Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Grunnsævi og fjörur við Ísland gegna
veigamiklu hlutverki sem uppeld-
isstöð fyrir marga okkar helstu nytja-
fiska 1, 2 ,3, 4). Stofnstærð margra flat-
fiska er í beinu hlutfalli við flatarmál á
heppilegu búsvæði (t.d. sendinn botn
á tilteknu dýpi) fyrir ungviði 5,6,7). Hið
sama gildir um fleiri tegundir t.d. og
ufsa og þorsk 8) þó að sambandið sé
ekki eins sterkt þar sem ungviði
þeirra nýtir fjölbreyttari búsvæði. Af
þessum sökum hafa fjölmargir vís-
indamenn hvatt til þess að varlega sé
farið í að hrófla við mikilvægum bú-
svæðum fyrir ungviði 6, 9, 10).
Ein forsenda fyrir því að koma á
vistfræðilegri nálgun við stjórn fisk-
veiða er að bera kennsl á, varðveita og
endurreisa mikilvæg búsvæði nytja-
stofna 11). Árið 1996 voru sett lög í
Bandaríkjunum til verndar haf-
svæðum og botngerðum sem nauð-
synlegar eru fyrir hrygningu, fæðuöfl-
un og vöxt fiska fram að kynþroska.
Verndun slíkra svæða er hluti af sjálf-
bærri nýtingu fiskistofna 12). Í kjölfar-
ið hafa mikilvæg búsvæði fyrir marg-
ar nytjategundir í Norðvest-
ur-Atlantshafi verið skilgreind 13). Í
framtíðinni er líklegt að krafa um vist-
fræðilega nálgun við stjórnun fisk-
veiða verði hluti af vottun um sjálf-
bæra nýtingu.
Athafnir mannsins, aðrar en fisk-
veiðar, geta haft áhrif á gæði og stærð
búsvæða fiska, t.d. dýpkunarfram-
kvæmdir, efnisnám, kalkþörunganám,
stíflun áa, þang- og þarasláttur, upp-
fyllingar, vegagerð, hafnargerð og
bygging mannvirkja tengd þeim og
sjókvíaeldi.
● Efnistaka úr sjó felst í að dæla
upp sandflákum og malarhjöllum sem
geta verið nauðsynleg búsvæði fisk-
ungviðis, sérstaklega flatfiska og jafn-
vel sandsílis. Hefur efnistaka úr sjó
hér við land einkum átt sér stað í
Faxaflóa.
● Þang og þarasláttur beinist að
mjög mikilvægu búsvæði fyrir smá-
þorsk og fleiri tegundir. Nýleg rann-
sókn frá Vestur-Noregi sýndi að
þorskseiðum (< 15 cm) á svæði þar
sem þari hafði nýlega verið sleginn,
fækkaði um 92% og staðan var
óbreytt að ári liðnu14).
● Í vegagerð hefur þverun fjarða
mest áhrif þegar fjörður er þveraður
utarlega með fyllingum og einni brú,
oftast í miðjunni. Þverun fjarðar get-
ur haft áhrif á strauma inni í firðinum
sem aftur getur leitt af sér breytingar
í botngerð. Í flestum fjörðum er rang-
sælis hringstraumur sem hverfur við
þverunina og mikill straumur undir
brú hefur áhrif á aðgengi eggja, lirfa
og smáfisks að firðinum. Getur til-
tölulega stutt þverun haft áhrif á tölu-
vert mikið flatarmál af grunnsævi ef
fjörðurinn er langur.
● Kalkþörungasvæði eru afar sér-
stök og mikilvæg uppeldis- og bú-
svæði fjölmargra fisktegunda og ann-
arra lífvera. Svæðin hafa nú verið
friðuð með ströndum Evrópu, nema
hér við land. Kalkþörungavinnsla á
sér nú þegar stað í Arnarfirði og enn
frekari vinnsla er fyrirhuguð í Ísa-
fjarðardjúpi.
● Aðaláhrif fiskeldis eru áhrif úr-
gangs á lífríki undir sjókvíum og í
næsta nágrenni. Það ræðst svo að
miklu leyti af dýpi, straumum og
botngerðinni sjálfri hversu víðtæk og
langdregin áhrifin verða. Til viðbótar
koma áhrif erfðamengunar og lyfja-
gjafar (fúkkalyf, lyf gegn laxalús).
Lyfjagjöf gegn laxalús hefur áhrif á
öll krabbadýr, stór og smá, og getur
hún þar með haft áhrif á fæðuframboð
fiskungviðis. Undanfarin misseri hef-
ur átt sér töluverð uppbygging á fisk-
eldi í kvíum á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum og í náinni framtíð eru uppi
hugmyndir um stórfellda uppbygg-
ingu sjókvíaeldis á þessum svæðum.
