Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 100

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 – fyrir dýrin þín Eigum mikið úrval af hundabeislum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ,,Þú verður að brosa, ekki vera leið á svipinn,“ segir ítölsk fjölmiðla- kona við frönsku leikkonuna, leik- stjórann og handritshöfundinn Julie Delpy sem hefur góðfúslega veitt hópi fjölmiðlafólks viðtal í til- efni af Evrópsku kvikmyndaverð- laununum (EFA) sem afhent voru 9. desember sl. en á þeim voru Delpy afhent heiðursverðlaun fyrir framlag hennar til kvikmyndalist- arinnar. Ferill Delpy spannar yfir 30 ár og hefur hún leikið í fjölda kvikmynda þekktra og virtra leik- stjóra, m.a. Richard Linklater og Krzysztof Kieslowski, auk þess að skrifa handrit og leikstýra eigin kvikmyndum. Ekki byrjar það vel! hugsar blaðamaður Morgunblaðsins og á allt eins von á því að þetta hóp- viðtal fari illa, að Delpy bregðist hin versta við þessari undarlegu kröfu um að brosa og rjúki jafnvel á dyr. „Af hverju?“ spyr Delpy þá ítölsku og er eðlilega hissa. Sú ítalska svarar um hæl að Delpy sé nú einu sinni að fá „evrópska Ósk- arinn“ og hafi því ástæðu til að brosa. „Já, já, á ég þá alltaf að vera brosandi? Þegar ég vakna, þegar ég fer í háttinn, þegar ég fer að pissa?“ spyr Delpy og viðstaddir hlæja, fjölmiðlamenn sem eru að meirihluta karlar. Einn þeirra, af hreimnum að dæma spænskur, skýtur inn að í raun sé með verð- laununum verið að líta yfir fortíð Delpy en hún sé þó væntanlega ekki að dvelja við hana, eða hvað? ,,Nei, nei, ég er algjörlega í núinu, að glíma við að fjármagna kvik- mynd sem ég ætla mér að leik- stýra og það er minn veruleiki núna og hann er langt í frá bros- legur,“ svarar Delpy. Fordómafullur og fáfróður „Geturðu sagt okkur frá þeim vandræðum?“ spyr þá sú ítalska. „Ja, einn fjárfestirinn, ekki sá mik- ilvægasti því við erum búin að fjár- magna meirihluta kvikmyndarinn- ar, hætti við þremur vikum áður en hefja átti undirbúning fyrir tök- ur. Þá voru að baki átta mánaða langar viðræður við bandarískan lögfræðing hans sem taldi sig geta svívirt evrópska kvikmyndagerð út í hið óendanlega, m.a. hvernig kvikmyndir væru gerðar í Evrópu og líka konur í kvikmyndagerð. Við þurftum að sætta okkur við þessar móðganir daglega og svo hættu þeir við,“ svarar Delpy. „Þannig að þessi lögfræðingur er …,“ heldur hún áfram en hikar og ákveður að spara stóru orðin að sinni um lögfræðinginn. „Stundum þarf maður að eiga við svona menn sem vita ekkert um evrópska kvik- myndagerð og halda að við séum apar, að við séum að fela eitthvað fyrir þeim og vita ekki að hér er vel skipulögð kvikmyndagerð og að við erum með styrkjakerfi og öfl- uga framleiðendur! Hann var skelfilega yfirlætisfullur og olli því að mögulegir fjárfestar hættu við en þeir voru að vísu dálítið hug- lausir,“ heldur Delpy áfram, ómyrk í máli. „Hann fann sérstaklega að því að ég væri kona í stóli leik- stjóra, sagði að ég væri tilfinninga- söm og þar af leiðandi óáreiðanleg. Hann sagði það meira segja við mig, augliti til auglitis, að ég væri tilfinningasöm, eins og það væri galli!“ Viðstaddir taka undir með Delpy að það sé alls ekki galli að vera tilfinningasamur eða -næmur og hvað þá þegar viðkomandi er listamaður. Kaldhæðnislegt Delpy segir að sem betur fer hafi annar fjárfestir fundist en þó vanti enn peninga svo hægt sé að ráðast í gerð myndarinnar og hefja undirbúning fyrir tökur. „Þetta er ekki algjört svartnætti en samt mjög erfið staða. Það sem reyndist virkilega erfitt var að láta svívirð- ingarnar yfir sig ganga og vera síðan hent eins og rusli,“ segir Delpy. Hún hafi aldrei verið niður- lægð með öðrum eins hætti á ferli sínum. „Og það er kaldhæðnislegt að á sama tíma er ég að fá þessi verðlaun, staðfestingu á því að fólk beri virðingu fyrir mér,“ segir Delpy og hlær. Hún segir þessa karlrembulegu hegðun og fordóma lögfræðingsins og fáfræði hvað varðar evrópska kvikmyndagerð í takt við „Trump- kúltúrinn“ sem nú sé ríkjandi í Bandaríkjunum. „Hann sagðist vera sérfræðingur í evrópskri kvik- myndagerð sem hann er alls ekki, hann laug því!