Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 118

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 118
118 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við köstuðum á milli okkar titlum sem rímuðu við nafn hljómsveitar- innar og oftast komu upp einhverjar veðurlýsingar,“ segir Einar Scheving trommuleikari um plötuna Frost sem djasskvintettinn Annes hefur sent frá sér. Frost er önnur plata Anness og inniheldur sjö lög eftir liðsmenn kvin- tettsins, sem skipa auk Einars þeir Ari Bragi Kárason á trompet, Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Guð- mundur Pétursson á gítar og Jóel Pálsson á saxó- fón. Í viðtali við Morgunblaðið í maí minnti Jóel einmitt á að An- nes er vinda- samur útnári og sagði nafnið lýs- andi fyrir það sem sveitin væri að gera á jaðrinum. „Það er alltaf mjög erfitt að ná þessum mannskap saman. En þegar við komum saman erum við mjög afkastamiklir,“ segir Einar og rifjar upp að kvintettinn hafi spilað megnið af efni plötunnar á þarsíðustu Jazzhátíð og þannig hafi menn verið búnir að kynnast lögunum áður en farið var í hljóðver. „Tónlistin sem við spilum er tiltölulega krefjandi og því verðum við að æfa hana áður en við förum í upptökur. Þetta er skorpu- band sem gerir hlutina oft á síðustu stundu, en þá eru bara langar æfing- ar í staðinn.“ Gamall og traustur vinskapur Hjálpar adrenalínið sem myndast við að vinna undir tímapressu? „Ætli það ekki. Einn vinur minn í tónlistarbransanum sagði mér ein- mitt um daginn að hann væri búinn að átta sig á því að hann væri háður adrenalíni sem framkallaðist þegar hann gerði allt á síðustu stundu.“ Þið Annes-félagar hafið þekkst lengi og unnið mikið saman sem hlýt- ur að hjálpa í samhljómnum? „Þetta er gamall og traustur vin- skapur. Við Jóel spiluðum okkar fyrsta gigg í Hagaskóla þegar við vorum 13 ára. Ætli ég hafi ekki verið 16 ára þeg- ar ég spilaði mitt fyrsta gigg með Ey- þóri og skömmu síðar með Gumma. Ari er aðeins yngri en við en hann er svo sprettharður að hann er löngu bú- inn að ná okkur.“ Er harður slagur milli ykkar um hvaða lög rata inn á plötur Anness? „Í raun má segja að slagurinn snúist frekar um að menn vilja ekki að sín lög fari inn á plötur.“ Þetta verður þú að útskýra betur. „Við erum ýmist svo hógværir og/ eða með fullkomnunaráráttu þannig að við erum allir tilbúnir að fórna okkar lögum fyrir lög annarra. Við erum hins vegar allir gríðarlega ánægðir með þessa plötu. Bandið hefur þróast og er mun betur samspilað en á síðustu plötu. Auk þess eru lögin sterkari,“ segir Einar sem er höfundur tveggja laga á plötunni, þ.e. „The Obvious“ og „Magnesia“. Þín höfundareinkenni koma skýrt fram í þessum tveimur lögum og minna hvað stíl og stemningu varðar á plöturnar Cycles og Intervals sem þú hefur áður sent frá þér. „Lögin mín eru kannski tvö róleg- ustu lögin á plötunni. Og plöturnar tvær sem þú nefnir eru tiltölulega ró- legar. Margir furða sig einmitt á því að slagverksleikari skuli semja svona ró- lega tónlist, en maður getur greinilega ekki hrist þetta af sér eða flúið sinn innri mann.“ Forðast ekki hið augljósa Er langt síðan þú samdir þau? „Já, þetta eru í raun bæði skúffulög. „Magnesia“ er eitt þessara laga sem maður er nógu heppinn að fanga. Upp- runalega kom „The Obvious“ til mín í formi verkefnis þegar ég var í námi við University of Miami fyrir um 15 árum. Við vorum beðin að semja lag sem byggðist á ákveðnum hljómi sem ég vann síðan út frá. Lagið lá ofan í skúffu þar til ég dró það fram og fór að útsetja það fyrir Annes.