Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Tari-sneiðarinn er
mikil snilld til að
sneiða sveppi, tóm-
ata, mozzarellaost
og ýmsa ávexti.
Græjan er búin tennt-
um japönskum hnífum sem
smjúga í gegn og skapa
þráðbeinar 5 mm sneiðar.
Tari fer vel í hendi, hann
læsist í lokaðri stöðu svo að
hann tekur lítið pláss í
skúffu og blöðin mega fara í
uppþvottavélina eftir notk-
un.
Kokka 19.900 krónur
Lodge-pottajárnspönn-
urnar eru með því vinsælla í
verslunum um þessar mundir. Pönn-
urnar eru úr steypujárni og þær má
setja í ofn.
Kokka, 3.600-21.900
Fyrir fagurkera
Bitz-diskarnir eru
sjúklega smart.
Tímasparandi snilld Skerar sem þess-
ir eru bæði tímasparandi auk þess sem
þeir geta komið í veg fyrir slys.
Snjöll gjöf Gjafabréf
standa alltaf fyrir sínu.
Stórfínt steypujárn Matgæðingar
eru afskaplega hrifnir af steypu-
járni enda er það eilífðareign.
Hvað á að gefa matgæðingnum sem veit fátt skemmtilegra en að
nördast í eldhúsinu? Við tókum saman nokkrar vel valdar hugmyndir
sem ættu að henta vel í jólapakka matgæðinga og fagurkera.
Nauðsynleg Margur
telur að góð pastavél
sé gulli betri.
Nýju litirnir í Bitz-stellinu eru
ákaflega fallegir og til þess fallnir að
gleðja fagurkera. Það er líka
skemmtilegt að blanda litunum sam-
an en hægt er að kaupa kassa með
mismunandi lituðum skálum.
Bast, Kringlunni
Pastavél sem kemur með Ítalíu
alla leið inn í eldhús. Allavega vott af
henni. Gaman er að prófa sig áfram
með mismunandi uppskriftir og
leyfa börnunum að vera með. Vélin
er í raun stórkostleg því hana má
einnig nota til að fletja út tacokökur
eða deig í litlar pítsur.
Rafland. 29.900 krónur
Mjólkurfreyðari mun breyta
morgunbollanum þínum í tóma ham-
ingju. Það sem er svo sniðugt við
þessa elsku er að hún má fara í upp-
þvottavélina og hægt er að velja um
hversu mikla froðu fólk vill.
Nespresso, Kringlunni.
14.900 krónur.
Matreiðslunámskeið sem upp-
fyllir alla drauma. Við getum svo
sannarlega mælt með matreiðslu-
námskeiðunum hjá Salt-eldhúsi.
Hægt er að velja um ýmis námskeið
svo sem sósugerð, hina fullkomnu
steik, indverska matargerð o.fl. Þú
velur upphæð og fallegur salt-
staukur fylgir með.
salteldhus.is
Sous vide-bókin. Það er fátt
meira spennandi en að hægelda mat
í poka eða það finnst að minnsta
kosti áhugamönnum um sous vide-
eldamennsku og þeim fer fjölgandi.
Betri mjólk? Margir halda því
fram að kaffið sé umtalsvert
betra ef mjólkin er flóuð.
Bókin er sannkölluð biblía matgæð-
ingsins með ítarlegum útskýringum
og mjög vísindalegum útfærslum.
Fæst í öllum betri bókaverslunum.
Aida Raw-stell í nude Svo und-
urfagurt á litinn að hörðustu tré-
hjörtu taka engu að síður aukaslag.
Án efa liturinn sem vantaði og mun
ljá borðhaldinu ákveðinn glæsileika
sem erfitt er að fanga.
Húsgagnahöllin. 990-7.990 krónur
Alvörusvuntur. Góð svunta skipt-
ir máli og hér er að finna fjórar mis-
munandi útfærslur sem eru í senn
sérlega töff og endingargóðar.
Leðursvuntan er í uppáhaldi en hin-
ar standa vissulega fyrir sínu.
Húsgagnahöllin.
11.990-21.990 krónur
thora@mbl.is
Óskalisti matgæðingsins