Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 91
MINNINGAR 91 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 ✝ Haukur Ar-rebo Clausen fæddist 9. október 1959 í Reykjavík. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 30. nóvember 2017. Hann var sonur hjónanna Halldóru Filippusdóttur flugfreyju og Hauks Clausen tannlæknis og ólympíufara. Þau skildu. Haukur átti fimm hálfsystkini; Örn Friðrik, Önnu Marí, Ragnheiði og Þórunni samfeðra og Breka Johnsen sammæðra. Árni Johnsen, eig- inmaður Halldóru, var stjúpfað- ir Hauks frá átta ára aldri. Haukur lauk landsprófi frá Laugarvatni og stundaði síðan nám í Menntaskólanum á Ísa- firði og einnig nam hann raf- iðnaðarfræði í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann tók hlé í iðnnámi vegna alvarlegra veikinda en tók síðan aftur til við nám í Rafiðn- aðarskóla Reykja- víkur. Hann varð nemandi við List- dansskóla Þjóðleik- hússins og tók þátt í nokkrum sýn- ingum. Veikindi bundu enda á þann feril, sem hann sýtti alla tíð. Þótti hann með efnilegri listdönsurum landsins. Haukur starfaði við tölvuvinnslu í nokkur ár en aft- ur settu veikindi strik í reikn- inginn og leiddu til þess að hann varð öryrki. Hann var ógiftur og barnlaus. Útför Hauks verður gerð frá bænahúsinu í Fossvogskapellu í dag, 14. desember 2017, klukk- an 11. Hann var glæsimenni, fríður sýnum, glaðlyndur og ljúfmenni, búinn mörgum kostum sem hann ræktaði þó ekki sérstaklega því hann var sérsinna og fór ekki hefðbundnar leiðir. Á tímabili var hann einn efnilegasti ballettdans- ari landsins og bar þá fas föður síns, Hauks Clausen tannlæknis og ólympíufara, en vegna veik- inda varð dansferill hans ekki langur. Á margan hátt var Haukur einfari, nægjusamur, lítillátur, kurteis og hægur, þótt stundum ætti til að hvessa hressilega þeg- ar mannréttindamál bar á góma. Hann talaði aldrei illa um nokkurn mann og bjó yfir hlýju og góðu hjartalagi. Hann var ekki lánsamur þegar á allt er litið en lét sér lynda. Trygglyndi var ríkt í honum og lítillæti. Það er sökn- uður að Hauki. Hann varð bráðkvaddur 30. nóvember síðastliðinn á 59. ald- ursári. Góður Guð varðveiti Hauk og fylgi honum í hamingju á lend- um eilífðarinnar. Megi góður Guð vernda ástvini hans og ættingja, en það er alveg víst, ef blessaður drengurinn er líkur sjálfum sér, að hann fer ekki með neinum hávaða fyrir há- sæti Drottins, en hann mun tjalda náttúrulegum glæsileik sínum. Árni Johnsen. Haukur A. Clausen ✝ Markús JónIngvason fædd- ist 2. desenber 1954 á Landspítalanum við Hringbraut. Hann lést 1. desem- ber 2017 á Land- spítalanum Foss- vogi. Foreldrar hans eru Ingvi Jónsson, f. 12. nóvember 1921, d. 29. desember 2000, og Inga Magnúsdóttir, f. 17. desember 1933. Markús var elstur þriggja systkina, hin eru Sigríður Guðbjörg, f. 26. október 1963, og Ingólfur Magnús, f. 20. ágúst 1965. Markús kvæntist hinn 9. októ- ber 1976 Guðbjörgu Sveins- dóttur, f. 3. desember 1954. For- september 2010, og d) Mary Mjöll, f. 26. ágúst 2012. 3) Ragn- heiður Ýr, f. 16. júlí 1989, eigin- maður Helgi Freyr Helgason, f. 20. maí 1989, börn þeirra: a) Markús Máni, f. 26. febrúar 2009, b) Áróra Fanney, 25. ágúst 2017. Fyrir átti Guðbjörg soninn Svein Inga Andrésson, f. 10. október 1972, eiginkona hans er Auður Björk Gunnarsdóttir, f. 9. mars 1973. Sonur Sigþór Svavar Jó- hannesson, f. 23. janúar 1995. Markús ólst upp á bænum Kverngrjóti, Saurbæ, Dalasýslu þar til rétt um fermingu þegar hann flutti til Reykjavíkur. Hann fór ungur á sjó, 15-16 ára. Lærði vélvirkjun í Iðnskólanum, fór svo í vélfræði í Vélskóla Íslands og útskrifaðist sem vélfræðingur 1980. Vann á hvalbátunum til 1989, fór þá að vinna hjá Orku- veitu Reykjavíkur og starfaði þar þangað til hann greindist með krabbamein í lok mars 2017. Útför Markúsar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. desember 2017, klukkan 15. eldrar hennar eru Sveinn Kristinsson, f. 12. apríl 1933, og Pálína Guðlaugs- dóttir, f. 7. apríl 1935. Börn Mark- úsar og Guðbjargar eru: 1) Ingvi Þór, f. 9. júní 1977, börn hans og Signýjar Dóru Harðardóttur (skilin): a) Anna María, f. 29. apríl 2000, b) Birna Margrét, f. 23. maí 2004, og c) Emelía Guðbjörg, f. 13. mars 2008. 