Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Dúðaður Á köldum dögum þarf að vera vel búinn, því kuldaboli er ekkert lamb að leika sér við. Hlý úlpa, vesti, trefill og húfa eru þarfaþing og þegar fullorðinn heldur í hönd barns er öllu óhætt. Eggert Þriðjudaginn 5. desember sl. birtist viðtal við Björn Þorra Viktorsson hrl. í Fréttablaðinu um þátt hans í mótmælum við heimili Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur árið 2010. Björn Þorri varði þátt sinn í mótmælunum með vísan til þess að það hefðu ekki verið mistök „að beita lýðræðislegum og stjórn- arskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn“. Í tilefni af þessum ummælum kollega míns finn ég mig knúinn til að setja eftirfarandi línur á blað. Fyrirfram hefði ég haldið að Björn Þorri gæti, sem löglærður maður, fundið sér betri vettvang til að tjá hug sinn en þann sem hér er til umræðu. Jafnframt hefði ég vonað að menntunar sinnar vegna gæti hann séð nefnd réttindi sín í víðara sam- hengi en tilvitnuð orð bera vott um. Því leyfi ég mér að nefna hér nokkur atriði sem skipta vonandi ekki minna máli. Við Íslendingar búum við lýðræðislegt stjórnarfar, sem lýtur föstum leikreglum og byggist á þeirri undirstöðu að valdið stafi frá þjóðinni. Þessi undirstaða end- urspeglast í almennum lögum, svo sem lögum um kosningar til Alþingis og til sveitarstjórna. Kosningar eru augljóslega leið til þess að skapa nauðsynlegan stöð- ugleika um stjórnmálin, marka valdinu ramma í tíma og rúmi, tryggja kjósendum rétt til að tjá vilja sinn og veita stjórn- málamönnum aðhald. Þegar fólk býður sig fram í kosningum felst í því vilji til að starfa í þágu almenn- ings. Nái viðkomandi kjöri gerist það í vissum skilningi opinber persóna. Þar með er þó ekki sagt að einkalíf þessa fólks heyri sögunni til. Steinunn Valdís kann að hafa verið opinber persóna sem þingmaður en fjölskylda hennar var það aldrei. Þegar mótmælt er við íbúðar- húsnæði verður ekki horft fram hjá því að við þær að- stæður er heimilisfólk á margan hátt berskjaldað gagnvart mótmælendum og atvikum sem upp kunna að koma. Þó svo að menn lýsi sig ósátta við orð eða athafnir annarra er óverjandi að gengið sé svo nærri friðhelgi heimilis og einkalífs sem raun bar vitni í því tilviki sem hér um ræð- ir. Heimili fólks verða ekki lögð að jöfnu við opinberar byggingar í þessu tilliti. Í frjálsu samfélagi þar sem tjáning- arfrelsið nýtur verndar er í sjálfu sér erfitt að fullyrða að mótmælastöður sem þessar séu ólöglegar. Á hinn bóginn leggur lýð- ræðisleg stjórnskipun mönnum á herðar fleiri skyldur í þessu tilliti en aðeins þær lagalegu. Vilji menn búa í samfélagi sem einkenn- ist af kurteisi og umburðarlyndi eru tak- mörk fyrir því hversu hart má ganga fram í mótmælaskyni. Hér sem oftar verða menn að reyna að setja sig í spor annarra og eiga samtal við sína eigin samvisku. Slíkt samtal er sjálfsagt enn mikilvæg- ara nú á tímum þegar stjórnmálin ein- kennast svo mjög af tvíhyggju, þar sem leitast er við að skipta fólki í góða og vonda, verðuga og óverðuga, réttláta og óréttláta, heiðarlega og spillta o.s.frv. Hætt er við að með því móti sé alið á geðs- hræringu með öllu því ójafnvægi – og trufl- un á rökhugsun – sem slíku fylgir. Með því að ala á fjandskap og fordæmingu í garð annarra er höggvið