Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 24
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hin árlega vertíð skemmti- ferðaskipanna hefst fyrir alvöru í næstu viku. Eitt af stærri skipum sumarsins, Celebrity Eclipse, er væntanlegt til Reykjavíkur fimmtu- daginn 3. maí og leggst að Skarfa- bakka í Sundahöfn. Skipið er 121.878 brúttótonn, tekur 2.852 far- þega og í áhöfn eru 1.210 manns. Síðan koma skipin hvert af öðru og það síðasta er væntanlegt til Reykjavíkur sunnudaginn 21. októ- ber. Reyndar þjófstartaði eitt skip um miðjan mars. Magellan hét það og hafði hér sólarhrings viðdvöl. Starfsmenn Faxaflóahafna hafa unnið hörðum höndum að undirbún- ingi vertíðarinnar og nú er allt tilbúið, segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins. Á þriðjudaginn var haldinn fundur með hagsmunaaðilum. Þar var farið yfir komur skemmtiferðaskipa, fyrirkomulag á hafnarsvæðinu, ör- yggismál og viðbragðsáætlanir. Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Faxaflóahafna er áætlað að 69 skemmtiferðaskip komi til Reykja- víkur og Akraness í sumar og skipakomur eru áætlaðar 165. Sum skipanna koma margoft, til dæmis svokölluð leiðangursskip, sem eru í áætlunarferðum í kringum landið. Þannig mun skipið Ocean Diamond, sem Iceland Pro Cruises gerir út, koma í 12 skipti til hafnar í Reykja- vík í sumar. Ævintýralegur vöxtur Með þessum 69 skipum geta komið allt að 147.035 farþegar og samanlagður fjöldi í áhöfn er 63.454. Þetta verður enn eitt metárið hjá Faxaflóahöfnum. Á fyrra metárinu, 2017, voru 135 komur skemmti- ferðaskipa og með þeim komu 128.275 farþegar. Árið 2001 komu 27.574 farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Á þessu tölum má sjá að aukningin það sem af er öldinni hefur verið ævintýraleg. Þegar litið er til sumarsins stend- ur upp úr koma nýs skemmtiferða- skips, sem heitir MSC Meraviglia. Það verður langstærsta skemmti- ferðaskipið sem komið hefur til Reykjavíkur í brúttótonnum talið. Skipið er smíðað í Frakklandi og var tekið í notkun árið 2017. MSC Meraviglia er 167.600 brúttótonn og 316 metrar að lengd, með rými fyrir rúmlega 4.500 farþega og í áhöfn eru 1.540 manns. Káetur og svítur farþeganna eru á 14 hæðum. MSC Meraiglia mun koma þrisvar yfir sumarið, þ.e. 26. maí, 29. júní og 2. ágúst. Stærsta skipið hingað til heitir MSC Preziosa og kom í sína fyrstu ferð til Reykjavíkur í júní í fyrra. MSC Preziosa er 139.072 brúttó- tonn og lengdin 333 metrar. Af þeim farþegum sem komu til Reykjavíkur og Akraness í fyrra voru Þjóðverjar fjölmennastir eða rúmlega 40 þúsund talsins. Gestir frá Þýskalandi voru 32% allra far- þega skemmtiferðaskipa. Þar á eftir koma Bandaríkin með 24% (30 þús- und) og Bretland (22 þúsund) með 17%. Frá byrjun þessarar aldar hef- ur farþegafjöldi frá þessum þremur löndum ætíð verið mestur. Hin mikla fjölgun á komum skemmtiferðaskipa hefur hleypt miklu lífi í hafnir landsins og reynst kærkomin búbót fyrir byggðarlögin. Alls tóku 14 hafnir um land allt á móti skemmtiferðaskipum á síðasta ári. Langstærstar eru Reykjavík, Akureyri og Ísafjarðarhöfn hvað varðar fjölda farþega. Að samtökunum Cruise Iceland standa hafnir og fyrirtæki sem starfa í þessum geira. Samkvæmt samantekt samtakanna skildu út- gerðir, farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa eftir 7-8 millj- arða króna hér á landi í fyrra. Pétur Ólafsson, formaður Cruise Iceland og hafnarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér yrðu til um 300 heilsársstörf vegna komu skipanna, mörg þeirra á landsbyggðinni. Enn eitt metið í skipakomum  Vertíð skemmtiferðaskipanna hefst í næstu viku  Búist við rúmlega 147 þúsund farþegum til Faxaflóahafna í sumar  Von er á 167.600 