Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 26

Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Átta af ellefu nýjum lúxusíbúðum í Kjörgarði á Laugavegi 59 hafa verið leigðar út. Verkefnið hefur vakið at- hygli, enda fá dæmi um að heilu húsi sé breytt fyrir leigu lúxusíbúða. Fyrirtækið Vesturgarður á íbúð- irnar og er Sæmundur H. Sæ- mundsson framkvæmdastjóri félagsins. Lokafrágangi lauk fyrr í apríl. Húsinu var mikið breytt. Sæmundur segir eina þakíbúðina af þremur vera lausa. Hún er 79 fer- metrar og er leigan um 340 þúsund á mánuði. Þá eru tvær 78 fermetra íbúðir óleigðar á þriðju hæð en leig- an kostar um 285 þúsund. Samið til eins árs Leigusamningar eru gerðir til eins árs til að byrja með. Leigjendur geta jafnframt leigt stæði í bílastæðahúsi norðan við Kjörgarð á um fimm þúsund krónur á mánuði. Innifalið í húsaleigu er þrif og rafmagn á sameign, hiti í íbúðum og öryggiskerfi í húsinu. Íbúðir eru fullbúnar heimilistækjum og er fullkomið brunavarnakerfi í húsinu. Stórar eldvarnadyr á göng- um lokast sjálfkrafa í eldsvoða. Þá eru brunahanar á öllum hæðum. Geymslur fylgja íbúðum og eru þær í kjallara. Þar er líka hjólageymsla. Hússjóður er innifalinn í leigunni. Kostnaðurinn reyndist meiri Sæmundur segir endurgerð húss- ins hafa reynst dýrari en áætlað var. Meðal annars var byggð hæð ofan á húsið, gerðar inndregnar og lokaðar svalir á 3. og 4. hæð og veit- ingarými á 2. hæð gerbreytt. „Við erum afar stolt af því hvern- ig húsið lítur út. Þetta hefur reynd- ar kostað töluvert. Hugmyndin var að byggja hæð ofan á húsið og breyta tveimur hæðum fyrir neðan. Verkefnið hefur hins vegar rakið sig þannig að það er búið að gera húsið upp frá A til Ö, alveg ofan í að endurnýja skólplagnir í sökklum. Þannig að þetta er að miklu leyti ný bygging. Það er huggun, þótt það hafi kostað svolítið, að ekki þarf að hugsa um viðhald næstu tuttugu árin. Það þarf bara að skipta um ljósaperur og bletta málningu. Það er allt nýtt. Allar lagnir eru nýjar, loftræstikerfi, gler, gluggar, hurðir og gólfefni,“ segir Sæmundur. Athafnafólk áhugasamt Spurður um markhópinn segir Sæmundur íbúðirnar henta öllum. Hins vegar sé fólk í viðskiptum áberandi í hópi leigutaka og þeirra sem skoðað hafa íbúðirnar. „Mér sýnist að helmingur okkar leigutaka reki fyrirtæki. Leiguverð- ið hjá okkur er frá 280 til 390 þús- und krónur. Dýrustu íbúðirnar eru leigðar á rúmlega 400 þúsund og eru tvö bílastæði þá innifalin,“ segir Sæmundur og bendir á að ódýrari íbúðirnar séu á sambærilegu leigu- verði og leiguíbúðir í miðborginni. „Það eru dæmi um að 80 fermetra íbúðir í 2-3 hæða lyftulausum hús- um séu leigðar á 280-290 þúsund. Þá erum við jafnvel að tala um gömul hús þar sem brakar í gólfum. Hér er allt til alls. Það þarf bara að mæta með Hagkaupspokann og fara að elda.“ Flestar lúxusíbúðirnar leigðar út  Töluverð eftirspurn hefur verið eftir nýjum leiguíbúðum í Kjörgarði á Laugavegi 59 í Reykjavík  Húsaleigan er frá 280 til 400 þúsund á mánuði  Athafnafólk áberandi í hópi leigutaka Heitur pottur Mikið útsýni er frá íbúðum á efstu hæðinni. Morgunblaðið/RAX Á efstu hæð Svalir eru allan hringinn á 5. hæð. Þar eru þrjár íbúðir. Byggð var ný hæð ofan á húsið. Hönnun Tæki frá Siemens og granítplötur eru í öllum eldhúsum. Anddyrið Upprunaleg hönnun fær að njóta sín í endurgerðum Kjörgarði. Í stofunni Sæmundur H. Sæmundsson hefur stýrt endurbyggingu Kjörgarðs. Sundföt 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.