á þau samfélagslegu bönd sem tengja fólk hvert við annað. Slíkt er í raun atlaga að borgaralegu samfélagi. Ég leyfi mér að leggja til að við reynum í auknum mæli að setja okkur í spor ann- arra og gera tilraun til að sjá veröldina með augum þeirra. Slík viðleitni leiðir oft- ast til þess að við dæmum yfirsjónir ann- arra af meiri mildi og horfum gagnrýnni augum á eigin gjörðir. Það er ekki sjálfgefið að fá að búa í sið- menntuðu samfélagi með öllum þeim for- réttindum og öryggi sem því fylgir. Slíkt leggur okkur ýmsar skyldur á herðar gagnvart sjálfum okkur og öðrum, því öll- um réttindum mæta skyldur og frelsið get- ur ekki staðið án ábyrgðar. Af þessu leiðir sú borgaralega skylda að við temprum til- finningar okkar og hvatir. Það krefst þess einnig að við setjum mörk á það frelsi sem við gætum mögulega gert tilkall til. Tján- ingarfrelsi veitir okkur ekki frelsi til að meiða aðra. Frelsi til athafna skyldar okk- ur um leið til að virða helgi annarra. Lýð- ræðið krefst þess í raun og veru að við sýn- um hvert öðru mannúð. Í því felst ekki síst skilningur á því að öllum er nauðsynlegt að njóta öryggis og hvíldar á eigin heimili. Það á við um stjórnmálamenn eins og alla aðra sem hér búa, a.m.k. meðan við viljum búa í lýðfrjálsu samfélagi. Eftir Arnar Þór Jónsson » Steinunn Valdís kann að hafa verið opinber persóna sem þingmaður en fjölskylda hennar var það aldrei. Arnar Þór Jónsson Höfundur er hrl. og lektor við lagadeild HR. Borgaraleg réttindi má ekki slíta úr samhengi við borgaralegar skyldur Hefndarleiðangur stærstu hluthafa Pressunnar var endanlega staðfestur í gær þegar félagið var tek- ið til gjaldþrotaskipta. Að því hafa stórir hluthafar sem tengjast lyfjafyrirtækinu Alvogen unnið mark- visst frá því í vor. Hefur sú ótrúlega atburðarás verið uppi að stjórnendur fyrirtækis réru lífróður til að bjarga fjölda starfa og mikilvægri starfsemi meðan stærsti eigandinn gróf markvisst undan því í því skyni að sölsa undir sig nokkra af öflugustu fjöl- miðlum landsins en skella kostn- aðinum á rík- issjóð. Ný stjórn Pressunnar, sem kosin var að kröfu forsvars- manna Alvogen, beið ekki boð- anna þegar hún tók við, enda markmiðið að koma félaginu í þrot. Lét hún tæplega þriggja milljóna kr. kröfu ráða örlögum félagsins, enda þótt fjármunir og eignir væru til þess að greiða hana. Ný stjórn hefur haft uppi alvarlegar ásakanir í garð okkar sem stýrðum Pressunni. Hefur það verið gert án nokkurrar gagnaöflunar eða rannsóknar. Ekki var einu sinni orðið við beiðni okkar um fund til að skýra málin. Það verður gott að fá tækifæri til að setja skipta- stjóra inn í ótrúlega atburðarás undanfarinna mán- aða og missera. Margt mjög forvitnilegt er þar enn ósagt og raunveruleikinn í litlu samræmi við þann spuna sem ofinn hefur verið af miklum móð í Vatns- mýrinni undanfarið. Mun ég gera glögga grein fyrir þessari atburðarás allri og helstu persónum og leikendum í nokkrum fjölda greina á þessum vettvangi næstu vikur og mánuði. Af nógu er að taka. Takmark- inu náð Eftir Björn Inga Hrafnsson »Ný stjórn Press- unnar, sem kosin var að kröfu forsvars- manna Alvogen, beið ekki boðanna þegar hún tók við, enda markmiðið að koma félaginu í þrot. Höfundur er fv. stjórnarformaður Pressunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.