brúttótonna skipi, hinu stærsta sem komið hefur hingað Komud. Skip Lega Stærð br.t. 3. maí CELEBRITY ECLIPSE* Skarfabakki 121.878 7. maí SEA SPIRIT Miðbakki 4.200 11. maí OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 13. maí CELEBRITY ECLIPSE* Skarfabakki 121.878 17. maí SEA SPIRIT Miðbakki 4.200 19. maí ARTANIA* Skarfabakki 44.588 20. maí OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 23. maí FRAM Miðbakki 11.647 23. maí MARCO POLO Skarfabakki 22.080 24. maí MSC ORCHESTRA Skarfabakki 92.409 25. maí AIDALUNA Skarfabakki 69.203 26. maí MSC MERAVIGLIA* Skarfabakki 167.600 29. maí OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 31. maí NORWEGIAN JADE* Skarfabakki 93.558 31. maí CELEBRITY ECLIPSE* Skarfabakki 121.878 1. júní SEABOURN QUEST Sundabakki 32.346 3. júní FRAM Skarfabakki 11.647 3. júní MINERVA Skarfabakki 12.892 3. júní HANSEATIC Skarfabakki 8.378 7. júní OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 9. júní PAN ORAMA** Grófarbakki 674 10. júní AIDAVITA* Skarfabakki 42.289 11. júní PAN ORAMA Bátabryggja* 674 11. júní PACIFIC PRINCESS Skarfabakki 30.277 12. júní HANSEATIC Miðbakki 8.378 12. júní AIDALUNA Skarfabakki 69.203 14. júní FRAM Miðbakki 11.647 14,júní COLUMBUS Skarfabakki 63.786 16. júní OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 16. júní AIDASOL Skarfabakki 71.304 17. júní SEA SPIRIT Miðbakki 4.200 19. júní MAGELLAN Skarfabakki 46.052 21. júní BLACK WATCH Skarfabakki 28.613 21. júní PAN ORAMA Bátabryggja* 674 21. júní PAN ORAMA*** Grófarbakki 674 22. júní BREMEN Miðbakki 6.752 23. júní BERLIN Miðbakki 9.570 24. júní AURORA* Skarfabakki 76.152 25. júní OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 25. júní LE LAPEROUSE* Skarfabakki 9.900 25. júní PAN ORAMA Bátabryggja* 674 27. júní COSTA MEDITERRANEA Skarfabakki 85.619 28. júní AIDALUNA Skarfabakki 69.203 29. júní N.G. EXPLORER Miðbakki 6.471 29. júní MSC MERAVIGLIA Skarfabakki 167.600 30. júní QUEEN VICTORIA* Skarfabakki 90.049 30. júní OCEAN ENDEAVOUR* Miðbakki 12.907 2. júlí LE SOLEAL* Miðbakki 10.992 2. júlí MEIN SCHIFF 3* Skarfabakki 99.526 4. júlí OCEAN DREAM Skarfabakki 35.265 4. júlí OCEAN DIAMOND Faxagarður 8.282 4. júlí SILVER WIND* Miðbakki 16.800 5. júlí SEVEN SEAS NAVIGATOR* Skarfabakki 28.550 5. júlí STAR PRIDE Faxagarður 9.975 5. júlí PAN ORAMA Bátabryggja* 674 5. júlí AZURA* Skarfabakki 115.055 5. júlí PAN ORAMA*** Grófarbakki 674 7. júlí ROTTERDAM* Skarfabakki 61.849 7. júlí NORWEGIAN JADE* Skarfabakki 93.558 7. júlí AIDAAURA* Sundabakki 42.289 8. júlí HEBRIDEAN SKY Faxagarður 4.200 8. júlí N.G. EXPLORER Miðbakki 6.471 9. júlí LE SOLEAL* Miðbakki 10.992 9. júlí MAGELLAN* Skarfabakki 46.052 9. júlí BERLIN Skarfabakki 9.570 10. júlí ASTOR Korngarður 20.606 10. júlí MARELLA DISCOVERY Skarfabakki 69.472 10. júlí OCEAN ENDEAVOUR Faxagarður 12.907 12. júlí STAR PRIDE Miðbakki 9.975 12. júlí ARTANIA Skarfabakki 44.588 13. júlí OCEAN DIAMOND Faxagarður 8.282 13. júlí AEGEAN ODDYSSEY Miðbakki 12.094 15. júlí ZUIDERDAM* Skarfabakki 82.305 15. júlí AIDALUNA Skarfabakki 69.203 16. júlí ASTORIA Miðbakki 16.144 16. júlí HANSEATIC Faxagarður 8.378 17. júlí N.G. EXPLORER Miðbakki 6.471 18. júlí HEBRIDEAN SKY Miðbakki 4.200 19. júlí STAR PRIDE Miðbakki 9.975 19. júlí OCEAN ENDEAVOUR Faxagarður 12.907 19. júlí PAN ORAMA Bátabryggja* 674 19. júlí PAN ORAMA*** Grófarbakki 674 21. júlí SAGA PEARL II Miðbakki 18.627 Komud. Skip Lega Stærð br.t. 22. júlí OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 23. júlí MEIN SCHIFF 3* Skarfabakki 99.526 25. júlí PACIFIC PRINCESS Skarfabakki 30.277 25. júlí MEIN SCHIFF 5* Skarfabakki 98.785 26. júlí N.G. EXPLORER Faxagarður 6.471 26. júlí STAR PRIDE Miðbakki 