Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 6

Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Fljótasigling á Rín sp ör eh f. Sumar 23 Við líðum eftir Rín, einu stærsta fljóti Evrópu og virðum fyrir okkur einstaka fegurð Rínardalsins. Daglega bíða okkar nýir og spennandi áfangastaðir, en á fögrum bökkum Rínar eru ótal sögufrægir staðir sem við munum fræðast um í ferðinni.Við gistum allar fimm nætur ferðarinnar um borð í fljótaskipinu MS Gérard Schmitter sem leggur frá Strassburg. 4. - 9. september Fararstjóri: Ingis Ingason Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 212.700 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Sigurlás Þorleifsson, skólastjóri í Vest- mannaeyjum, er látinn. Hann varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti í Eyjum síðastliðið þriðjudagskvöld, 24. apríl. Sigurlás var fæddur í Vestmanna- eyjum 15. júní 1957, sonur hjónanna Þorleifs Sigurlássonar og Aðal- heiðar Óskarsdóttur. Hann lauk prófi frá Íþróttakennaraskóla Ís- lands að Laugarvatni árið 1980 og aflaði sér seinna réttinda til kennslu í grunn- og framhalds- skóla. Sigurlás var íþrótta- og bekkjar- kennari við Barnaskóla Vestmanna- eyja frá 1980 til 1984 og frá 1988 grunnskólakennari við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum, Álftanesskóla og Garðaskóla í Garðabæ allt fram til ársins 1999. Það ár tók hann við starfi aðstoðarskólastjóra Hamarsskóla í Eyjum sem hann gegndi til ársins 2006, þegar skólinn var sameinaður öðrum undir nafni Grunnskólans í Vestmannaeyjum. Þar var Sigurlás aðstoðarskólastjóri fram til 2013 er hann tók við starfi skólastjóra sem hann gegndi fram á síðasta haust. Þá fór hann í leyfi til náms við Háskóla Íslands, en hugðist snúa aftur til starfa við grunnskól- ann á komandi hausti. Um langt árabil lék Sigurlás með meist- araflokki ÍBV í knatt- spyrnu og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu árið 1981. Hann varð þrívegis markakóngur efstu deildar Íslandsmótsins, fyrst árið 1979 þegar hann lék eitt ár með Víkingi, og síðan aftur með ÍBV árin 1981 og 1982. Hann var lengi markahæsti leikmaðurinn í sögu fé- lagsins og er í dag þriðji markahæst- ur Eyjamanna í efstu deild með 60 mörk. Þá er hann sextándi marka- hæsti leikmaðurinn í sögu efstu deild- ar karla á Íslandi með alls 70 mörk fyrir ÍBV og Víking. Sigurlás lék á þessum árum 10 landsleiki fyrir Íslands hönd og skor- aði í þeim tvö mörk, bæði árið 1980 í leikjum við Færeyjar og Noreg. Hann var leikmaður og þjálfari Sel- foss árið 1983 og lék í nokkur ár í Sví- þjóð með liðinu Vasalund. Eftirlifandi kona Sigurláss er Guð- rún Karen Tryggvadóttir stuðnings- fulltrúi. Þau eignuðust fjögur börn; Jónu Heiðu, Söru, Kristínu Ernu og Þorleif. Fyrir átti Sigurlás dótturina Kolbrúnu. Andlát Sigurlás Þorleifsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Þetta stressar mig frekar mikið enda býður heimaþjónustan upp á svo margt sem ég kann ekki,“ segir Birgit Rós Becker, sem á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum. 95 ljósmæður í heimaþjónustu við sængurkonur lögðu niður störf á mánudag og munu ekki taka til starfa aftur fyrr en nýr samningur verður undirritaður við Sjúkra- tryggingar Íslands. Velferðarráðu- neytið fól Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjón- ustu við sængurkonur og börn þeirra þar til samningur næst. Til að mæta því hefur verið reynt að lengja legu sængurkvenna, sérstaklega frumbyrja og þeirra sem þurfa á því að halda. Aðrar nýbakaðir foreldrar eru sendir heim með hvítvoðunga sína án heimaþjónustu. Ef þeir þurfa aðstoð geta þeir haft samband við ungbarnavernd heilsugæslunnar. Settur dagur hjá Birgit var á þriðjudaginn. „Maður hálfpartinn krossleggur fætur og vonar að barn- ið verði í rónni næstu daga á meðan leyst er úr þessu,“ segir Birgit kank- vís. „Þetta ástand með heimahjúkr- unina stressar mig en ég reyni að líta á björtu hliðarnar og vonast til að þetta reddist. Ég er alveg reynslulaus og veit ekki allt sem þær sem eru að eignast sitt annað eða þriðja barn vita, eins og með brjósta- gjöfina og að baða barnið.“ Umræða í bumbuhópi Birgit finnst ekki spennandi að þurfa að liggja lengur inni á Land- spítalanum en annars hefði verið, sérstaklega ef fæðingin gengur eðli- lega fyrir sig. „Ef ég þarf að vera þarna inni í einhvern tíma ætla ég ekki að pirra mig á því og láta það eyðileggja fyrstu dagana með barninu.