Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 68
Marta María mm@mbl.is „Okkur hefur lengi dreymt um að smíða meira úr gulli og nota meira af demöntum og okkur fannst afmælið tilvalið tilefni til að láta þann draum rætast. Við völdum uppáhaldshálsmenin okkar og -hringa og höfum und- anfarnar vikur verið á fullu að smíða viðhafnarútgáfur af þeim. Við völdum að nota hvorki meira né minna en 18 karata gull. Venjulega nota íslenskir gull- smiðir 14 karöt en við hugsuðum að nú væri tækifærið til að fara alla leið. Svo hrúgum við demönt- um í gripina, það er ekkert til sparað,“ segir Helga Guðrún, sem er í óðaönn að skipuleggja sýningu á gripunum sem verður í dag milli 17 og 20 í verslun þeirra við Skólavörðustíg 17a. Þegar þau Orri og Helga Guð- rún, sem eru hjón, eru spurð hvað drífi þau áfram í sköpuninni segja þau að það sé gleðin við að vinna við það sem þeim þyki gaman. „Það eru einfaldlega svo mikil forréttindi að hafa náð að skapa sér þann farveg að geta unnið við það sem maður hefur gaman af. Það er drífandi að vera starfs- maður hjá sjálfum sér og aldrei skemmtilegra en þegar maður er að skapa nýtt og vinna úr hug- myndum. Að hanna og vinna með höndunum er á einhvern hátt heil- andi; það fylgir því jákvæð orka að fara í gegnum ferlið að vinna úr hugmynd yfir í fullgerðan grip.“ Orri flutti ungur til New York og gerði þar samning við fyrirtæki sem sá um demantaísetningar fyr- ir stærstu úra- og skartgripa- merkin þar í landi. „Samningurinn var að hann myndi byrja sinn feril hjá þeim sem demantahlaupari, sem þýðir að flytja demanta og afhenda vörur alsettar demöntum. Þetta var vægast sagt áhættusamt starf sem fylgdi mikil ábyrgð og bók- staflega hræðsla um líf sitt þar sem ofbeldisfull rán voru framin til að ná góssinu af hlaupurum. Orri slapp sem betur fer vel frá starfinu og eftir tvö ár fékk hann að byrja að nema ísetningu dem- anta. Hann vann við demantaís- etningu í átta ár, setti demanta í Tiffanys-skart og Rolex-úr svo eitthvað sé nefnt,“ segir Helga. Finnið þið fyrir auknum áhuga á dýrari skartgripum? „Við finnum vissulega fyrir áhuga á gulli og demöntum al- mennt, við erum ekkert svo viss um að það sé meira eða minna núna en áður. Málið er að gull er klassískt, það er alltaf fallegt og endist að eilífu. Það sama gildir um demanta; gripir úr svona efn- um sem gerðir eru í höndunum eru sérstakir og hafa mikið gildi sem gerir það að verkum að fólk á þá alla ævi og lætur þá ganga í erfðir, sem er mjög fallegt og rómantískt.“ Vinna með demanta og 18 karata gull Skartgripafyrirtækið Orrifinn skartgripir fagnar fimm ára afmæli í ár og af því til- efni hafa þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hannað sérstaka viðhafnarlínu sem er úr 18 karata gulli og hlaðin demöntum. Þar er Orri á heima- velli en hann vann við demantaísetningar fyrir Rolex og Tiffany & Co. í New York. Morgunblaðið/Eggert Glóandi gull Hér er búið að demantaskreyta lykilinn og setja menið í 18 karata gull. Vann í New York Orri Finnbogason vann við demantaísetningar hjá Tiffany og Co. í New York. Samstíga hjón Orri Finn- bogason og Helga Guðrún Friðriksdóttir reka fyrirtækið Orrifinn Skartgripir. Sjómannslíf Allar sjómannsdætur og áhugamenn um sjávarútveg ættu að eiga eitt svona gullakkeri. Akkerið er líka táknrænt, stundum er nefnilega betra að hafa akkerið niðri. Hjarta úr gulli Perluskreytt festi með gullhjarta prýðir nýju línuna. Heillandi Þetta hálsmen er ákaflega fallegt. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Spring Copenhagen hnotubrjótur Verð 9.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.