Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta mál sýnir að þú þarft að vera á varðbergi með það hverjum þú getur treyst. Ég gerði mistök með því að treysta fólki sem ég þekkti, það gerist jafnvel í 1.200 manna þorpi norður við heimskautsbaug. Ég sit uppi með þann skaða,“ segir Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði. Á dögunum staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá því í apríl 2017 í máli sem Rauðka ehf., félag í eigu Ró- berts, höfðaði gegn Bás ehf. Krafðist Rauðka viðurkenningar á því að samningur hefði verið í gildi milli félaganna tveggja um að Bás sæti einn og án útboðs að allri jarðvegsvinnu og steypusölu vegna umfangsmikilla framkvæmda við hótel og golfvöll á Siglufirði gegn því að flytja starf- semi sína af núverandi athafna- svæði félagsins á Egilstanga. Þá myndi Rauðka kaupa þær eignir Báss sem eftir stæðu og hann gæti ekki nýtt. Niðurstaða dómsins er á þá leið að röksemdir Rauðku um að samn- ingar félagsins við Magnús Jóns- son, sem hafi komið fram fyrir hönd Báss, standist ekki þar eð hann hafi verið búinn að selja hlutafé sitt í fyrirtækinu og látið af störfum sem framkvæmdastjóri. Þá þykir ósann- að að Bás hafi skuldbundið sig í þá veru sem stefnandi fullyrti. Rauðka höfðaði málið í maí- mánuði 2016 og féll dómur héraðs- dóms 18. apríl 2017. Rauðka áfrýj- aði til Hæstaréttar 26. júní sama ár og féll dómur Hæstaréttar síðastlið- inn föstudag. „Mikið lýti á bænum“ Í samtali við Morgunblaðið segir Róbert að Magnús hafi verið skrif- stofustjóri sparisjóðsins í bænum samfara störfum sínum fyrir Bás. Þegar Arion hafi tekið yfir spari- sjóðinn hafi verið gerð krafa um að hann léti af þeim störfum. „Eigin- kona hans var þá skráður fram- kvæmdastjóri en hann hélt áfram að gera alla samninga. Hann gerði þennan samning við mig. Samning- urinn var upp á 300 milljónir króna sem þeir fengu án útboðs enda lof- uðu þeir að fara annað með steypi- stöðina þegar framkvæmdum lyki. Hún er nálægt hótelinu og er mikið lýti á bænum og fyrir gesti. Þetta var aldrei sett á blað enda treysti ég Magnúsi. En eigendur verktakafyrirtækisins taka þá ákvörðun að standa ekki við þetta samkomulag og vinna þetta mál fyr- ir héraðsdómi og Hæstarétti. Þar er sagt að Magnús hafi ekki haft um- boð til að semja fyrir þeirra hönd þrátt fyrir að eigendurnir, sem eru tveir bræður, hafi setið suma þess- ara funda og sótt um lóð til bæj- arins til að flytja steypustöðina. Þrátt fyrir þetta duga munnlegir samningar á Íslandi ekki lengra en þetta. Þessir aðilar hljóta að vera afskaplega ánægðir að hafa unnið þetta mál á þessum forsendum.“ Róbert kveðst hafa kynnst ýmsu á löngum ferli sínum í alþjóðavið- skiptum en þessari framkomu hafi hann þó ekki búist við. Hann segist hafa viljað láta reyna á málið fyrir dómstólum þrátt fyrir kostnað sem því fylgdi. „Ég hefði ekki haft neinn fjárhagslegan ávinning af því að vinna það. Ég vildi bara losna við þetta ljóta drasl af svæðinu,“ segir Róbert en umrætt fyrirtæki og starfsemi þess blasir við gestum á hóteli Róberts, Hótel Sigló. Fyrirtækið áfram á sínum stað Hilmar Zophaníasson, stjórnar- formaður Báss, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að forsvars- menn fyrirtækisins fögnuðu dómi Hæstaréttar. „Þetta fór nú bara eins og við héldum að þetta myndi fara. Þessi samningur var aldrei gerður,“ segir Hilmar. Aðspurður segir hann að fyrir- tækið verði áfram á sínum stað á Egilstanga: „Við erum ekkert að fara.“ „Ég gerði mistök og treysti fólki“ Siglufjörður Fremst er athafnasvæði Báss ehf. en það blasir við gestum á Hótel Sigló sem sést fyrir miðri mynd. Róbert Guðfinnsson  Róbert Guðfinnsson athafnamaður tapaði máli fyrir Hæstarétti sem hann höfðaði gegn verktökum á Siglufirði  Taldi munnlegan samning fyrir hendi  Þessi samningur aldrei gerður, segir verktakinn Mitsubishi ASX 4x4 er fjórhjóladrifinn rúmgóður sportjeppi sem er hlaðinn aukabúnaði og skilar þér miklu afli á mjúkan og sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og nýtur aksturseiginleikanna. Nú færðu ASX með fimm ára ábyrgð á enn betra verði, frá aðeins 3.990.000 kr. Slökktu á vetrinum og kveiktu á sumrinu með nýjum Mitsubishi ASX. Hlökkum til að sjá þig! 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum FYRIR HUGSANDI FÓLK ASX 3.990.000 kr. Á BETRA VERÐI Mitsubishi ASX Intense 4x4, sjálfskiptur, dísil:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.