Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Gert er ráð fyrir batnandi afkomu í rekstri Akureyrarbæjar næstu þrjú ár, skv. fjárhagsáætlun bæj- arins, fyrir árin 2018 til 2021, sem samþykkt var í bæjarstjórn í gær- kvöldi. Á næsta ári eiga rúmar 2,2 milljarðar að vera afgangs fyrir fjár- magnsliði og að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um 877 milljónir króna.    Tekjur samstæðunnar eru áætl- aðar rúmir 24,6 milljarðar árið 2018 en gjöld tæplega 22,5 milljarðar.    Nokkuð er um gjaldskrárbreyt- ingar; ýmislegt hækkar, stakur sundmiði fyrir fullorðna t.d. um 50 kr. og kostar 950 kr. frá áramótum. Stakur miði fyrir barn hækkar um sömu upphæð og kostar 250 kr. eftir breytinguna.    Þær breytingar verða á gjaldskrá fyrir vistun í leik- og grunnskólum að afsláttur foreldra fyrir annað barn í vistun verður 50% af fullu gjaldi en afslátturinn var áður 30%. Gjaldið sjálft, fyrir að hafa barn á leikskóla, hækkar um 2,5% – til þess að hlutfall þess sem foreldrar greiða haldist óbreytt, 18%. Fullt fæði á leikskólum hækkar um 210 kr. á mánuði.    Hækkun sem ætti að gleðja fólk er hins vegar sú að frístundastyrkur vegna barna hækkar um 50% á milli ára, fer úr 20 þúsund krónum á ári í 30 þúsund.    Fasteignaskattur lækkar á milli ára. Álagningarprósenta er lækkuð um 8 af hundraði; úr 0,38% í 0,35% auk þess sem afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega eykst.    Miklar breytingar eiga sér nú stað á Listasafninu á Akureyri og er það stærsta, einstaka framkvæmd A-hluta bæjarsjóðs. Verkinu á að ljúka næsta sumar og stefnt er að því að safnið verði opnað á ný 17. júní með nokkrum sýningum.    Stærstu framkvæmdir sveitar- félagsins eru hins vegar á vegum fyrirtækja og stofnana bæjarins, í svokölluðum B-hluta bæjarjóðs. Til dæmis verður um 2 milljörðum króna varið í framkvæmdir við heita- og kaldavatnskerfi, og fráveit- umál, á vegum Norðurorku. Rúmum 300 milljónum verður varið í kaup á hafnsögubát og bryggjufram- kvæmdir á vegum Hafnasamlags Norðurlands.    Formaður bæjarráðs, framsókn- armaðurinn Guðmundur Baldvin Guðmundsson, segir stöðu bæjar- sjóðs fara mjög batnandi. „Rekst- urinn er á réttri leið. Við sáum fram á erfiðan rekstur A-hluta bæjarsjóðs árið 2015, þá stofnuðum við aðgerða- hóp sem tók til hendinni og það skil- aði sér bæði til okkar bæjarfulltrú- anna og inn í kerfið í heild. Síðan hefur orðið verulegur viðsnún- ingur.“    Guðmundur segir bæinn njóta góðs af þeim hagvexti sem sé í land- inu. „Umsvif í samfélaginu hafa auk- ist og það hefur áhrif á tekjurnar. Við látum bæjarbúa njóta þess af- komubata sem orðið hefur en verð- um þó að taka stutt skref því stutt er á milli hláturs og gráts í rekstrinum. Hann hefur verið í járnum en nú sjáum við fram á betri tíð.“    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn sátu hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar árin 2018-2021. „Helstu ástæður voru þær að þótt samráð og samstarf milli minni- og meirihluta hafi batnað mikið síðustu tvö ár má gera mun betur, sér- staklega á frumstigum vinnunnar og í lokin þegar ákvarðanir eru teknar um útgjöld sem við höfum ekki verið með í ráðum um,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti sjálfstæðismanna við Morgunblaðið.    Gunnar Gíslason segir gjald- skrárhækkanir almennt hóflegar „en við vildum ekki hækka gjaldskrá frístundar í grunnskólunum og sundkort fyrir 6-17 ára börn. Við vorum einnig ósátt við að þriggja ára áætlunin 2019-2021 skyldi ekki vera borin undir fagráðin áður en hún var samþykkt.“    „Hagur bæjarsjóðs er að batna og samkvæmt áætluninni verður A- hlutinn og samstæðan rekin með ágætum afgangi. Þess vegna er ver- ið að auka talsvert í reksturinn en þarf að gæta hófs og ígrunda betur tilgang og markmið. Almennt erum við nokkuð sátt við framkvæmda- áætlunina og hún er nú raunhæfari en undangengin ár hvað kostnað varðar eins og komið hefur fram ný- lega í fréttum af kostnaði við fram- kvæmdir í Sundlauginni og Lista- safninu,“ segir Gunnar Gíslason.    Fram kom í máli Guðmundar Baldvins á fundi bæjarstjórnar í vik- unni, þar sem fjárhagsáætlunin var til umræðu, að í upphafi næsta árs fari af stað vinna við drög að fjár- hagsáætlunum fyrir næstu tíu ár. „Við teljum að slíkt plagg gæti nýst vel sem gott handrit fyrir leikendur á næsta kjörtímabili. Við vonumst til að það verði snilldarverk!“    Í máli Guðmundar Baldvins kom m.a. fram að útgjöld til félagsþjón- ustu aukast um 191 milljón króna á næsta ári, um 5,5%.    „Umönnun og þjónusta við fatl- aða verður aukin sem og heimaþjón- usta og þá verður aukin þjónusta í skammtíma- og skólavistun fyrir fatlaða. Barnavernd verður efld með því að ráða löglærðan starfsmann til fjölskyldusviðs, fjölga á félagslegum íbúðum og veita stofnstyrki vegna almennra leiguíbúða. Þá verður lögð áhersla á að fjölga íbúðum fyrir fatl- að fólk með mikla stuðningsþörf á næstu árum og hafin bygging þjón- ustukjarna með sex íbúðum á árinu 2018,“ sagði formaður bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar.    Útgjöld til fræðslu- og uppeldis- mála aukast um 218 milljónir eða um 3,2% að sögn formanns bæjarráðs. Nefna má að 20 milljónir króna verða veittar á ári, næstu þrjú ár, til „nútímavæðingar í grunnskólum“, sem formaður bæjarráðs segir að skólayfirvöld muni ákveða hvernig verði varið, en reikna má með að féð fari í einhvers konar tæknivæðingu. Unnið verður að viðbyggingu Hlíð- arskóla, frágangi lóðar við Nausta- skóla og hönnun á leikskóla við Gler- árskóla.    Útgjöld til æskulýðs- og íþrótta- mála aukast um 55 milljónir á milli ára eða um 2,8%. Þar ber hæst hækkun frístundastyrks sem áður var nefnd. Þá verður hafin uppbygg- ing á athafnasvæði siglingaklúbbs- ins Nökkva og lokið við frágang við heita potta og lóð við Sundlaug Ak- ureyrar. Einnig verður ráðist í end- urnýjun á gúmmíkurli á sparkvöll- um við grunnskóla bæjarins.    Útgjöld til menningarmála aukast um 50 milljónir króna á milli ára eða um 6,8%. Framlög til Menn- ingarfélags Akureyrar verða aukin í tengslum við endurnýjun á menn- ingarsamningi við ríkið og lögð verð- ur áhersla á að ljúka uppbyggingu við Listasafnið.    Á sviði umferðar- og samgöngu- mála aukast útgjöld um 85 milljónir króna eða um 11%. Þar er höf- uðáhersla lögð á aukið viðhald gatna og stíga, aukið fjármagn til götulýs- ingar, metanvæðingar strætisvagna bæjarins og að farið verði í úttekt og hönnunarvinnu vegna fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar, að sögn Guð- mundar Baldvins.    Útgjöld til umhverfismála aukast um 61 milljón á milli ára eða um 27%. „Framlag til fegrunar og hirð- ingar opinna svæða verður aukið og samstarf við Vistorku á sviði um- hverfismála eflt. Þá verður nýja brú- in á göngustígnum austan Drottn- ingarbrautar kláruð.“    Átta stéttarfélög í Eyjafirði af- hentu í vikunni Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkj- unnar, Hjálpræðishernum og Rauða krossinum tvær og hálfa milljóna króna í styrk.    Styrkurinn verður notaður í samstarfsverkefni þessara fjögurra samtaka sem var sett á laggirnar til að einfalda það að sækja um aðstoð fyrir jólin. Nú þarf einungis að sækja um á einum stað. Rétt er að vekja athygli á því að þessir aðilar aðstoða fólk um allan Eyjafjörð, frá Fjallabyggð að Grenivík.    Sunnudagskaffi með skapandi fólki verður hjá Aðalheiði S. Ey- steinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði á sunnudaginn og hefst kl. 14.30. Rithöfundarnir Ármann Jakobsson og Halldór Friðrik Þor- steinsson lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum; Ármann úr skáldsög- unni, Brotamynd og Halldór Friðrik úr ferðasögunni, Rétt undir sólinni. Þá verða umræður um skáldskap, ferðalög og fleira sem Kristján B. Jónasson útgefandi stýrir.    Annar fundur Akureyrarbæjar í röð slíkra um tillögu að nýju að- alskipulagi bæjarins, fyrir árin 2018- 2030, verður í Ketilhúsinu í dag kl. 17 til 18.30. Að þessu sinni verður fjallað um útivistarsvæði, græna trefilinn svonefnda, Glerárdal, Hlíð- arfjall og grafreiti í Naustaborgum svo eitthvað sé nefnt.    Þrír harðir árekstrar urðu með stuttu millibili á Akureyri í fyrra- kvöld, þegar mikil hálka myndaðist á götum bæjarins eftir að snögghlýn- aði. Enginn slasaðist í þessum óhöppum en flestir bílarnir skemmdust mikið.    Lið Magna frá Grenivík leikur í næstefstu deild Íslandsmóts karla næsta sumar, í fyrsta skipti síðan 1979. Grenvíkingar, sem urðu í öðru sæti þriðju efstu deildar í haust, eru farnir að safna liði og athygli vakti í vikunni að þeir sömdu við þrjá þekkta leikmenn frá Akureyri – alla á besta aldri; varnarmaðurinn Davíð Rúnar Bjarnason, lengi vel fyrirliði KA, og tveir Þórsarar, miðjumað- urinn Sigurður Marinó Kristjánsson og framherjinn Gunnar Örvar Stef- ánsson verða allir með Magna næsta sumar.    Þjálfari Magna er Páll Gíslason, fyrrverandi þjálfari Þórs sem m.a. mætir sínu gömlu félögum á Íslands- mótinu næsta sumar. Hagur Akureyrarbæjar vænkast Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Listileg steypa Breytingar á Listasafninu eru stærsta framkvæmd á vegum A-hluta bæjarsjóðs á árinu. Nú er verið að tengja gamla safnhúsið og Ketilhúsið. Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.