Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 124

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 124
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst 2. Lokuð inni og hótað 3. Skúli mætti með Grímu 4. „Meirihluti íslenskra kvenna hórur“ »MEST LESIÐ Á mbl.is  Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir í Langholtskirkju í 40. sinn um helgina. Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Nobili syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmunds- son. Fyrstu tónleikarnir verða annað kvöld kl. 22, en síðan á laugardag kl. 21 og sunnudag kl. 17. Jólasöngvar í 40. sinn  Söngkeppni framhaldsskól- anna verður end- urvakin á næsta ári en keppnin var ekki haldin í ár, í fyrsta skipti síðan árið 1990. Keppn- in verður haldin á Akureyri en Sam- band íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur fengið utanaðkomandi að- ila til að halda hana. Stefnan er að vekja keppnina aftur til lífs en síð- ustu ár hefur áhugi á henni verið lít- ill. Gert er ráð fyrir að erlendir aðilar úr tónlistarheiminum verði við- staddir keppnina, m.a. fulltrúi frá út- gáfufyrirtæki Simons Cowells. »76 Fulltrúi Simons Cowells á söngkeppni  Boðið er upp á jólabókaupplestur í Bíó Paradís í kvöld kl. 20 og er að- gangur ókeypis. Þar lesa úr verkum sínum þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Adolf Smári Unn- arsson, Hallgrímur Helgason, Fríða Ís- berg, Yrsa Þöll, Valur Gunnarsson og Oddný Eir Ævarsdóttir. Jólastemning hjá Bíó Paradís í kvöld Á föstudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en skýjað með köflum og él við norður- og austurströndina. Frost 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, víða 4-10 m/s, og éljagangur með norðurströndinni og austanlands en yfirleitt bjartviðri sunn- an- og vestanlands. Hiti um og undir frostmarki. VEÐUR „Ég er greinilega búin að stimpla mig inn með þeim bestu,“ sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir, Íslands- methafi í sundi, eftir að hún hafnaði í fimmta sæti í 50 m bringusundi á Evr- ópumeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Kaupmannahöfn í gær. Hrafnhildur tvíbætti Ís- landsmet sitt í keppninni, um nærri 40 hundraðshluta út sekúndu. »1 Fimmta sæti á EM og tvíbætti metið Staða Hauka í dag minnir mjög mikið á stöðu liðsins fyrir 30 árum, þegar Íslandsmeistarabikarinn í körfu- knattleik karla fór í fyrsta og eina sinn hing- að til í Hafn- arfjörðinn. Í dag er fjallað ítar- lega um karlalið Hauka, en það er í toppbar- áttu Dominos- deildarinnar og er komið í undanúrslitin í bikarkeppninni. »2-3 Staða Hauka svipuð og fyrir þrjátíu árum Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska kvennalandsliðinu í hand- knattleik tóku Rússa í kennslusund í handknattleik á heimsmeistara- mótinu í gærkvöldi. Þar með tryggðu Norðmenn sér sæti í undanúrslitum en Rússar pakka saman í dag og halda heim á leið. Noregur mætir Hollandi í undanúrslitum annað kvöld. »1 Þórir og norska lands- liðið á siglingu á HM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og sam- skiptamálum fyrir alþjóðasvið fé- lagsins. „Þetta verður mikil breyt- ing fyrir mig, ný ögrun og aukin tækifæri,“ segir hann. Sagt er um Ólaf að hann virðist geta allt og gera allt. Hann segir það orðum aukið. „Ég hef að vísu komið víða við og sérstaklega tengst hafinu en er lofthræddur og gafst upp á flugnáminu eftir nokkra tíma.“ Prófin gagnast vel Ólafur er með „pungaprófið“ og sérstakt próf í siglingum á vötnum og ám í Evrópu. Hann segist hlakka til að reyna siglingar á prömmum eða skútum á síkjum Hollands og henda sér í Garda-vatnið og önnur slík á meginlandinu. „Það er svo stutt til allra átta frá Rotterdam og ekkert mál að skreppa í helgarferð til nálægra landa án þess að þurfa að fljúga,“ bendir hann á. Þegar Ólafur og Kolbrún Anna Jónsdóttir flugfreyja nutu brúð- kaupsferðar sinnar á Jamaíku fyrir um þremur árum notaði hann tæki- færið og lærði köfun. Hann segir að það komi sér nú vel. „Síðan hef ég kafað í hvert sinn sem við höfum farið á sólarstrendur og nú verður styttra að fara í heitari sjó, ég verð eiginlega á heimavelli.“ Á árum áður vann Ólafur í Hval- stöðinni í Hvalfirði. „Þegar ég var á 14. ári byrjaði ég sem messi á Hval 9, en þegar hvalbátunum var fækk- að missti ég plássið og fór á hval- planið, þar sem ég vann á svoköll- uðu rengisplani, þar sem rengi var skorið niður fyrir íslenskan markað. „Þetta var geggjaður tími.“ Seinna var Ólafur háseti á Pétri Jónssyni frá Reykjavík en ákvað að hætta sjómennsku eftir erfiða lífs- reynslu í snjóflóðinu á Flateyri 1995. Ólafur var einn af stofnendum og eigendum Apple-búðarinnar með vinum sínum en fór svo til starfa fyrir ferðamálaráð í New York í nokkur ár. Ólafur þakkar Ólafi Ófeigssyni, afa sínum og uppalanda, áhugann á öllu sem tengist hafinu. Ólafur skip- stjóri, sem var bróðir Tryggva út- gerðarmanns, tók dóttursynina tvo oft niður á bryggju og út á sjó og kenndi þeim réttu handtökin við veiðina og ekki síst hafði hann gam- an af því að fara með þá bræður að veiða í vötnum og ám. „Hann vildi samt ekki að við legðum sjó- mennsku fyrir okkur,“ rifjar Ólafur upp. Handlagni er Ólafi í blóð borin. Hann gerði til dæmis hús fjölskyld- unnar upp að mestu sjálfur, smíðaði um 150 fermetra pall við það. Ólafur þykir líka afbragðskokkur og hefur gaman af því að fá gesti í mat. „Ég geri meira í höndunum sjálfur en flestir vinir mínir, en það er kannski vegna þess að ég er ör og veð í hlut- ina. Auðvitað rek ég mig oft á en ég læri af mistökunum og held áfram. Þetta er spurning um að hafa gam- an af hlutunum, hvort sem það er að vera í veiði í ró og friði á Þingvalla- vatni eða eltast við hreindýr á Aust- fjörðum, sigla eða elda, kafa í heit- um sjó eða eltast við golfkúlur.“ Á heimavelli í Hollandi  Ólafur W. Hand á vit nýrra ævin- týra í Rotterdam Morgunblaðið/RAX Á Faxaflóa Ólafur William Hand stýrir skútunni Gullfossi, sem er í eigu starfsmannafélags Eimskips, til hafnar. Í Karíbahafi Ólafur kafar í hlýjum sjó innan um kóralrif og skrautfiska. FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.