“ Birgit er í bumbuhópi á Facebook með öðrum konum sem eiga von á sér í apríl. Hún segir að þær sem fæddu í vikunni segi ástandið á Landspítalanum allt í lagi, þær hafi ekki upplifað troðning eða skerta þjónustu. „Sumar lýsa áhyggjum sínum yfir sængurlegunni í bumbu- hópnum en þær sem eru búnar að eiga segja það ekki eins slæmt og búast má við að vera lengur á spít- alanum. Það leggst aftur á móti illa í flestar að þurfa að fara með nýfætt barn upp á heilsugæslu á hverjum degi innan um veikt fólk til að fá eft- irlitið sem annars væri í heimaþjón- ustunni. Þær vilja frekar geta verið heima hjá sér í ró og næði.“ Birgit segir að það sé augljóst á umræðunni í bumbuhópnum að samningadeilur ljósmæðra stressi allar verðandi mæður en sérstaklega þær sem eiga von á sínu fyrsta barni. Hjá fæðingarheimilinu Björkinni hafa ljósmæður ekki orðið varar við aukna eftirspurn verðandi foreldra síðan vinnustöðvun ljósmæðra í heimaþjónustu hófst. Þar eru ljós- mæður líka aðilar að samningnum við Sjúkratryggingar Íslands og á meðan samningar nást ekki er ekki tekið við nýjum skjólstæðingum í Björkinni en þeim skjólstæðingum er sinnt sem voru hjá fæðingarheim- ilinu áður en til vinnustöðvunar kom. „Þetta ástand stressar mig“  Verðandi mæður áhyggjufullar vegna skorts á heimaþjónustu  Viðræður í gangi til að leysa deiluna um kjör heimaljósmæðra  95 ljósmæður í verkfalli Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhyggjufull Birgit Rós Becker á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum og segir ljósmæðradeiluna stressa sig. Verjandi Sindra Þórs Stefáns- sonar í Hollandi, Michiel M. Kuyp, segir í samtali við mbl.is að skjól- stæðingur sinn hafi lýst yfir að hann sé reiðubúinn að fara sjálf- viljugur til Íslands og verður því framseldur til íslenskra yfirvalda innan 20 daga. Framsalsbeiðni vegna Sindra var send yfirvöldum í Hollandi í fyrradag. Kyup segir handtöku Sindra í Hollandi hafa verið afar sérkenni- lega og grunar hann íslensku lög- regluna um að hafa átt þátt í henni. „Það sem gerðist er að lög- reglan í Amsterdam handtók hann eftir frásögn vitnis um að hann hefði séð mann sem væri eftir- lýstur á Íslandi. Þetta var mjög sérkennilegt, þar sem það voru mun meiri upplýsingar í mála- skránni en einhver vegfarandi gæti vitað. Okkur grunar þess vegna að lögreglan á Íslandi hafi hugsanlega elt hann uppi í Amst- erdam. Það er ólöglegt athæfi. Ég gerði þess vegna verulegar at- hugasemdir við handtökuna í dóm- sal,“ segir Kuyp. Sindri til- búinn að koma heim  Verjandi segir handtöku vafasama Drög liggja fyrir að samningi á milli sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um fyrirkomulag þjónust- unnar. Þetta sagði Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar, í gærkvöldi. Fundað var með Sjúkratryggingum í gær þar sem farið var yfir málið og reynt að finna lausn innan þess ramma sem velferðarráðuneytið hefur sett. „Við fórum vel yfir drögin og erum núna að fara að kynna þau fyrir ljós- mæðrunum og það verður síðan bara að koma í ljós hvernig þeim líst á þetta.“ Arney sagði aðspurð alls óvíst hver niðurstaðan yrði og hún lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun, en fundahöld stóðu þá enn yfir. Drög að samningi liggja fyrir KJARADEILA HEIMALJÓSMÆÐRA „Ég hef upplifað miklar breytingar á þessum hundrað árum,“ segir Guð- rún Glúmsdóttir á Hólum í Reykja- dal í Suður-Þingeyjarsýslu, sem varð hundrað ára í gær. Nánustu fjölskyldu hennar var boðið í afmæl- iskaffi í gær heima á Hólum þar sem Guðrún býr með sínu fólki. Hún á þrjá syni sem allir búa í Reykjadal en afkomendurnir eru 14 talsins. Langlífið þakkar Guðrún meðal annars mataræðinu. „Fiskur var mjög oft í matinn á mínu æskuheim- ili,“ segir Guðrún, sem er frá bænum Vallakoti í Reykjadal. Hún giftist ár- ið 1945 Haraldi Jakobssyni, bónda á Hólum, þar sem þau bjuggu alla tíð. Haraldur lést 1996. „Ég hafði alla tíð ánægju af bú- störfunum, til dæmis heyskapnum, og hér heima við hef ég haft gaman af hannyrðum, til dæmis að prjóna. Einu sinni komst ég til Danmerkur en svo hef ég líka ferðast talsvert hér innanlands,“ segir Guðrún, sem er þokkalega ern miðað við aldur. Kveðst þó þreytast fljótt og heyrnin sé farin að gefa sig. sbs@mbl.is Ljósmynd/Haraldur R. Sverrisson Öld Guðrún Glúmsdóttir með fal- legan blómvönd á afmælisdeginum. Þakkar fiskinum langlífið  Guðrún Glúms- dóttir 100 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.