Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Drög að deiliskipulagi að fyrsta áfanga uppbyggingar í Gufunesi hafa verið kynnt. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði af- þreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig er gert ráð fyrir íbúðarbyggð, hótelstarfsemi, verslun og þjónustu. Í 1. áfanga er gert ráð fyrir allt að 450 íbúðum. Nýlega voru opnuð til- boð vegna jarðvinnu við fyrsta áfang- ann. Kynningarfundur fyrir almenning var haldinn fimmtudaginn 7. desem- ber síðastliðinn í Hlöðunni við Gufu- nesbæ. Gert er ráð fyrir, í framhaldi af fundinum, að vinna tillöguna og kynningargögn áfram. Gera má ráð fyrir að fljótlega á næsta ári verði til- laga formlega lögð fram til umfjöll- unar í umhverfis- og skipulagsráði. Ráðið tekur þá ákvörðun um hvort og þá hvenær eigi að auglýsa tillögu að breyttri landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýtt deili- skipulag fyrir byggð í Gufunesi, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Vannýtt iðnaðarsvæði“ Í kynningu að nýju aðalskipulagi segir að Gufunes sé vannýtt iðnaðar- svæði. „Í samræmi við markmið aðal- og svæðisskipulags um sjálfbæra borgarþróun og endurnýtingu úr sér genginna svæða (brownfield) er eðli- legt að svæðið verði endurnýjað fyrir þéttari og blandaðri byggð,“ segir í kynningunni. Í mars 2013 skipaði borgarstjóri hóp til að fjalla um tækifærin í Gufu- nesi, framtíðarsýn þess og útivistar- svæði í grennd við Gufunesbæinn. Jafnframt að kanna nýtingarmögu- leika á svæði gömlu öskuhauganna og svæði gömlu Áburðarverksmiðju ríkisins, en framleiðslu á áburði var hætt þar árið 2002. Borgarráð samþykkti árið 2015 samning við RVK studios, fyrirtæki Baltasars Kormáks, um kaup á fast- eignum í Gufunesi undir kvikmynda- ver í ákveðnum byggingum á svæð- inu og vilyrði fyrir stærra svæði austan bygginganna. Kvikmynda- verið yrði hluti af framtíðarmynd Gufunessvæðisins og var ein af grunnforsendum í samkeppni sem efnt var til. Byggingarnar eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar en til stendur að selja byggingar sem tengjast kvikmyndaveri/þorpi. Nú- verandi hagsmunaaðilar á svæðinu eru með mislanga leigusamninga en uppsegjanlega á nokkrum árum. Síðari áfangar Gufunessvæðisins fara væntanlega í skipulag þegar Ís- lenska gámafélagið (ÍG) víkur af svæðinu, en gert er ráð fyrir að það verði árið 2022. Haldin var hugmyndasamkeppni árið 2016 um heildarskipulag Gufu- nessvæðisins. Meginmarkmið sam- keppninnar var að skoða hvernig svæðið myndi nýtast best fyrir nær- liggjandi hverfishluta í Grafarvogi og borgina í heild, og var leitast eftir sterkri heildarsýn fyrir Gufunes- svæðið. Dómnefnd ákvað að veita hollensku arkitektastofunni jvant- spijker + Felixx fyrstu verðlaun. Að mati dómnefndar sýndi vinnings- tillagan einstaklega vandaða vinnu og tókst það vandasama verk að vera frumleg á sama tíma og hún fer vel með anda staðarins. Gengið er út frá því að væntanleg Sundabraut muni liggja um Gufu- nesið. Helgunarsvæði Sundabrautar er sýnt sem 60 metra belti og er gert ráð fyrir að fyrirhuguð gatnamót rúmist innan þess. Sem kunnugt er mun Sundabrautin liggja frá Sunda- höfn í Reykjavík, yfir eyjar og nes í Kollafirði og upp á Kjalarnes. Erf- iðlega hefur gengið að koma á við- ræðum milli ríkis og borgar um fram- gang þessa máls. Nýlega voru opnuð hjá inn- kaupadeild Reykjavíkurborgar tilboð í verkið „Gufunes. Gatnagerð, jarð- vinna og veitur 1. áfangi“. Alls bárust sex tilboð í verkið. Auðverk ehf. átti lægsta tilboðið, 49,3 milljónir króna, sem var 69,3% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 71 milljón. Næst- lægsta tilboðið kom frá Gleipni verk- taka ehf, 53,6 milljónir. Innkauparáð borgarinnar samþykkti á fundi sínum 7. desember að taka tilboði Auðverks. Uppbygging skref fyrir skref  Drög að deiliskipulagi