Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 34

Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Gleddu vini og vandamenn með lúxus í jólapakkann Nánari upplýsingar og pantanir: stay@kef.is eða s. 420 7000 - www.kef.is Gjafabréf á sérstöku kynningartilboði í desember með gistingu á Hótel Keflavík eða Diamond Suites lega að sigketill hafði myndast. Það sáust vel hringlaga sprungur norðaustan og austan í brúnum sigketilsins.“ Ragnar segir að hvít auðn jöklanna geti blekkt augað og gert erfitt að áætla t.d. fjar- lægðir. Þess vegna hafi verið gott að Ómar Ragnarsson var þarna staddur á flugvél. „Óm- ar flaug lágt yfir jökulinn, rétt yfir yfirborðinu, og við vorum talsvert hærra. Ég tók myndir af flugvélinni hans Ómars í lágfluginu. Af þeim að dæma voru sprungurnar svipað breiðar og skrokkur flugvélarinnar sem hann var á. Ég hugsa að svona sprunga hefði gleypt vélina.“ Þeir félagarnir flugu aftur yfir Öræfajökul 28. nóvember. „Okkur bar öllum saman um að sigketillinn hefði greinilega dýpkað og sprung- urnar voru orðnar greinilegri,“ sagði Ragnar. „Hringlaga sprungur mörkuðu greinilega sig- ketilinn að vestan, norðan og austan. Svo teygðu þær sig til suðurs frá katlinum og líkt og máðust út í jöklinum.“ Enn flugu þeir austur að Öræfajökli 11. des- ember. „Þá fannst okkur að ketillinn hefði dýpkað enn meira. Okkur bar alveg saman um það. Ketillinn var líka orðinn enn greinilegri en áður. Það hafði myndast einhvers konar mynst- ur í yfirborð jökulsins út frá sigkatlinum sem teygði sig til suðsuðvesturs. Þetta mynstur og sigketillinn mynduðu líkt og stóran dropa þar sem ketillinn var stærsti hluti dropans. Sprungurnar í börmum sigketilsins voru orðnar greinilegri. Það hafði skafið ofan í sprungurnar og sums staðar hafði snjóþekjan brostið. Þar sást niður í kolsvart hyldýpið. Austan í barmi ketilsins var eins og jökullinn hefði sunkað niður þannig að það höfðu mynd- ast stallar á milli sprungnanna. Þessir stallar voru líkt og þrep frá sigkatlinum og að yf- irborði jökulsins. Skuggarnir drógu þetta vel fram.“ Ragnar tók myndirnar í öllum ferðunum í kringum hádegisbil, dagurinn er stuttur og sól- in lágt á lofti og því verða skuggarnir greini- legir. Þeir voru á lítilli eins hreyfils flugvél og gátu farið nokkuð hægt yfir. Ragnar tók allar myndirnar út um opinn glugga. Þeir félagarnir flugu marga hringi yfir jökl- inum í mismunandi hæð, allt frá rúmlega 6.000 fetum, sem er rétt yfir jöklinum, og upp í 10.000 fet. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur teygir sig 2.110 metra (6.922,5 fet) upp í loftið. Ingibjörg Jónsdóttir fékk ljósmyndir úr öll- um flugferðunum og notaði myndirnar úr ferð- inni frá 11. desember til að útbúa þrívíddar- myndina sem hér birtist, en nánar verður fjallað um niðurstöðurnar fljótlega. Morgunblaðið/RAX/Myndvinnsla/E. N. hópur Sigketill og sprungur Myndin var tölvuunnin eftir ljósmyndum frá 11. desember 2017. Sprungurnar sem hafa myndast við sigketilinn sjást vel á myndinni. Hræringar í Öræfajökli Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til mið- nættis í fyrrakvöld, þar af margir vegna hálkuslysa. Síðdegis höfðu svo yfir 80 manns komið á slysadeildina í gær. Þar með hafa á þriðja hundrað manns komið á slysadeildina á aðeins tveimur dögum. Að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild G3 hjá Landspítalanum í Fossvogi, þurfti að setja saman mörg brot sl. þriðjudag og fóru nokkrir í aðgerð. Sama var svo uppi á teningnum í gær. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri verið að koma á slysadeildina til að láta gera að sárum sínum. „Þetta eru mjög stórir og þungir dagar,“ segir Bryndís og nefnir að sl. þriðjudagur hafi verið á meðal þeirra fimm annasömustu á þessu ári. Fjöldi slasaðra fór upp í 163 á einum degi fyrr í vetur en mestur var hann í jan- úar þegar 190 manns þurftu að fara á slysadeildina. Hvetur hún fólk að fara varlega í hálkunni og nota mannbrodda. freyr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Leiðast Launhált hefur verið á gangstígum og götum seinustu daga. Fjöldi á slysadeild vegna hálkuslysa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.