötu 22. Sem dæmi um vinnusemi og atorku Jóns má nefna að hann hlóð sjálfur heila hæð og hátt íbúðarris á þetta hús þeirra. Jón var farsæll og viður- kenndur lögmaður og eftir að hann hlaut réttindi hæstaréttar- lögmanns flutti hann fjölda mála fyrir réttinum og það síðasta þar á áttugasta og öðru aldurs- ári. Segja má að ferill Jóns hafi risið sem hæst 1973 er hann var helsti talsmaður Eyjamanna í glímu þeirra við stjórnvöld og Viðlagasjóð í kjölfar jarðeld- anna á Heimaey. Til marks um vinsældir Jóns má nefna að fjöldi manna sem hann hafði sótt mál á hendur valdi hann sem sinn lögmann er þeir þurftu þá þjónustu. Þáttaskil urðu í lífi hans og fjölskyldunnar 1973 þegar þau hjón stofnuðu annað heimili í Reykjavík, en hann hélt áfram að sinna Eyjamönnum. Til margra ára átti hann bókuð vikuleg flugsæti til og frá Eyjum. Í fyrsta flug á þriðju- dögum til Eyja og fyrsta flug „suður“ á laugardögum. Nú, ef ekki gaf til flugs var siglt með Herjólfi. Steinunn segir hann hafa eitt árið farið í 51 viku til Eyja, vikan sem datt út var þeg- ar hann tók sér sumarfrí. Jón var mikill fjölskyldumað- ur og áttu afkomendur og ætt- ingjar hug hans allan. Höfðingi heim að sækja, veisluglaður og veitti vel. Hvert fimmtudags- kvöld mættum við litla fjöl- skyldan í Eyjum til hans á Heimagötuna og hafði hann ekki slegið í vöfflur, þá var opn- uð heil dós af blönduðum ávöxt- um með rjóma. Áhugamál átti Jón nokkur ut- an lögfræðinnar, eitt þeirra var ræktun og bar trjágarður þeirra hjóna við húsið í Eyjum þess glöggt vitni. Há tré margra tegunda og fjölbreytilegir berj- arunnar. Glaðari mann og stolt- ari var vart að finna þegar berjaspretta var góð. Á hverju hausti tíndi hann í kílóavís rifs, sólber og stikilsber, sem Stein- unn sauð til sultu eða í saft. Þá skemmdi það ekki ánægjuna þegar fuglarnir, þrestir og starrar, flykktust í garðinn í hundraðavís til að belgja sig út af berjum og til nætursvefns. Óljósan grun hef ég um að Jón hafi talað til fuglanna á hverju kvöldi og óskað þeim góðrar nætur. Þegar þróttur þvarr fækkaði komum hans til Eyja og fer nú senn Heimagötuhúsið og garð- urinn í annarra eigu, en við sem eftir lifum eigum ljúfar minn- ingar um liðna tíð og þökkum samfylgd við einstakan mannvin og velgjörðarmann. Ljúft er hans að minnast. Hermann Einarsson. Elsku afi minn. Eitt af fyrstu orðum mínum var „amminæja“, en það orð not- aði ég yfir það sem gott var. Þú varst einmitt „amminæja“ því ég dýrkaði þig og leitaði mikið í félagsskap þinn, átti það jafnvel til að hverfa og fannst þá á leið- inni til þín eða komin á skrifstof- una þína. Þegar ég ákvað að fara í menntaskóla í Reykjavík var ég svo lánsöm að fá að búa hjá þér og ömmu. Við héldum áfram að styrkja samband okkar og fannst okkur öllum eins og ég væri litla örverpið í fjölskyld- unni. Ég naut aðstoðar ykkar beggja við námið og síðan áttum við sameiginlegt áhugamál, hestamennsku. Þaðan á ég margar góðar minningar en ljós- lifandi eru ferðir okkar á reið- völlinn, þú á Merru þinni og ég á Borða mínum, sem við lukum alltaf á því að við hleyptum og hlógum og hlógum allan tímann. Þú varst mikill höfðingi heim að sækja, alltaf í góðu skapi og stutt í hláturinn. Ég og synir mínir eigum einmitt eftir að sakna þess mikið að hlæja ekki lengur með þér. Eitt af því sem þú hjálpaðir mér með á námsárunum var lat- ína og ætla ég að rifja upp beyg- ingu sagnarinnar að elska. Amo, amas, amat, amamus, amatis, amant. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera afastelpan þín, elsku afi minn. Takk fyrir allar góðu minningarnar, þín Sigurborg (SiboPá). Jón Hjaltason ✝ ÞorleifurBenediktsson fæddist á Við- borðseli á Mýrum í Austur- Skaftafells- sýslu 19. maí 1922. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði 2. desember 2017. Foreldrar hans voru Benedikt Þór- arinsson, f. 1889, d. 1986, og Ljótunn Jónsdóttir, f. 1884, d. 1986. Systkini Þorleifs voru Björg, f. 1918, d. 2010, Jón, f. 1919, d. 2008, og Ragna Guðrún, f. 1924, d. 2009.