9.975 16. júlí COSTA MEDITERRANEA Skarfabakki 85.619 26. júlí BRAEMAR* Sundabakki 24.344 27. júlí HEBRIDEAN SKY Miðbakki 4.200 27. júlí ORIANA Skarfabakki 69.153 28. júlí BLACK WATCH Skarfabakki 28.613 29. júlí PRINSENDAM* Sundabakki 38.848 29. júlí ROTTERDAM* Skarfabakki 61.849 30. júlí SEA PRINCESS Skarfabakki 77.499 30. júlí AIDACARA* Skarfabakki 38.557 2. ágúst STAR PRIDE Faxagarður 9.975 2. ágúst EUROPA 2 Skarfabakki 42.830 2. ágúst PAN ORAMA Bátabryggja* 674 2. ágúst MSC MERAVIGLIA* Skarfabakki 167.600 2. ágúst OCEAN MAJESTY Miðbakki 10.417 2. ágúst PAN ORAMA*** Grófarbakki 674 4. ágúst N.G. EXPLORER Faxagarður 6.471 4. ágúst ASTORIA** Miðbakki 16.144 5. ágúst HEBRIDEAN SKY Faxagarður 4.200 6. ágúst SEABOURN QUEST Skarfabakki 32.346 6. ágúst PAN ORAMA Bátabryggja* 674 8. ágúst ZUIDERDAM* Skarfabakki 82.305 8. ágúst SILVER CLOUD Miðbakki 16.927 9. ágúst STAR PRIDE Miðbakki 9.975 11. ágúst AEGEAN ODDYSSEY Miðbakki 12.094 11. ágúst KONINGSDAM* Skarfabakki 99.836 12. ágúst BOUDICCA Korngarður 28.372 12. ágúst NAUTICA* Skarfabakki 30.277 14. ágúst MARCO POLO Skarfabakki 22.080 15. ágúst BALMORAL* Skarfabakki 43.537 16. ágúst STAR PRIDE Miðbakki 9.975 16. ágúst PAN ORAMA Bátabryggja* 674 16. ágúst PAN ORAMA*** Grófarbakki 674 18. ágúst SPITSBERGEN Faxagarður 7.344 18. ágúst HAMBURG Miðbakki 15.067 18. ágúst AZAMARA PURSUIT* Skarfabakki 30.277 19. ágúst POLAR PIONEER Miðbakki 1.753 19. ágúst QUEEN ELIZABETH Skarfabakki 90.901 20. ágúst BLACK WATCH* Korngarður 28.613 20. ágúst PAN ORAMA Bátabryggja* 674 20. ágúst AIDACARA* Skarfabakki 38.557 21. ágúst DISNEY MAGIC* Skarfabakki 83.338 23. ágúst STAR PRIDE Miðbakki 9.975 24. ágúst ASTORIA Miðbakki 16.144 27. ágúst OCEAN MAJESTY Miðbakki 10.417 27. ágúst PRINSENDAM* Skarfabakki 38.848 27. ágúst CELEBRITY SILHOUETTE* Skarfabakki 122.210 28. ágúst AMADEA Sundabakki 29.008 29. ágúst AIDAVITA Skarfabakki 42.289 30. ágúst PAN ORAMA Bátabryggja* 674 30. ágúst PAN ORAMA*** Grófarbakki 674 1. sept. ZUIDERDAM* Skarfabakki 82.305 1. sept. SERENADE OF THE SEAS* Skarfabakki 90.090 2. sept. PACIFIC PRINCESS Sundabakki 30.277 3. sept. OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 3. sept. PAN ORAMA Bátabryggja* 674 4. sept. AIDALUNA Skarfabakki 69.203 9. sept. VIKING SEA Skarfabakki 47.800 9. sept. NORWEGIAN JADE* Skarfabakki 93.558 10. sept. AIDACARA* Skarfabakki 38.557 12. sept. OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 13. sept. AIDADIVA Skarfabakki 69.203 13. sept. PAN ORAMA Bátabryggja* 674 13. sept. PAN ORAMA*** Grófarbakki 674 14. sept. SEA SPIRIT Miðbakki 4.200 15. sept. OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 17. sept. PAN ORAMA Bátabryggja* 674 22. sept. OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 24. sept. SEA SPIRIT Miðbakki 4.200 27. sept. VIKING STAR Skarfabakki 47.842 27. sept. PAN ORAMA Bátabryggja 674 27. sept. PAN ORAMA** Grófarbakki 674 28. sept. OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 29. sept. SILVER WIND* Miðbakki 16.800 3. okt. NORWEGIAN JADE* Skarfabakki 93.558 5. okt. OCEAN DIAMOND Miðbakki 8.282 21. okt. OCEAN DREAM* Skarfabakki 35.265 Komur alls: 165 MSC MERAVIGLIA Komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur og Akraness* í sumar 2018 * Stoppar yfir nótt. ** Stoppar í 2 nætur. *** Stoppar í 4 nætur. * Bátabryggja á Akranesi. Heimild: Faxaflóahafnir. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 69 skemmtiferðaskip væntanleg til Reykjavíkur og Akraness í sumar. 63.454 verða í áhöfn þessara skipa. 147.035 farþegar geta komið með þessum skipum. Nýtingin er vel yfir 90%. SKEMMTIFERÐASKIP » 30% afsláttur Icelandair Hotels Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.