“ segir Delpy. Fjár- festirinn sem réð hann til að hafa milligöngu um fjármögnunina hafi ráðið hann í þeirri trú, talið lög- fræðinginn slíkan sérfræðing. Nú spyrja fleiri en einn fjöl- miðlamaður hvað þessi furðulegi lögfræðingur heiti en Delpy vill ekki greina frá því, telur það ekki nauðsynlegt. Dramatísk kvikmynd um örlög og foreldrahlutverkið En hvaða kvikmynd er þetta sem Delpy er að tala um? Og hvernig kvikmynd? „Hún er dramatísk. Ég sagði Kieslowski fyrst frá henni árið 1992 [leikstjór- anum sem Delpy lék fyrir í einni af kvikmyndum hans í lita-þríleiknum svokallaða, þeirri sem kennd er við hvítan] og hún fjallar um örlög og foreldrahlutverkið. Ég velti henni fyrir mér í 20 ár og þegar ég eign- aðist son minn rann loksins upp fyrir mér um hvað myndin fjallaði. Ég skrifaði handritið og hef verið að reyna undanfarin tvö, þrjú ár að gera hana,“ svarar Delpy. Hún sé á því að handritið sé það besta sem hún hafi skrifað á ferlinum. „Þeir sem hafa lesið handritið hafa orðið mjög hrifnir og sumir mjög reiðir, það vekur alls kyns flóknar tilfinn- ingar,“ bætir hún við. Kvikmyndin mun bera titilinn My Zoe og á vefnum Internet Mo- vie Database segir að hún fjalli um fráskilda konu sem reyni að vernda dóttur sína í kjölfar ónefnds harm- leiks. Nokkrir leikarar hafa þegar verið staðfestir, þ.e. að þeir muni leika í kvikmyndinni en þeir eru Richard Armitage, Gemma Arter- ton, Daniel Brühl, Delpy sjálf og Lior Ashkenazi. Delpy segir umfjöllunarefni kvikmyndarinnar standa sér mjög nærri. „En takið eftir, þessi kvik- mynd verður gerð. Kvikmyndagerð er oft basl og barátta, það er stað- reynd. Síðasta kvikmyndin sem ég leikstýrði, Lolo, var aftur á móti auðveld í framleiðslu og gaman að gera hana en hún var ekki eins persónuleg og þessi,“ segir Delpy. Vandinn ekki leystur Talið berst aftur að hinum vafa- sama lögfræðingi og segir Delpy að skammarleg samskipti hans við hana hafi átt sér stað á sama tíma og umræðan stóð sem hæst um kynferðislega áreitni og kynferð- isbrot karla í garð kvenna í Holly- wood, eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. „Það er verið að losa okkur við nokkra nauðgara en er verið að losa okkur við náunga eins og þennan lögfræðing, snargalin karl- rembusvín? Nei, hann er enn starf- andi og getur sagt að ég sé ófær um að leikstýra kvikmynd af því ég sé svo tilfinningasöm. Við erum komin aftur til hinna myrku mið- alda. Menn geta handtekið þennan Weinstein og vonandi fer hann í fangelsi ef hann verður fundinn sekur um naugðun,“ segir Delpy. Það muni hins vegar ekki leysa hinn mikla vanda kynjamisréttis, fordóma og misnotkunar sem kast- ljósinu hafi nú verið beint að og vandinn verði heldur ekki leystur með því að ráða eina og eina konu í stjórnunarstöðu eða leyfa ein- staka konu að leikstýra kvikmynd. Karlremban muni viðgangast svo lengi sem margumræddur lögfræð- ingur og hans líkar haldi sínum störfum og uppteknum hætti óá- reittir. Delpy segir konur einfaldlega ekki nógu valdamiklar í kvik- myndageiranum, þó margar þeirra sem þegar séu í valdastöðum séu að reyna að breyta ástandinu til hins betra, og að úr því verði að bæta. Karlar ekki allir slæmir Nú lætur ítalska blaðakonan aftur til sín taka og bendir á karl- ana í herberginu, kollega sína, og segir að þeir séu líklega eins og lögfræðingurinn. Þessi undarlega ásökun vekur að sjálfsögðu mikla furðu hinna ásökuðu en Delpy kemur körlunum til varnar. „Karl- ar eru ekki allir slæmir,“ segir hún og karlarnir þakka fyrir sig og hlæja innilega. „Ritstjórar dag- blaða eru allir karlar,“ segir sú ítalska og er líklega með því að reyna að skýra mál sitt að ein- hverju leyti. Delpy bendir á að sumir karlar virðist hafa sífellda þörf fyrir að misnota vald sitt og þá m.a. að þvinga konur til kynmaka. „Ég er ekki að segja að heimurinn væri endilega betri ef konur réðu yfir honum, konur eru ekki allar góðar og nú skal ég segja ykkur dálítið sem kann að valda ykkur hneyksl- an: ég hef hitt jafnmarga karla í þessu fagi sem voru til í að þvinga konur til að hafa mök við sig og konur sem voru til í að nota kynlíf sér til framdráttar. Ég hef misst svo mörg verkefni í hendur slíkum konum og þær verða örugglega í salnum á morgun,“ segir Delpy og skellihlær, á þar við salinn sem afhending EFA-verðlaunanna fór fram í. Ekki vandamál lengur Delpy segist sem ung leikkona margoft hafa hafnað kynlífs- tilboðum valdamikilla karla í kvik- myndabransanum og meira að segja þegar hún var barn að aldri, 13 og 14 ára. „Þetta er ekki vandamál lengur,“ segir hún hlæj- andi og gerir grín að aldri sínum en Delpy er 47 ára. Hún segir áreitni slíkra karla loks hafa hætt þegar hún var um þrítugt. „Ég öðlaðist fljótt virðingu fyrir þetta,“ segir hún og að það hafi spurst út að hin unga og efnilega leikkona, Julie Delpy, léti karl- menn ekki vaða yfir sig. Aftur til myrkra miðalda  Julie Delpy segir karlrembu og fordóma valda því að henni hafi enn ekki tekist að fjármagna næstu kvikmynd sína að fullu  Var heiðruð fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar á EFA AFP Gleðistund Julie Delpy tók við heiðursverðlaunum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna laugardaginn 9. desember og fékk þýski kvikmyndaleikstjórinn Volker Schlöndorff þann heiður að afhenda henni verðlaunastyttuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.