Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 54
54 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Koma hefði mátt í veg fyrir nýleg
sjóslys bandaríska flotans með ein-
földum verklagsreglum og tíðari
æfingum, en bandarísk herskip
hafa á þessu ári lent í minnst fjór-
um óhöppum. Er þetta mat nefndar
á vegum sjóhersins sem falið var
það hlutverk að rannsaka atvikin,
sem kostuðu alls 17 sjóliða lífið.
Bandarísk herskip hafa nú til-
einkað sér breytt verklag og senda
þau nú meðal annars frá sér stað-
setningu sína í rauntíma til nálægra
skipa til að minnka líkur á árekstri.
Þá er áhöfnum nú einnig gert að
stunda tíðari æfingar til að koma í
veg fyrir óhöpp, en í einu þessara
atvika lenti tundurspillirinn USS
John S. McCain í hörðum árekstri
við olíuflutningaskip.
Hefðu getað komið í
veg fyrir óhöppin
Stríðsjálkur USS John S. McCain kemur
laskaður til hafnar í Singapúr fyrr á árinu.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Rússneskar hersveitir munu áfram
nýta sér aðstöðu á herflugvelli og
flotastöð innan landamæra Sýrlands
til aðgerða gegn sveitum vígamanna,
að sögn Dmitry Peskov, talsmanni
stjórnvalda í Kreml. Vladimír Pútín
Rússlandsforseti tilkynnti í vikunni
að byrjað væri að fækka í herliði
Rússa þar í landi í kjölfar þess að
mjög hefur dregið úr styrk samtaka
Ríkis íslams að undanförnu.
„Í ljósi þess að aðgerðin við að
bjarga Sýrlandi og frelsa sýrlenskt
landsvæði undan klóm hryðjuverka-
manna er lokið, er engin þörf fyrir
umfangsmikið herlið,“ segir Peskov
og bendir á að Rússar muni hins veg-
ar áfram nýta sér herflugvöllinn
Hmeimim í Latakia-héraði í Sýr-
landi og flotastöðina í Tartous.
Gætu reynt að rísa upp á ný
„Forsetinn hefur varað við því að
hryðjuverkamenn gætu reynt að
sýna styrk sinn í Sýrlandi á ný og ef
það gerist munum við bregðast við af
mikilli hörku,“ segir Peskov.
Hernaðaraðgerðir Rússa í Sýr-
landi hófust af mikilli hörku í sept-
ember 2015. Á innan við einum mán-
uði höfðu orrustuþotur þeirra
sprengt upp 380 skotmörk tengd
Ríki íslams í yfir 600 árásarferðum.
Vesturlönd gagnrýndu aðgerðirnar
frá upphafi og bentu embættismenn
í bandaríska varnarmálaráðuneytinu
meðal annars á að loftárásirnar
beindust einna helst að liðsmönnum
uppreisnarhreyfinga, sem barist
hafa gegn stjórn Bashars al-Assads
Sýrlandsforseta, en ekki að liðs-
mönnum samtaka Ríkis íslams.
Hmeimim-flugvöllur hefur verið
Rússum afar mikilvægur í gegnum
þessi átök og hafa orrustuvélar af
gerðinni Su-34, Su-24M og Su-25M
verið staðsettar þar auk þess sem
Rússar hafa einnig haft þar árásar-
þyrlur af gerðinni Mi-24P Hind. Á
flugvellinum hefur einnig verið mjög
fjölmennt lið her- og tæknimanna.
Verður nú dregið úr þessum styrk.
Þá greinir Reuters frá því að staða
Pútíns hafi styrkst mjög í kjölfar vel
heppnaðra aðgera í Sýrlandi og mun
það vafalaust nýtast forsetanum vel í
komandi kosningum á næsta ári.
Verða áfram í Sýrlandi
Rússneskar hersveitir munu nýta sér herflugvöll og flotastöð til aðgerða gegn
sveitum vígamanna Minna herlið en áður Geta brugðist við af „mikilli hörku“
Minnst 30 féllu og fjölmargir særð-
ust, sumir hverjir lífshættulega, í
loftárás hersveita Sádi-Araba á búð-
ir herlögreglunnar í Sanaa, höf-
uðborg Jemens. Breska ríkis-
útvarpið, BBC, greinir frá því að
flestir hinna látnu séu fangar, en
sprengjurnar féllu meðal annars á
fangelsi sem finna má í búðunum.
Einn þeirra sem störfuðu í fang-
elsinu lýsir atburðum þannig að
sprengja hafi fallið á eina álmu fang-
elsisins. Við það tókst nokkrum
föngum að flýja bygginguna.
Skömmu síðar hafi hins vegar önnur
orrustuþota varpað sprengjum á
fangelsið með þeim afleiðingum að
það gjöreyðilagðist. Margir fang-
anna eru sagðir hafa komið úr röð-
um húta sem hófu uppreisn gegn
ríkisstjórn landsins árið 2004.
Mikil neyð ríkjandi í Jemen
Sameinuðu þjóðirnar telja hátt í
9.000 manns hafa látist og um 50
þúsund særst frá því að átök brutust
út í Jemen árið 2015. Þá lifir hátt í 21
milljón almennra borgara við mikinn
skort í landinu og þarf á mannúðar-
aðstoð að halda. Hefur meðal annars
kólerufaraldur herjað á almenning
og hafa rúmlega 2.200 manns látist
vegna sjúkdómsins frá því í apríl á
þessu ári. khj@mbl.is
AFP
Rústir Fangelsisbyggingin eyðilagðist í loftárásinni, en að sögn BBC létust
minnst 30 fangar. Vörður segir tvær árásir hafa verið gerðar á húsið.
Mikið manntjón í
loftárás í Jemen
Akayed Ullah,
maðurinn sem
stóð fyrir
sprengjutilræði
við Port Autho-
rity-samgöngu-
miðstöðina í New
York í Banda-
ríkjunum síðast-
liðinn mánudag,
las meðal annars
verk eftir eld-
klerkinn Jashim Uddin Rahmani,
en sá tengist íslömskum öfga-
samtökum. Er það fréttaveita AFP
sem greinir frá þessu.
Ullah er alvarlega slasaður eftir
tilræðið en hann var með heima-
tilbúið sprengjuvesti vafið um sig.
Þrír aðrir særðust í árásinni sem
átti sér stað á háannatíma. Hann
hefur verið ákærður fyrir vopna-
eign, stuðning við hryðjuverka-
samtök og fyrir hryðjuverkaógn.
Ullah las verk eld-
klerksins alræmda
Akayed
Ullah
Þjóðfánar Ísraels og Bandaríkjanna blöktu í gær
á húsþaki einu í landtökubyggð gyðinga í austur-
hluta Jerúsalem. Stutt er síðan Donald J. Trump
Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem
höfuðborg Ísraels og hefur Benjamin Netan-
yahu, forsætisráðherra landsins, hvatt Evrópu-
ríki til að fara að dæmi forsetans. Á myndinni
sést einnig eitt helsta kennileiti Jerúsalem,
Klettamoskan, með gullna hvolfþakinu.
AFP
Þjóðfáni Bandaríkjanna í byggð gyðinga
.