Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 54

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 54
54 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Koma hefði mátt í veg fyrir nýleg sjóslys bandaríska flotans með ein- földum verklagsreglum og tíðari æfingum, en bandarísk herskip hafa á þessu ári lent í minnst fjór- um óhöppum. Er þetta mat nefndar á vegum sjóhersins sem falið var það hlutverk að rannsaka atvikin, sem kostuðu alls 17 sjóliða lífið. Bandarísk herskip hafa nú til- einkað sér breytt verklag og senda þau nú meðal annars frá sér stað- setningu sína í rauntíma til nálægra skipa til að minnka líkur á árekstri. Þá er áhöfnum nú einnig gert að stunda tíðari æfingar til að koma í veg fyrir óhöpp, en í einu þessara atvika lenti tundurspillirinn USS John S. McCain í hörðum árekstri við olíuflutningaskip. Hefðu getað komið í veg fyrir óhöppin Stríðsjálkur USS John S. McCain kemur laskaður til hafnar í Singapúr fyrr á árinu. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rússneskar hersveitir munu áfram nýta sér aðstöðu á herflugvelli og flotastöð innan landamæra Sýrlands til aðgerða gegn sveitum vígamanna, að sögn Dmitry Peskov, talsmanni stjórnvalda í Kreml. Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í vikunni að byrjað væri að fækka í herliði Rússa þar í landi í kjölfar þess að mjög hefur dregið úr styrk samtaka Ríkis íslams að undanförnu. „Í ljósi þess að aðgerðin við að bjarga Sýrlandi og frelsa sýrlenskt landsvæði undan klóm hryðjuverka- manna er lokið, er engin þörf fyrir umfangsmikið herlið,“ segir Peskov og bendir á að Rússar muni hins veg- ar áfram nýta sér herflugvöllinn Hmeimim í Latakia-héraði í Sýr- landi og flotastöðina í Tartous. Gætu reynt að rísa upp á ný „Forsetinn hefur varað við því að hryðjuverkamenn gætu reynt að sýna styrk sinn í Sýrlandi á ný og ef það gerist munum við bregðast við af mikilli hörku,“ segir Peskov. Hernaðaraðgerðir Rússa í Sýr- landi hófust af mikilli hörku í sept- ember 2015. Á innan við einum mán- uði höfðu orrustuþotur þeirra sprengt upp 380 skotmörk tengd Ríki íslams í yfir 600 árásarferðum. Vesturlönd gagnrýndu aðgerðirnar frá upphafi og bentu embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu meðal annars á að loftárásirnar beindust einna helst að liðsmönnum uppreisnarhreyfinga, sem barist hafa gegn stjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta, en ekki að liðs- mönnum samtaka Ríkis íslams. Hmeimim-flugvöllur hefur verið Rússum afar mikilvægur í gegnum þessi átök og hafa orrustuvélar af gerðinni Su-34, Su-24M og Su-25M verið staðsettar þar auk þess sem Rússar hafa einnig haft þar árásar- þyrlur af gerðinni Mi-24P Hind. Á flugvellinum hefur einnig verið mjög fjölmennt lið her- og tæknimanna. Verður nú dregið úr þessum styrk. Þá greinir Reuters frá því að staða Pútíns hafi styrkst mjög í kjölfar vel heppnaðra aðgera í Sýrlandi og mun það vafalaust nýtast forsetanum vel í komandi kosningum á næsta ári. Verða áfram í Sýrlandi  Rússneskar hersveitir munu nýta sér herflugvöll og flotastöð til aðgerða gegn sveitum vígamanna  Minna herlið en áður  Geta brugðist við af „mikilli hörku“ Minnst 30 féllu og fjölmargir særð- ust, sumir hverjir lífshættulega, í loftárás hersveita Sádi-Araba á búð- ir herlögreglunnar í Sanaa, höf- uðborg Jemens. Breska ríkis- útvarpið, BBC, greinir frá því að flestir hinna látnu séu fangar, en sprengjurnar féllu meðal annars á fangelsi sem finna má í búðunum. Einn þeirra sem störfuðu í fang- elsinu lýsir atburðum þannig að sprengja hafi fallið á eina álmu fang- elsisins. Við það tókst nokkrum föngum að flýja bygginguna. Skömmu síðar hafi hins vegar önnur orrustuþota varpað sprengjum á fangelsið með þeim afleiðingum að það gjöreyðilagðist. Margir fang- anna eru sagðir hafa komið úr röð- um húta sem hófu uppreisn gegn ríkisstjórn landsins árið 2004. Mikil neyð ríkjandi í Jemen Sameinuðu þjóðirnar telja hátt í 9.000 manns hafa látist og um 50 þúsund særst frá því að átök brutust út í Jemen árið 2015. Þá lifir hátt í 21 milljón almennra borgara við mikinn skort í landinu og þarf á mannúðar- aðstoð að halda. Hefur meðal annars kólerufaraldur herjað á almenning og hafa rúmlega 2.200 manns látist vegna sjúkdómsins frá því í apríl á þessu ári. khj@mbl.is AFP Rústir Fangelsisbyggingin eyðilagðist í loftárásinni, en að sögn BBC létust minnst 30 fangar. Vörður segir tvær árásir hafa verið gerðar á húsið. Mikið manntjón í loftárás í Jemen Akayed Ullah, maðurinn sem stóð fyrir sprengjutilræði við Port Autho- rity-samgöngu- miðstöðina í New York í Banda- ríkjunum síðast- liðinn mánudag, las meðal annars verk eftir eld- klerkinn Jashim Uddin Rahmani, en sá tengist íslömskum öfga- samtökum. Er það fréttaveita AFP sem greinir frá þessu. Ullah er alvarlega slasaður eftir tilræðið en hann var með heima- tilbúið sprengjuvesti vafið um sig. Þrír aðrir særðust í árásinni sem átti sér stað á háannatíma. Hann hefur verið ákærður fyrir vopna- eign, stuðning við hryðjuverka- samtök og fyrir hryðjuverkaógn. Ullah las verk eld- klerksins alræmda Akayed Ullah Þjóðfánar Ísraels og Bandaríkjanna blöktu í gær á húsþaki einu í landtökubyggð gyðinga í austur- hluta Jerúsalem. Stutt er síðan Donald J. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og hefur Benjamin Netan- yahu, forsætisráðherra landsins, hvatt Evrópu- ríki til að fara að dæmi forsetans. Á myndinni sést einnig eitt helsta kennileiti Jerúsalem, Klettamoskan, með gullna hvolfþakinu. AFP Þjóðfáni Bandaríkjanna í byggð gyðinga .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.