Erfitt er að meta áhrif fram-
kvæmda á lífríkið fyrirfram. Mikil-
vægt að fram fari umfangsmiklar
rannsóknir á fyrirhuguðu fram-
kvæmdasvæði og hugsanlegu áhrifa-
svæði. Frá 1961 hafa 13 firðir við Ís-
land verið þveraðir með einum eða
öðrum hætti. Í flestum tilvikum fóru
fram litlar eða engar rannsóknir á
botngerð og lífríki þessara fjarða fyrir
þverun og engar með tilliti til bú-
svæða fiskungviðis, þannig að ekki er
hægt að meta hugsanleg áhrif þeirra á
búsvæði fiskungviðis. Á næstu árum
er fyrirhugað að þvera Þorskafjörð,
Djúpafjörð og Gufufjörð í
Austur-Barðarstrandarsýslu vegna
lagningar Vestfjarðavegar milli
Bjarkalundar og Eyrar. Þar hefur
Hafrannsóknastofnun einungis fram-
kvæmt tvær takmarkaðar forathug-
anir á lífríki þessara fjarða með tilliti
til búsvæða fiskungviðis.
Hafrannsóknastofnun hefur verið
falið að áætla burðarþol einstakra
fjarða vegna sjókvíaeldis. Burðarþolið
byggist hinsvegar á straum- og súr-
efnismælingum og lýtur eingöngu að
mati á vatnsgæðum en fram-
kvæmdaaðilum er látið eftir að fylgj-
ast með áhrifum á lífríkið. Varðandi
áhrif fiskeldis er hægt að hafa reynslu
Norðmanna til hliðsjónar. Á fundi
sem sjávarútvegsráðuneytið og Haf-
rannsóknastofnunin efndu til í
Reykjavík 27. september 2017 kom
fram í máli dr. Geir Lasse Taranger,
frá norsku Hafrannsóknastofnuninni,
að í dag er laxalús helsta vandamálið í
norsku eldi. Áhrif sjókvíaeldis á bú-
svæði fiskungviðis hafa hins vegar lít-
ið sem ekkert verið rannsökuð15).
Stofnar fjarðaþorsksins í Noregi
um búsvæðum fiskungviðis á grunn-
sævinu við Ísland á næstu árum er
ekki fyrir hendi og af þeim sökum
þarf að fara enn varlegar en ella.
Sterkar vísbendingar eru um að
verulegur hluti ungviðis þorsks og
fjölmargra annara nytjastofna alist
upp inni á fjörðum og flóum hér við
land.
Mikilvægt er að menn geri sér
grein fyrir því að beinn fjárhagslegur
ávinningur er af því að vernda uppeld-
issvæði nytjafiska.
Heimildir:
1) Bjarni Sæmundsson, 1908
2) Guðrún Marteinsdóttir o.fl., 2000
3) Björn Gunnarsson o.fl., 2010
4) Agnar Ingólfsson, 2010
5) Seitz o.fl., 2014
6) Gibson, 1994
7) Rijnsdorp o.fl., 1992
8) Juanes, 2007
9) Le Pape, 2003
10) Stål, 2007
11) Schmitten, 1999
12) Sustainable fisheries act, 1996
13) NOAA, 2017
14) Lorentsen o.fl., 2010
15) Fisken og Havet, 2016
16) Ólafur Karvel Pálsson, 2004
Björn
Gunnarsson
Höskuldur
Björnsson
Firðir og flóar eru vagga helstu nytjastofnanna
(kysttorsk) hafa verið í slæmu ásig-
komulagi í mörg ár en ástæðurnar
fyrir því eru óþekktar. Barentshafs-
þorskurinn, sem er langmikilvægasti
veiðistofn Norðmanna, elst upp úti á
landgrunninu.
Mikilvægt er að haga fram-
kvæmdum þannig að áhrif á búsvæði
smáfiska verði sem allra minnst og
þar sem mikil verðmæti eru í húfi (sjá
rammagrein) er eðlilegt að lágmarka
vistfræðileg áhrif framkvæmda, jafn-
vel þó að það leiði til verulega aukins
kostnaðar.
● Við þverun fjarða þarf að gæta
þess að brýr séu nægilega margar og
stórar til að straumakerfi fjarðanna
raskist ekki og þar með aðgengi fisk-
ungviðis og náttúruleg botngerð
fjarðanna. Þá ætti jafnframt að skoða
aðrar leiðir, svo sem gangagerð.
● Sjókvíar þarf að staðsetja í
öruggri fjarlægð frá mikilvægum bú-
svæðum smáfisks, eins þang- og þara-
svæðum, sandfjörum og kalkþör-
ungasvæðum. Einnig er mikilvægt að
hafa kvíar í útstreymi úr firði. Mjög
mikilvægt að setja fram kröfur varð-
andi lyfjanotkun en lyf gegn laxalús
hafa neikvæð umhverfisáhrif. Efnin
sem notuð eru í baráttu við lúsina eru
engan veginn sértæk og hafa því haft
áhrif á öll krabbadýr sem fyrir þeim
verða, þar með talið, smá krabbadýr
sem eru mikilvæg fæða fiskungviðis
inni á fjörðum og flóum. Þá hefur ver-
ið bent á hugsanleg áhrif efnanna á
rækjustofna innfjarða.
