Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Z-brautir & gluggatjöld Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 fyrir falleg heimili Falleg gluggatjöld Dagmar Gunnarsdóttir, Björk Hu- zell og María Kamal Gordonsdóttir en systurnar eru allar búsettar í Sví- þjóð. Erla, móðir Vilborgar, starfaði í rúm 20 ár sem löggiltur túlkur og skjalaþýðandi hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Vilborg kynntist ung Kanada- manni sem bjó á Íslandi. Saman eignuðust þau þrjú börn og bjuggu í tvö ár í Kanada. Þau fluttu aftur heim til Íslands en skildu nokkrum árum seinna. „Fyrsta árið eftir að ég kom heim frá Kanada sótti ég kvöld- námskeið við öldungadeild MH. Ég gafst upp enda var ég þá orðin ein- stæð móðir með þrjú börn. Maður þarf að velja. Börnin verða aldrei aftur fimm ára,“ segir Vilborg. Fluttu á vesturströndina Vilborg starfaði sem áður segir á skrifstofu varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Jablonski. Þau kynntust árið 1980, þegar Vilborg var þrítug, og fluttu út árið 1983. „Hann fór aftur til Bandaríkjanna eftir eins árs þjónustu og þremur árum eftir að við kynntumst ákváðum við að gifta okkur. Ég pakkaði mínu hafurtaski og við flutt- um til San Diego [einnar stærstu borgar Kaliforníu á vesturströnd- inni]. Við eigum átta börn sameig- inlega. Hann á eitt, ég átti þrjú og síðan eignuðust við fjögur saman. Fyrsta barnið okkar fæddist í San Diego. Þaðan fórum við til Gvam í Kyrrahafinu. Þar áttum við eina dóttur. Næst lá leiðin til Manassas í Virginíu en þaðan er um klukku- stundar akstur til Washington DC. Frá Manassas fórum við til Dunoon í Skotlandi. Það er við Holy Lock rétt fyrir utan Glasgow. Þar voru að- stæður fyrir kafbáta. Viðgerðir og annað. Þar vorum við í eitt ár. Átt- um litla dóttur þar. Hún var okkar þriðja barn og sjöunda barnið sem við áttum saman. Hún hét Inga Dagmar. Síðan flutti ég frá Skot- landi til Michigan með krakkana mína og var þar í tíu mánuði eftir að við misstum dóttur okkar. Litla barnið. Skipið var að skipta um heimahöfn til Norfolk í Virginíu svo ég varð að fara með fjölskylduna. Hann varð eftir á skipinu og fylgdi því í nýja höfn. Ég bjó nálægt for- eldrum hans í Michigan í einn vetur. Þaðan fórum við til hafnar- borgarinnar Monterey í Kaliforníu í meistaranám og eignuðumst þar yngsta drenginn okkar.“ Frá Íslandi til Kansas Jablonski starfaði við birgða- stjórnun fyrir Bandaríkjaher. Sá um innkaup og samninga. Frá Monte- rey flutti fjölskyldan til Íslands. „Við vorum þar í tvö og hálft ár. Frá Íslandi fórum við til Kansas og bjuggum á herstöð í Fort Leaven- worth. Hann fór þar í skóla. Þar vor- um við umkringd fangelsum. Síðan fluttum við hingað til Pennsylvaníu en Thomas fór á eftirlaun í hernum árið 2000. Við vorum enn með börn í skóla og Thomas hóf nýjan feril sem ríkisstarfsmaður og vann til 2017. Fyrir sex árum fluttum við svo hing- að í sveitina,“ segir Vilborg. Áður en þau kynntust átti Ja- blonski dótturina Christy Jablonski- Roe, sem er verslunarmaður í Mic- higan. Fyrir átti Vilborg tvo syni, Kenneth Mekkinó Spencer og Gunnar John Spencer. Mekkinó býr í Kanada en Gunnar býr í Mecha- nicsburg. Einnig átti hún dóttur frá fyrra sambandi, Lindu Ósk, sem heitir nú Gallagher eftir manni sín- um í Michigan. Linda Ósk á tvö börn og les nú sálfræði í háskóla. Frumburður Vilborgar og Ja- blonski, Thomas Albert, starfar sem grafískur hönnuður. Hann var her- maður og gegndi meðal