“ Hvernig komu titlarnir til þín? „Einhverjir tónlistarmenn eiga það til að vera með valkvíða þegar kemur að lagaheitum – og þar var ég engin undantekning. Á einhverjum tíma- punkti ákvað ég hins vegar að nota ávallt það fyrsta sem mér dytti í hug, því annars gæti ég endalaust velt hin- um fullkomna titli fyrir mér. Titillinn „The Obvious“ er sóttur í ævisögu Keiths Jarrett þar sem höfundur bók- arinnar segir um Jarrett að hann sé aldrei hræddur við hið augljósa. Keith Jarrett er einn af mínum uppáhalds- tónlistarmönnum og mér finnst fallegt þegar menn eru ekki að reyna að forð- ast hið augljósa. Ef lag kallar á eitt- hvað einfalt þá skrifar maður það bara þannig í staðinn fyrir að reyna að finna upp hjólið. Við lifum tíma þar sem hlut- irnir þurfa helst að vera hipp og kúl. Þetta á ekki bara við um djasstónlist heldur alla list. En um leið og við för- um að nálgast list út frá slíkum mæli- stikum er afar stutt í tilgerðina.“ Hvernig semur þú lögin þín? „Maður er náttúrlega þræll tónlist- arinnar og því eru alltaf einhverjar melódíur eða hljómar eða rytmi í gangi í hausnum á manni. Þegar ég er orðinn nógu þreyttur á einhverju í kollinum á mér hendi ég því á blað, sest við píanó- ið og kem því frá mér.“ Þú nefndir áðan að lögin tvö hefðu legið ofan í skúffu í nokkur ár. Áttu mörg lög í þeirri skúffu? „Já, ég á alveg slatta. Það er alltaf gaman að semja eitthvað nýtt, en það er líka gaman að grafa upp eitthvað sem maður hefur ekki fundið farveg fyrir áður og endurhugsa lagið og út- setja fyrir tiltekinn hóp.“ Með poppplötu í maganum Hvenær er síðan von á næstu plötu frá þér? „Ég væri alveg til í að skoða það á næsta ári að kalla saman félagana af Cycles og Intervals,“ segir Einar og vísar þar til Eyþórs Gunnarssonar pí- anista, Óskars Guðjónssonar saxófón- leikara og Skúla Sverrissonar bassa- leikara. „Þess utan geng ég með poppplötu í maganum, nánar tiltekið electro-popp sem byggir á gömlum hljóðgervlum sem er hljóðheimur sem hefur alltaf heillað mig,“ segir Einar og tekur fram að hann sé mikill ELO- maður. „Fyrsta platan sem ég keypti mér, þá níu ára gamall, var Discovery og Time er ein af mínum uppáhalds- plötum,“ segir Einar og bendir á að hann hafi líka hlustað mikið á Weather Report sem var leiðandi sveit í heimi hljóðgervla. „Við erum nokkrir í þessum bransa sem flökkum talsvert milli tónlist- arstíla, sem er mjög gefandi. Ég man að fyrir fyrstu tónleika Anness á Jazzhátíð Reykjavíkur 2014 var ég að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg og þurfti að hraða mér úr mör- gæsabúningnum á leiðinni yfir í Norð- urljós þar sem Annes beið mín á svið- inu.“ Hvað er fram undan hjá Annesi? „Við ætlum að spýta í lófana og spila sem mest saman á nýju ári. Við stefnum að því að setja Annes meira í forgang, hætta að vera tarnaband og spila frekar saman allan ársins hring. Vonandi geng- ur það eftir.“ Er það áramótaheitið í ár? „Já, að minnsta kosti innan bandsins.“ Getur ekki flúið sinn innri mann  Djasskvintettinn Annes sendir frá sér plötuna Frost  Kvintett sem byggist á gömlum og traust- um vinskap  Áramótaheit liðsmanna að Annes hætti að vera skorpuband og spili allan ársins hring Ljósmynd/Spessi Annes Félagarnir Guðmundur Pétursson, Eyþór Gunnarsson, Einar Scheving, Ari Bragi Kárason og Jóel Pálsson hafa leikið undir merkjum Anness síðan 2014. » Við lifum tíma þarsem hlutirnir þurfa helst að vera hipp og kúl. Þetta á ekki bara við um djasstónlist held- ur alla list. En um leið og við förum að nálgast list út frá slíkum mæli- stikum er afar stutt í til- gerðina. „Mæli eindregið með þessari bók. Halldór Friðrik kann þá list að draga upp einfaldar myndir úr daglega lífinu sem eru hluti fyrir heild í margslungnum heimshluta.“ Árni Snævarr „Allar góðar bækur eru ferðabækur. Þær fylgja okkur áfram eftir að lestri er lokið. Rétt undir sólinni er þannig bók. Skrifuð af innsæi, hlýju og auðmýkt.“ Margrét Marteinsdóttir „Þótt ekki sé verkið langt og forðist öll gífuryrði, þá getur það vel stutt ímyndunaraflið, víkkað rörsýnir og frætt lesandann. ... Hvað framtakið varðar verður eingöngu sagt: „hut ab” – hattinn ofan.“ Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, Starafugl FOLDA , , LÝOGFULLAFFRÓÐLEIK LMÆLI EINDREGIÐ MEÐ þESSARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.