● Við þang- og þaraslátt hefur ver-
ið reynt að taka tillit til endurnýjunar
svæðanna og ber að halda þeirri vinnu
áfram. Mat á því hve miklu af svæðum
hefur verið raskað á hverjum tíma
þarf að liggja fyrir en forsendan fyrir
slíku mati er heildarkortlagning þess-
ara svæða.
● Kalkþörungar eru mikilvæg bú-
svæði fiskungviðis. Endurnýjun svæð-
anna er mjög hæg og hleypur á árum
og áratugum og því erfitt að réttlæta
vinnslu.
Skilgreining og kortlagning á
grunnsævinu er aðkallandi verkefni
sem er mjög skammt á veg komið hér
við land. Með slíkri kortlagningu
strauma, botngerða og lífríkis, væri
lagður traustur grunnur að skipulagi,
áhættumati, nýtingu og verndun.
Kortlagning er tímafrek og kostn-
aðarsöm, sérstaklega athuganir á
magni seiða sem er mjög breytilegt
milli ára og árstíma.
Varúðarnálgun felur í sér að þegar
skortur er á þekkingu á lífríkinu ber
að fara varlega í að hrófla við nátt-
úrulegu ástandi. Grunnþekking til að
meta áhrif fjölmargra fyrirhugaðra
framkvæmda á hugsanlega mikilvæg-
Ljósmynd/Erlendur Bogason, kafari
Mikilvæg búsvæði Þorskseiði á fyrsta ári á kalkþörungasvæði.
Uppeldissvæði fiska eru fjöl-
breytt og ólík eftir fiskteg-
undum. Sumar tegundir alast
nær eingöngu upp á grunnslóð,
t.d. flestar flatfiskategundir og
ufsi meðan aðrar tegundir finn-
ast bæði á grunnslóð og dýpra
vatni t.d. ýsa og þorskur. Á
grunnslóð halda þorskseiði sig
gjarnan í marhálmi og þara-
skógum meðan skarkolaseiði
eru einkum á sendnum botni. Í
Svíþjóð hefur verið reynt að
meta efnahagslegt mikilvægi
grunnævis10 en vesturströnd
Svíþjóðar var kortlögð með til-
liti til ólíkra botngerða og flat-
armál mikilvægra búsvæða þar
áætlað. Í rannsókninni var með-
al annars lagt mat á framlegð
uppeldissvæða og hve háðar
tegundirnar eru ákveðinni
botngerð. Þorskur sýndi eins og
hér við land tryggð við svæði
sem einkenndust af marhálmi
og þaraskógi en fannst síður á
sendnum botni. Niðurstöðurnar
bentu til að skarkoli væri fyrstu
2 árin mjög háður sendnum
botni á grunnsævi. Var metið að
hver ferkílómetri af sendnum
botni á 0-10 m dýpi við vest-
urströnd Svíþjóðar gæfi af sér
3,7-4,5 milljarða króna (300-360
milljónir SEK) í aflaverðmæti á
55 árum (~ 70 milljónir á ári).
Séu þessar tölur settar í sam-
hengi gæti 1 km2 svarað til ~10
km af sendinni strönd. Við þver-
un Gilsfjarðar var áætlað að um
4,4 % af sendnum leirum á Ís-
landi hefðu lent innan fyll-
ingar4 og farið forgörðum. Ef
gert er ráð fyrir að jafnstórt bú-
svæði skarkolaungviðis hafi
horfið, gæti það þýtt samsvar-
andi minnkun í afla tegund-
arinnar og þar með útflutnings-
verðmæti upp á 100 milljón
krónur á ári.
Mikilvægasti nytjafiskur Ís-
lendinga, þorskurinn, elst upp
við fjölbreytilegri skilyrði en
t.d. skarkolinn þannig að erf-
iðara er að tengja nýliðun við
ákveðin búsvæði. Hér þarf að
grípa til varúðarnálgunar og
haga öllum framkvæmdum
þannig að áhrif þeirra verði lág-
mörkuð. Eitt prósent minnkun í
nýliðun þorsks þýðir um 1 millj-
arðs samdrátt í útflutnings-
verðmæti á ári.
Uppeldis-
svæði fiska
Mikilvægt er að haga framkvæmdum þannig að
áhrif á búsvæði smáfiska verði sem allra minnst og
þar sem mikil verðmæti eru í húfi er eðlilegt að lág-
marka vistfræðileg áhrif framkvæmda, jafnvel þótt
það leiði til verulega aukins kostnaðar.
Höfundar eru starfsmenn
Hafrannsóknastofnunar.
Við tökum út og þjónustum
kæli- og loftræstikerfi
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is