annars her- þjónustu í Írak og Kúveit. Næst eignuðust þau Ernu Björk sem var hermaður í Írak og Afganistan. Þriðja barn þeirra, Inga Dagmar, lést í bernsku. Yngsta barnið, Pat- rick Theadore, var níu mánaða þeg- ar þau fluttu til Íslands. Börnin send á átakasvæði Líkt og Thomas Albert og Erna Björk fór Gunnar John Spencer, sonur Vilborgar úr fyrra hjóna- bandi, líka í herinn. Herinn hefur því verið rauður þráður í lífi Vil- borgar. – En hvernig var að eiga börn sem voru send á átakasvæði? „Ég á systur sem spurði: „Hvern- ig stendur á því að þú leyfir þeim að gera þetta?“ Ég er búin að ala börn- in mín upp. Þau þekkja rétt frá röngu. Þegar ég spurði þau út í stríðin sögðu krakkarnir: „Þegar við skráðum okkur vissum við að þetta gæti komið til. Þetta er bara hluti af okkar starfi. Við reynum bara að gera það besta.“ Ég sagði til dæmis við Tomma minn að það væri svo sterkt járnið í skrifborðunum hjá hernum. „Skríddu bara undir þau,“ sagði ég og fannst ég vera voða fyndin. Þá sagði hann: „Mamma, veistu ég þurfti oft að gera það.“ Og Erna mín var til dæmis í Kabúl í heilt ár. Hún sá þar m.a. um að koma pappírum og vitneskju áleiðis til Bandaríkjanna, ef einhver var slasaður eða lét lífið, svo herinn gæti sent fólk heim til ættingja áður en þeir fengu fréttirnar á Facebook. Á þeim lista voru margir sem hún hafði verið með í Fort Hood í Texas og í Suður-Karólínu. Sumir þeirra voru ungir strákar. Þetta lagðist þungt á hjarta 25 ára stelpu. Hún sendi okkur myndir af sér með hjálm og byssu og vesti á ferð með þremur hertrukkum að sækja póstinn. Þau þurftu að fara á flug- völlinn í Kabúl. Þarna var litla stelp- an mín. Það er ábyggilega margt sem þau hafa aldrei sagt mér og ég reyni að spyrja þau ekki um, frekar að hlusta. Ég er afskaplega þakklát fyrir að þau komu ekki með meiri sár en þau eru með, en ég efast ekki um að það sé eitthvað. En meðan á þessu stóð kom ekki til greina að kvarta. Þeir sem skráðu sig í herinn vissu hverju þeir gátu átt von á.“ Dýrt að ferðast á Íslandi Vilborg fer orðið sjaldnar til Ís- lands. Henni þykir verðlagið hátt. „Ég fór í Kolaportið og langaði í peysu. Spurði svo hvað hún kostaði. Svo kvaddi ég og keypti lopann í peysuna. Mér fannst allt óskaplega dýrt og skildi ekki hvernig fólkið kemst af. Því ég var alltaf blönk á Íslandi. Ég er ábyggilega eini Ís- lendingurinn sem hefur aldrei farið til Spánar. Hef aldrei farið í sólar- landaferð,“ segir Vilborg. Hún sýnir ferðalang svo garðinn áður en hann kveður. Hestur fylgist með úr næsta garði. Við innkeyrsl- una blaktir íslenski fáninn. Vilborg Gunnarsdóttir og fjölskylda Fremst frá vinstri til hægri; Jasper Morgan Gallagher (með hjólið), sonur Lindu Óskar Gallagher, svo systir hans Anika Ósk Gallagher og Emily Kathrine Spencer. Fyrir aftan þau eru frá vinstri Gunnar John Spencer, Vilborg og Apryl Heidorn-Spencer, eiginkona Gunnars. Í þriðju röð frá vinstri eru Thomas Edward Jablonski, Christy Jablonski-Roe og fyrir aftan hana elsti sonur Vilborgar, Kenneth Mekkinó Spencer. Fyrir framan Kenneth er sonur Vilborgar og Jablonski, Thomas Albert Jablonski (í herklæðum). Svo kemur yngsti sonurinn Patrick Theadore Jablonski, svo Erna Björk Jablonski (í herbúningi), Linda Ósk Gallagher og svo maður hennar Tom Gallagher. Sveitastemning Viðarbitarnir og hár arinninn skapa stemningu í stofunni. Vilborg prjónar þar stundum. Við arininn er málverk af Esjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.