2) Iða Brá Kuforiji Markúsdóttir, f. 6. desember 1981, eiginmaður Ayodeji Gbem- iniyi Kuforiji, f. 14. mars 1974, börn þeirra: a) Birta Teresa, f. 23. júlí 2001, b) Angela Líf, f. 4. janúar 2008, c) Sean Þór, f. 30. Nú kveð ég föður minn og afa dætra minna, hann var yndisleg- ur maður sem var tilbúinn að að- stoða alla sem þurftu á aðstoð að halda. Ef ég hefði vitað að hann myndi fara svona snemma hefði ég eytt enn meiri tíma með hon- um til að kynnast honum betur og lært meira af honum. Síðustu mánuðir pabba fóru í að undirbúa skemmuna á Eyrarbakka, ég reyndi að fara með honum flestar helgar til að aðstoða hann en það þykir mér dýrmætt í dag því þetta var ómetanlegur tími sem ég átti með honum. Það var alltaf stutt í grínið hjá honum, við systkinin fengum að fara í gegnum Tabasco-smakkið í kringum sjö ára aldur. Þegar það var farið í spólusafnið hans mátti finna grínefni og útvarpsleikrit. Pabbi passaði upp á að taka upp alla grínþætti og áramótaskaup í sjónvarpinu, ef hann var ekki heima vorum við krakkarnir fengin til að sjá um upptökurnar. Ég horfði oft á þættina og hlust- aði á spólur eins og úllen dúllen doff og kaffibrúsakallana, en það voru ekki margir unglingar á mínum aldri sem gátu vitnað í áramótaskaupið 1981. Áður en pabbi fór á sjó las hann inn á seg- ulband Grimmsævintýri sem mamma spilaði fyrir okkur systk- inin fyrir svefninn. Þú varst mér sem vinur, kenn- ari og síðast en ekki síst besti fað- ir sem hugsast getur. Ég lít til þín í uppeldi barna minna og mun gera mitt besta til að vera eins góður faðir og þú. Hvíldu í friði pabbi, ég veit að þú fylgist með okkur og passar. Ingvi Þór Markússon. Elsku pabbi minn. Þó að við höfum vitað af því að það væri ekki mikill tími eftir get ég ekki lýst því hvað sársaukinn er mikill nú þegar þú ert farinn. Ég er engu að síður óendanlega þakklát fyrir þessa mánuði sem við höfð- um eftir að þú greindist. Það var ótrúlegt hvernig þú tókst á þess- um veikindum þínum; þú lést þau ekki stoppa þig í neinu sem þú vildir gera. Hættu nú að vera fúll út í sjálfan þig fyrir að hafa dott- ið, maður er lifandi á meðan mað- ur er lifandi og slysin gerast. Ég er ekki viss um að ég hafi sagt þér frá því hvað ég grét mik- ið þegar þú sagðir mér að þú fengir ekki að koma norður í út- skriftina mína í sumar því þú þurftir að fara í aðgerð nokkrum dögum áður og læknarnir treystu þér ekki í flug. Eða þá hvað ég var glöð þegar ég talaði við þig kvöldið fyrir útskriftina og þá varst þú nýkominn heim af spít- alanum og þér var gefið grænt ljós á að fljúga norður morguninn eftir, sem þú gerðir. Ég er svo þakklát fyrir að þú skyldir geta verið þarna með mér á þessum stóra degi. Elsku pabbi minn, nú þarf ég að kveðja þig í síðasta sinn þótt ég sé alls ekki tilbúin til þess. Það sem ég á eftir er minning um yndislegan föður og góðan mann. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ég elska þig pabbi. Kveðja Iða. Hann pabbi minn var besti pabbinn verð ég að segja, hann var svo blíður og góður við allt og alla, maður með hjarta úr gulli og það er svo sárt að sjá hann fara. Ég hef stutta sögu að segja um okkur saman þegar ég var lítil. Ég man ekki hvaða ár þetta var en ég var allavega nógu göm- ul til að trúa pabba mínum og tilbúin í að fórna namminu mínu í þessa hugmynd hjá honum. Mamma og pabbi fóru með mig í labbitúr í miðbæ Reykjavíkur og þegar við komum á Austurvöll settumst við á bekk við runnana þar. Pabbi segir mér að ef ég gróðursetji kirsuberjahlaupið mitt þá muni vaxa nammitré! Auðvitað gerði ég eins og stríðni pabbi minn stakk upp á og í hvert skipti sem við stoppuðum á Aust- urvelli var leitað að þessu sjald- gæfa nammitré. Þetta hefur alltaf glatt mitt litla hjarta og er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun alltaf sakna pabba og ég verð alltaf litla pabbastelpa, þótt ég verði 100 ára. