Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 116

Morgunblaðið - 14.12.2017, Blaðsíða 116
116 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Fuglamálari ræðst í að túlka sögustaði Sunnudagur: Skútustaðir. Geri 4 teikningar. Byrja úti en verð að hætta vegna úrkomu. Teikna frá gluggum þinghússins 2 myndir, lýk við þær frá tjaldinu og teikna bæinn frá bílnum. Úði allan dag- inn. Ólafur og Ágúst hafa verið úti að veiða og koma heim með 2 sil- unga, samanlagt 2 pund … um það bil jafn stóra. Kríur, gulönd með fleyga unga. Skúf- endur, dugg- endur, margar rauðhöfða- endur, nokkr- ar stokkendur, urtendur. Graf- endur, duggendur, máríuerlur, þúfutittlingar, hrafnar, svartbak- ar, 10-12 álftir langt úti við Blá- fjall á tjörn á enginu. Lóur, flór- goðar. Danski myndlistarmaðurinn Jo- hannes Larsen (1867-1961) hripar þessa færslu í dagbókina síðasta dag ágústmánaðar 1930, næstsíð- asta daginn sem hann vinnur að viðamiklu Íslandsverkefni sínu, teikningum í þriggja binda Íslendingasagnaútgáfu danska for- lagsins Gyldendal sem kom út árin 1930 til 32. Hann var við að ljúka vinnuferðum sem tóku lungann úr sumrunum 1927 og 1930 og í færslunni koma saman áhugamál hans; listsköpunin sem hann sinnti af aðdáunarverðri elju þessi köldu og votviðrasömu sumur, fuglalífið – enda Larsen þekktur í heima- landinu sem „fuglamálarinn“ – og bragðgóð villibráð. „Þetta eru langir vinnudagar,“ skrifar Larsen fyrr þetta sama sumar eftir erfiða ferð í Hítardal þar sem hann þurfti að einbeita sér mjög með pennastöngina. Og hann gæti hafa sagt það um flesta daga ferðalagsins þar sem hann var nær daglega á ferðinni, stund- um skröltandi í bílum eftir illa færum vegaslóðum en annars á hestbaki, sífellt að nema staðar til að draga upp nýjar myndir sem lýsa landinu og staðháttum sagn- anna af mikilli nákvæmni. Þegar Johannes Larsen lagði upp í fyrri Íslandsferðina var hann á sextugasta aldursári og einn virtasti listamaður Dana. Rithöf- undarnir Gunnar Gunnarsson og Johannes V. Jensen voru hvata- mennirnir að útgáfu Gyldendal á nýjum þýðingum helstu Íslend- ingasagnanna og þeir töldu Larsen á að vinna myndskreytingar fyrir verkið. Listamaðurinn var þekktur sem einn Fjónsmálaranna svoköll- uðu og hafði frá unga aldri ein- beitt sér að því að túlka danskt landslag og náttúru á blæ- brigðaríkan hátt, með sérstakri áherslu á fugla. Hann hafði áður tekið að sér að myndskreyta bæk- ur, meðal annars stórvirki um dönsku eyjarnar, og var með í leiðangri til Grænlands þar sem hann dró upp myndir af fuglum. Larsen var því ekki ókunnugur verkefnum eins og því sem hann tók að sér að vinna á Íslandi en það reynst þó talsvert viðameira en hann gerði sér grein fyrir í upphafi. Verkið teygðist yfir tvö sumur og ferðalagið um Ísland var aldrei auðvelt þótt Larsen hafi notið þess að kynnast landinu og sögunum. Ólíkt mörgum erlendum ferðalöngum sem áratugina á und- an höfðu lagt leið sína til Íslands vegna áhuga á Íslendingasög- unum, eins og til að mynda bresku listamennirnir William Morris (1834-1896) og W.G. Collingwood (1854-1932), hafði Larsen ekki les- ið sögurnar fyrr en hann lagði upp í ferðina en kynnti sér þær þá jafnóðum og hann fór