́ Útför Þorleifs fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 14. desember 2017, og hefst athöfnin klukkan 11. Okkur langar að minnast frænda og góðs vinar, Þorleifs, eða Leifs eins og hann var allt- af kallaður. Það sem upp kem- ur er þakklæti er við kveðjum góðan vin. Leifur bjó með foreldrum sínum og systkinum í Sætúni hérna á Höfn. Sætún var annað heimili okkar systkinanna og alltaf var vel tekið á móti okkur þar sem Benedikt afi spilaði eða tefldi við okkur og fór oft í langa göngutúra. Leifur starf- aði lengst af við smíðar, rak trésmíðaverkstæði og byggði mörg hús hér á Höfn. Samhlíða smíðunum rak hann vörubíl í mörg ár. Honum féll sjaldan verk úr hendi, verklaginn og duglegur. Við Laufey byrjuðum okkar búskap á neðri hæðinni í Sætúni 1977. Árið 1979 byrj- uðum við að byggja húsið okkar á Austurbrautinni, þar var frændi yfirsmiður, og eftir að við fluttum inn og eitthvað átti að gera, þá birtist Leifur óbeð- inn í smíðavestinu, tilbúinn að hjálpa okkur. Leifur var tíður gestur á heimili okkar og fylgdist vel með uppvexti dætra okkar og barnabarna, og var þeim góður. Gaman er að minnast þess að Stefanía var ekki nema tæplega ársgömul þegar hún var farin að skríða upp á aðra hæðina til þeirra systkina, þeim til mikillar ánægju. Var það venja mín að fara í Sætún sunnudagsmorgna með stelpurnar okkar, var þar kakó og lummur á borðum. Mikið var hann búinn að strjúka henni Skvísu okkar, sem hændist vel að honum. Við fjölskyldan minnumst Leifs með hlýju og væntum- þykju. Hvíl í friði, elsku frændi og vinur. Sigurjón og Laufey. Elsku frændi. Það fyrsta sem mér dettur í hug er hvað þú varst mér og öllum í kringum í þig alltaf góður. Þú hafðir alltaf svo mik- inn áhuga á að heyra hvað maður væri að gera. Minningin byrjar í Sætúni, en þangað fór- um við pabbi flestar helgar í heimsókn, enda var alltaf svo gaman og gott að koma til ykkar. Þar spiluðum við oft saman, þú kenndir mér að tefla og var Björg alltaf búin að gera heitt kakó og pönnu- kökur. Ekki má gleyma þeim ófáu sveitarúntum sem þú tókst okkur Elvu systir á Mýr- arnar og upp í Lón og sagðir okkur sögur frá því hvernig líf- ið var þegar þið bjugguð á Mýrunum. Á haustin fylgdu líka oftast berjatínur, stór fata og nesti með. Eftir að ég fékk bílpróf snerist þetta við, þá tók ég þig á sveitarúnta og þú vild- ir alltaf við færum á Litla Rauð. Í seinni tíð einkenndust heimsóknirnar af spila- mennsku, göngutúrum, rúnt- um, dýralífsfræðslu í boði Dav- id Attenborough og almennri tæknikennslu. Þegar jólin nálgast er erfitt að hugsa til þess að þú verður ekki með okkur á jólunum. En margs er að minnast og ég get ekki ver- ið annað en þakklát fyrir þær minningar sem við eigum. Þú átt sérstakan stað í hjarta mínu, elsku frændi. Ég veit að Björg, Nonni og Ragna taka vel á móti þér og þú fylgist vel með okkur fjölskyldunni. Þín frænka, Bryndís Rós. Þorleifur Benediktsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA M. SÆMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis að Hjallabraut 33, Hafnarfiði, lést á Sólvangi laugardaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. desember klukkan 13. Pálmey Ottósdóttir Jón Pálsson Fanney Ottósdóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN RAGNARSSON, Fornasandi 6, Hellu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, mánudaginn 4. desember. Útför fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 16. desember klukkan 14. Ástvinir afþakka blóm og kransa en þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddakirkju. Sigríður Hannesdóttir Halldóra Þorsteinsdóttir Gils Jóhannssson Viðar Már Þorsteinsson Sigdís Hrund Oddsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA LÁRA PEDERSEN, hjúkrunarheimilinu Eiri, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 5. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 18. desember klukkan 13. Reynir Olgeirsson Karlína Friðgeirsdóttir Níels Sigurður Olgeirsson Ragnheiður Valdimarsdóttir Sigrún Olgeirsdóttir Ásgeir Árnason Bryndís Olgeirsdóttir Þorvaldur Hermannsson Salvör Lára Olgeirsdóttir Þorsteinn Hilmarsson barnabörn, barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Mörkinni, áður Álfheimum 32, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, laugardaginn 2. desember 2017. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halla Guðmundsdóttir Svanur H. Guðmundsson Magnús Guðmundsson Snjólaug Sigurbjörnsdóttir Elísabet Ruth Guðmundsd. Gunnar Andersen barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Giljalandi 15 Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. desember klukkan 13. Árni Gunnarsson Sigríður Árnadóttir Auður Þóra Árnadóttir Höskuldur Björnsson og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.