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Ragnheiður Ýr Markúsdóttir. Með sorg í hjarta kveð ég ást- kæran bróður minn og mág sem lést langt fyrir aldur fram hinn 1. desember síðastliðinn eftir erfið veikindi. Á þessari stundu er ómetan- legt að draga fram allar góðu minningarnar um Markús og fjöl- skyldu í gegnum árin, ekki síst dásamlega viku á Spáni með þeim hjónum í ágúst síðastliðn- um. Elsku mamma, Guðbjörg og fjölskylda, ég bið Guð að gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Sigríður Ingvadóttir og Ásgeir Gísli Gíslason. Það er okkur mikill missir að sjá á eftir þessum gæðadreng sem Markús tengdasonur var okkur. Ótaldar voru heimsóknir hans þar sem rætt var um allt mögulegt. Hann leitaði oft til okkar eftir ráðleggingum og að- stoð og það var gagnkvæmt hjá okkur. Það var okkur mikil gæfa þeg- ar hann kom inn í fjölskylduna. Hann kvæntist Guðbjörgu dóttur okkar og tók að sér Svein Inga son hennar. Fjölskyldan þeirra stækkaði og stækkaði, þau eign- uðust börnin Ingva, Iðu og Heiðu og svo bættust við tengdasynir og -dætur og síðan öll barnabörn- in. Markúsi var einnig mjög um- hugað um mömmu sína og systk- in. Hann var mikill fjölskyldu- maður, það er því skarð fyrir skildi nú þegar hann er falinn frá. Markús var það sem við köll- um „altmuligmand“. Hann var lærður fjórða stigs vélstjóri og það var því leikur einn hjá honum að sjá um vélar, trésmíði, pípu- lagningar og rafmagn. Gegnum tíðina starfaði hann að mestu við vélar. Hann var á millilandaskipi og hann vann einnig á verkstæðinu hjá okkur, á hvalskipunum og var þar með einn af fáum hér á landi sem hafa unnið við gufuvélar. En lengst af starfaði hann hjá Orkuveitunni. Markús kom að uppbyggingu Nesjavallavirkjunar og starfaði þar í fjölda ára. Hann fór svo að vinna í stjórnstöð Orkuveitunnar í Reykjavík. Fyrir um 30 árum byggðu Markús og Guðbjörg sér heimili sitt, fallegt hús í Setberginu í Hafnarfirði. Svo var smíðaður húsbíll og fékk bíllinn nafnið Hlaðgerður, enda að stórum hluta gerður á hlaðinu við húsið þeirra. Þau fóru í margar ferðir um landið á Hlaðgerði og þá oftast með fjölskyldu sinni. Svo fóru þau hjónin eina stóra ævintýra- ferð með Norrænu til Danmerk- ur og Þýskalands með bílinn. Hlaðgerður bilaði smávegis í ferðinni en það var ekkert sem Markús réð ekki við. Þrátt fyrir ungan aldur þá voru Markús og Guðbjörg farin að undirbúa efri ár. Þau keyptu sér hús á Eyrar- bakka sem þau voru að stand- setja og voru þegar farin að njóta þess að vera þar. Það var mikið áfall þegar Markús greindist með fleiður- þekjukrabbamein. En hann var fljótur að ákveða að lifa lífinu lif- andi en ekki að leggjast í kör. Hann var ekki fyrr kominn af spítalanum en hann var farinn að fást við eitthvert verkefni. Það var svo margt ógert í húsinu á Eyrarbakka og ýmislegt annað sem þurfti að klára heima í Hafn- arfirði. Þegar meðferðirnar gerðu Markús orkulítinn þá kom hann oft í heimsókn til okkar meðan hann var rólfær og mikið þótti okkur vænt um að hann kvaddi okkur alltaf með faðmlögum. Elsku Guðbjörg okkar, Sveinn Ingi, Ingvi Þór, Iða Brá, Ragn- heiður Ýr, tengdabörn og barna- barnabörn. Við hugsum einnig til ykkar Ingu, Inga Magga og Siggu. Góður maður er genginn en hann mun lifa í hjörtum okkar allra. Samúðarkveðjur, Pálína og Sveinn. Í dag kveðjum við Markús mág okkar með söknuði. Við sáum hann fyrst þegar hann mætti á þessum líka rosa- lega kagga að sækja Guðbjörgu systur okkar. Þetta virtist ekki beint vænlegur kostur svona við fyrstu sýn. En það tók Krúsa ekki langan tíma að vinna sam- þykki okkar. Hann hafði svo góða nærveru og þægilegt viðmót. Það fór lítið fyrir honum en stærri sál höfum við ekki kynnst. Það var alltaf stutt í hláturinn og hann átti auð- velt með að sjá spaugilegu hlið- arnar á lífinu. Við þökkum góð kynni og skemmtilegar stundir. Krúsi naut þess að vera með fjölskyldu sinni og barnabörnin áttu stóran hlut í hjarta hans. Hann og Guðbjörg systir voru ekki bara hjón heldur líka góðir félagar. Missir systur okkar, barna þeirra og barnabarna er því mikill. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Guðbjörg, Svenni, Ingvi, Iða, Heiða, tengdabörn, barnabörn og kæra Inga, Sigga og Ingi Maggi, hugur okkar er hjá ykkur og megi guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorg ykkar. Ragnheiður, Helga, Kristín, Lilja og Ásdís og fjölskyldur. Í dag kveðjum við Markús með miklum söknuði en um leið þakk- læti fyrir allar minningarnar. Ég man að þegar ég heyrði fyrst af veikindum þínum hugsaði ég með mér að þú myndir nú sigrast á þessum krabba alveg eins og þeim síðasta. Allar stelp- ur horfa upp til pabba síns og sjá hann sem hetjuna, einu ofurhetj- una í heiminum, og þú varst pabbi hennar Heiðu, að sjálf- sögðu myndir þú vinna þessa bar- áttu. Og að mörgu leyti gerðir þú það. Þú háðir þessa baráttu af miklu æðruleysi, á þínum for- sendum, þú áttir síðasta orðið í þinni baráttu. Það rifjaðist upp fyrir mér gamalt orðatiltæki þegar við stóðum við rúmið þitt og kvödd- um þig í síðasta skipti: „Þegar þú komst í heiminn varstu grátandi en allir í kring brosandi, lifðu líf- inu þannig að þegar þú kveður verðir þú brosandi og allir í kring grátandi.“ Þetta rifjaðist upp fyr- ir mér því það var varla pláss fyr- ir okkur öll sem komum til þín á þessum síðasta degi þínum í þessu lífi. Þú hefur gefið okkur öllum svo dýrmætar minningar, þú varst límið sem hélt fjölskyld- unni saman og mun ég gera mitt besta til að taka við keflinu. Elsku amma, Guðbjörg, Heiða, Iða, Ingvi og Sveinn Ingi, ég bið Guð að veita ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Inga Hrönn Ásgeirsdóttir. Markús Jón Ingvason Mamma okkar flytur til Íslands frá Færeyjum mjög ung að árum. Hún var mjög fljót að aðlagast lífinu á Ís- landi og talaði lýtalausa íslensku. Hún var frekar lágvaxin kona, skemmtileg og ákaflega geðgóð. Þessari litlu sterku konu tókst að halda utan um fjölskyldu sína af einstakri eljusemi, þótt oft væri þröngt í búi. Hún var okkar stoð og stytta í gegnum barnæskuna og fullorðinsárin. Þegar við systkinin hugsum til mömmu koma upp margar góðar minningar. Heimsóknirnar til ömmu á sunnudögum, þar sem við borðuðum góðu pönnukökurnar hennar ömmu, lágum yfir púslu- spili eða spiluðum spil. Þær mæðgur voru mjög samrýmdar og þetta voru frábærar stundir. Önnur góð minning er þegar syst- ur mömmu komu í heimsókn. Írena frá Færeyjum og Amý frá Skagaströnd. Þá var setið í eld- húsinu yfir skerpikjöti, drukkið te og töluð færeyska. Það var glatt á hjalla og mikið hlegið. Móðir okkar var einstaklega hjálpleg og frábær amma sem var Artha Rut Eymundsdóttir ✝ Artha Rut Ey-mundsdóttir fæddist 2. janúar 1941. Hún lést 25. nóvember 2017. Útför Örthu fór fram 11. desember 2017. mjög þolinmóð og elskaði að sinna barnabörnunum og taka þátt í þeirra uppátækjum og leikjum. Mamma var hrók- ur alls fagnaðar þar sem hún var og hafði skemmtilegan húm- or. Hún var vel liðin á öllum sínum vinnu- stöðum og seinna meir á Vitatorgi og á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún bjó síðustu æviárin. Við systkinin viljum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem sinntu henni síðustu árin og sem bjuggu yfir einstakri þolinmæði og um- hyggju í hennar garð. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið; gleymdu‘ ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. Leggjum svo kinn við kinn, komdu með faðminn þinn. Hátt yfir hálsinn minn, hönd þína breið. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. Kveðja, elsku mamma, Rakel, Björg og Ólafur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.