Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 29

Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 ERLENDAR METSÖLUBÆKUR Einnig fáanlegar í rafbók! „Ný stjarna í hópi spennusagna- höfunda ... bókin grípur mann samstundis.“ ILTALEHTI „... óður til samstöðunnar, til baráttuþreks og hugrekkis kvenna um allan heim.“ VERSION FEMINA Þrjár konur · Þrjú líf · Þrjár heimsálfur · Alls staðar sama frelsisþráin Hefnd, stríð, glæpastarfsemi – og ást í nýrri glæpasögu eftir hinn finnska Nesbø Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Í ljósi aðstæðna í Sýrlandi og stöðu sýrlenskra flóttamanna hefur Guð- laugur Þór Þórðarson, utanrík- isráðherra, ákveðið að auka framlag Íslands um 75 milljónir á næstu tveimur árum. Í Brussel stendur yfir önnur Sýrlandsráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusam- bandsins en á fyrstu ráðstefnunni um málefni Sýrlands hét Ísland 200 milljóna króna framlagi á ári til árs- ins 2020. Framlag Íslands mun nú verða 225 milljónir árið 2019 og 250 milljónir árið 2020. mhj@mbl.is Ísland eykur framlög til Sýrlands Viðreisn vill frjálslynda, jafnréttis- sinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Útgangs- punktur stefnunnar er að einfalda líf borgarbúa svo allir geti átt betri hversdagsleika. Kom þetta meðal annars fram þegar frambjóðendur Viðreisnar kynntu stefnu sína og helstu áherslur fyrir komandi borg- arstjórnarkosningar. Viðreisn leggur höfuðáherslu á að bæta þjónustu og útrýma biðlista- menningu borgarinnar. „Það á ekki að líðast í rúmlega 130.000 manna borg að ekki sé hægt að fá aðgengi- lega þjónustu á öllum lífsskeiðum,“ segir þar og vakin athygli á biðlist- um á öllum sviðum. „Biðlistar flækja líf borgaranna og því mun Viðreisn einsetja sér að vinda ofan af þeirri flækju sem fengið hefur að grassera í borginni allt of lengi. Það tryggir betri hversdagsleika fyrir alla.“ Í stefnunni er einnig tekið á menntun, atvinnulífi og fleiri sviðum. Viðreisn vill bæta hversdagsleikann  Ætlar að útrýma biðlistamenningu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavík Efstu menn á lista Viðreisnar, Þórdís Lóa Þórhallsddóttir og Pawel Bartoszek, kynntu kosningastefnu flokksins á opnum fundi í gær. Svandís Svavars- dóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti í gær áform um uppbyggingu rúmlega 300 rýma til viðbótar við gildandi fram- kvæmdaáætlun. Þetta gerði hún við upphaf þriggja daga ný- sköpunarvinnustofu um áskoranir í öldrunarþjónustu sem Landpítalinn heldur í samvinnu við heilbrigðis- ráðherra og borgarstjóra. Fram kom í kynningunni að hjúkrunarrými á landinu eru í dag um 2.700 talsins. 486 rými eru ýmist þegar í byggingu eða á áætlun en með viðbótinni nú verði þessi viðbót- arrými 790 talsins. „Þetta eru ákveðin þáttaskil. Við erum að halda til haga sérfræðiþjón- ustu sem er til staðar víða,“ sagði heilbrigðisráðherra. Hún sagði ríki, borg og heilbrigð- iskerfið nú vera að stilla saman strengi. „Til að ná sameiginlegri sýn og bæta þjónustu við aldraða á höf- uðborgarsvæðinu,“ sagði Svandís og bætti við að hún vonaðist til þess að sú sýn yrði síðar að leiðarstefi fyrir landið allt. Það hefði legið fyrir um langa hríð að höfuðborgin stæði veikast á þessu sviði og komið væri að skuldadögum. Auk höfuðborgar- svæðisins væri þörfin mest á Norð- urlandi og Suðurnesjum. annaei@mbl.is Fjölgun hjúkrunar- rýma kynnt Svandís Svavarsdóttir  Segir að komið sé að skuldadögum Umhverfis- og auðlinda- ráðherra, Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, veitti Eldingu Hvalaskoðun Reykjavík í gær Kuðunginn, um- hverfisvið- urkenningu um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir fram- úrskarandi starf að umhverf- ismálum á síðasta ári. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Eldingu Hvalaskoðun sem handhafa Kuð- ungsins kemur fram að Elding hafi haft virka umhverfisstjórnun í sín- um rekstri allt frá stofnun fyrirtæk- isins árið 2000. Fyrirtækið hafi ætíð unnið eftir umhverfisvottunarkerf- um þar sem stöðugra úrbóta er kraf- ist og óháður matsaðili fylgist með hvernig gengur. Kuðung- urinn fór til Eldingar Guðmundur Ingi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.