á milli staða þar sem þær eru sagðar gerast. Fyrra sumarið, 1927, þurfti Lar- sen að snúa fyrr heim til Dan- merkur en hann hafði ætlað, þar sem sú harmafregn barst honum til Stykkishólms að Alhed eig- inkona hans lægi fyrir dauðanum – hún lést áður en hann náði til hafnar. Þá hafði Larsen aðeins dregið upp myndir á Suðurlandi og á hluta fyrirhugaðra viðkomu- staða á Vesturlandi. Hann sneri því aftur þremur árum síðar til að ljúka verkinu, beygður maður eftir fráfall eiginkonunnar. Með í för var sami aðstoðarmaður og fyrra sumarið, Ólafur Túbals myndlist- armaður og bóndi í Múlakoti í Fljótshlíð (1897-1964). Þeir ferð- uðust aftur um Suður- og Vest- urland og svo áfram austur eftir Norðurlandi uns leiðangrinum lauk við Mývatn þar sem Larsen dró sama daginn upp fjórar mynd- ir við Skútustaði og skráði í dag- bókina allar fuglategundir sem hann sá. Það var vani hans þessi tvö sumur að skrá flesta daga hvaða fugla hann sá og hvað hann fékk að borða. Að ferðalögunum loknum hafði hann gert 307 tús- steikningar með pennastönginni, 188 þeirra birtust í útgáfu Gyld- endal og hafa lesendur sagnanna síðan dáðst að meistaralegum tök- um listamannsins á forminu, hvernig hann dregur upp og lýsir landi og stöðum á hlutlægan, blæ- brigðaríkan og fágaðan hátt. Í hnökralausum línum og kross- skyggingum birtast fjöll, hagar, vötn og ský, það glittir stundum í bæi eða önnur mannvirki – stöku fuglar birtast líka fallega dregnir á myndunum en ritstjóranir báðu Larsen samt um að einbeita sér að landinu, ekki fuglum. Síðan þá hafa nokkrar Íslands- teikninganna birst á sýningum, einnig nokkrar sem ekki eru í bók- unum. Eftir lát Larsen komust teikningarnar í eigu erfingja hans en meðan hann lifði bauð listamað- urinn gestum sínum í Kerteminde á Fjóni stundum að fara í gegnum möppurnar með þeim öllum, af- rakstur erfiðrar vinnu sumranna á Íslandi. Listmálarinn Kjeld Hel- toft lýsti slíkri heimsókn og sagði að við fyrstu sýn kynnu teikning- arnar að virðast svolítið þurrlegar en síðan varð hann „án þess að fá við það ráðið, gripinn af þeim ákafa og krafti sem býr í hlutlægri framsetningunni. Og smám saman blasti myndröðin við sem löng, áköf en feimnisleg ástarjátning til mikilfenglegs landslags“. Feimnisleg ástarjátning til mikilfenglegs landslags Sumrin 1927 og 1930 fór danski myndlistarmaðurinn Johannes Larsen (1867-1961) um Ísland og teiknaði myndir fyrir Íslendinga- sagnaútgáfu Gyldendal. Ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson fór um Ísland með Larsen sumrin 2014 og 2015, innan sama tíma- ramma og hann vann hér á 20. öldinni, og lauk síðan við verkið með tólf vikna ferðalagi milli sögustaðanna árið 2016. Birt með leyfi Johannes Larsen Museet Johannes Larsen Ós Hvítár í Borgarfirði við Hafnarfjall og Borgarnes, 31. júlí 1927. Birt með leyfi Johannes Larsen Museet Johannes Larsen Frá Káragerði að Bergþórshvoli, 12. júlí 1927. Einar Falur Ingólfsson Einar Falur Ingólfsson Frá Bergþórshvoli að Káragerði. (23.6. 2016) Einar Falur Ingólfsson Einar Falur Ingólfsson Linda María Ásudóttir og Harpa Rut Jónasdóttir í Borgarnesi. Hafnarfjall í suðri. (16.6. 2016)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.