að fyrsta áfanga uppbyggingar í Gufunesi hafa verið kynnt  Tillagan verður væntanlega auglýst á næsta ári  Samið við verktaka um 1. áfanga jarðvinnu á svæðinu Tölvumynd/jvantspijker + Felixx Vinningstillagan Gert er ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar, íbúðarbyggð, hótelstarfsemi, verslun og þjónustu á svæðinu. Borgarráð samþykkti á fundi sínum nýlega tillögu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar að veita tveimur fyrirtækjum vil- yrði fyrir lóð á svæði gömlu Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi. Um er að ræða fyrirtækin Sonik tækni ehf. sem hyggst reisa byggingu allt að 1.800 fermetra að grunnfleti og Exton ehf. sem hyggst reisa bygg- ingu sem verður allt að 2.500 fer- metrar að grunnfleti. Sonik tækni er fyrirtæki byggt á fyrrverandi tækjaleigu Nýherja. Meginstarfsemi fyrirtækisins er að leigja út og þjónusta hljóð-, mynd-, túlka-, vefútsendinga- og ljósabún- að fyrirviðburði, ráðstefnur og sjónvarp. Á undanförnum árum hef- ur fyrirtækið séð um stórar ráð- stefnur og viðburði, svo sem fyrir Norðurlandaráð, Nato, Símann og fleiri. Exton er 25 ára gamalt fyrirtæki. Innan þess eru tvö svið, sölu- og lausnadeild og leigudeild. Fyrr- nefnda deildin sérhæfir sig í hönn- un búnaðar sem tengist ljósum, hljóði og myndbúnaði. Leigudeildin leigir búnað til kvikmyndaverk- efna, stórtónleika og fleira í þeim dúr. Deildin sá t.d. um allan búnað á tónleikum Justin Bieber, Justin Timberlake og Rammstein, sem haldnir voru hér á landi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Vesturför 30C í Kópavogi og hefur starfsemnin sprengt utan af sér húsnæðið. Starfsmenn eru rúmlega 30 talsins. Fram kemur í greinargerð skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar að- Reykjavíkurborg hafi með stefnu- mörkun og skipulagssamkeppni ákveðið að á nýjum lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð með einum eða öðr- um hætti. Nú þegar hafa tvö fyrir- tæki komið sér fyrir á svæðinu, Reykjavík Studios ehf. og Kukl ehf. sem bæði séu ákveðin kjölfesta fyrir áframhaldandi þróun svæðisins. Sonik og Exton séu fyrirtæki á sviði hljóð- og kvikmyndavinnslu og starfsemi þeirra falli því vel að þró- un og uppbyggingu kvikmynda- þorps í Gufunesi. Framkvæmdir eru hafnar Framkvæmdir við að breyta gömlu Áburðarverksmiðjunni í kvikmyndaver hófust síðastliðið vor. Tæki og búnaður verksmiðj- unnar var tekinn niður og fjar- lægður til að rýma fyrir hinu nýja hlutverki. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í viðtali í sumar að mikill áhugi væri meðal kvikmyndafólks að hasla sér völl í Gufunesi. Verð byggingarréttarins fyrir lóðir Sonik tækni ehf. og Exton ehf. verður ákveðið með mati tveggja löggiltra fasteignasala þegar út- hlutun lóðarinnar fer fram. Lóð- arvilyrði þetta er tímabundið og gildir í tvö ár frá því að deiliskipu- lag hefur tekið gildi með auglýs- ingu í B-deild stjórnartíðinda. Fyr- irtækin tvö geta, eftir gildistöku deiliskipulagsins og í tvö ár þaðan í frá, óskað eftir úthlutun lóðarinnar. sisi@mbl.is Tölvumynd/jvantspijker + Felixx Bílabíó Einn af þeim möguleikum sem sýndir eru í kynningu á nýju skipu- lagi í Gufunesi. Búist er við því að hverfið verði fjölsótt af almenningi. Mikill áhugi er á lóðum í Gufunesi  Borgarráð úthlutar tveimur lóðum Heimilislíf eru nýir þættir á Smartlandi í umsjón Mörtu Maríu Jónasdóttur. Í þáttunum heimsækir Marta María áhugaverða Íslendinga sem eiga það sameiginlegt að hafa unun af því að gera vistlegt í kringum sig. Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur sem teiknuð var af Sigvalda Thordarsyni. - vinsælasti vefur landsins GESTUR HEIMILISLÍFS ER BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR NÝIR SJÓNVARPSÞÆTTIR Á SMARTLANDI SMARTLAND MÖRTUMARÍU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.