Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 34

Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 34
Deplar Farm Fágæt- isferðamennska. Þyrlu- skíði á Tröllaskaga. Ljósmyndir/Eleven Experience Fágætir en fjarska örlátir ferðamenn Fæstir Íslendingar hafa líklega upplifað föðurland sitt á sama hátt og fágæt- isferðamenn sem hingað koma. Fágætisferðamenn eru þeir kallaðir sem gera mjög miklar kröfur til aðbúnaðar og þjónustu, enda skilar hver þeirra mun meiri tekjum en almennur ferðamaður gerir. Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í að taka á móti fágætisferðamönnum og veita þeim umbeðna þjónustu. Þessir gestir gista sumir á hótelum sem veita há- gæða þjónustu meðan aðrir vilja vera sem mest út af fyrir sig. Þeir dvelja þá í glæsivillum, -íbúðum eða -bústöðum, sem oft eru í einkaeigu, og njóta þar þjón- ustu einkakokks og þjónustufólks meðan á dvölinni stendur. Ökuleiðsögumenn aka þeim um landið á glæsibílum eða jeppum í klæðskerasniðnar skoðunarferðir auk þess sem flogið er með þyrlum á milli staða og í útsýnisflug. Sumir óska eft- ir þjónustu lífvarða meðan á dvölinni stendur og þá er orðið við slíkum óskum. 34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Gullfalleg ný sending BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Deplar Farm hótelið í Fljótum var opnað 14. apríl 2016. Það er í eigu Eleven Experience sem rekur einnig nokkur hótel í Bandaríkjunum, á Ba- hamaeyjum og í Frakklandi. Haukur Bent Sigmarsson er framkvæmda- stjóri Eleven Experience á Íslandi. Þyrluskíðaferðir að vetri Haukur sagði að árinu sé skipt í þrjú tímabil á Deplum. Áherslan er lögð á þyrluskíðamennsku (hel- iskiing) yfir vet- urinn og stendur það tímabil frá mars og fram í júní. Skíðafólkið fer með þyrlu upp á fjöllin á Trölla- skaga og skíðar niður brekk- urnar. Ef veðrið hentar ekki til skíðaiðkunar þá er góð aðstaða til afþreyingar og afslöppunar á hót- elinu. Ásamt þeim möguleika að fara á fjallaskíði, gönguskíði eða í vél- sleðaferð. „Fólk hefur hér aðgang að útilaug, heitum og köldum pottum, nuddi og öðrum þægindum.“ Á árum áður var þetta fremur daufur tími í ferðaþjón- ustu en nú streyma gestir að Deplum til að stunda þyrluskíðamennskuna, að sögn Hauks. Stangveiðar og ævintýraferðir Yfir sumarið koma ferðamenn í lax- og silungsveiði í ám og vötnum, má nefna Fljótaá, Húseyjarkvísl og Hölkná í Þistilfirði. Einnig er í boði sjóstangveiði, hvalaskoðun, hesta- ferðir, einkaferðir út í Drangey. Auk þess er boðið upp á gönguferðir. Þá er hægt að fara í fjallahjólaferðir á breiðdekkjuðum fjallahjólum (fat bike) eða að þeysa um á fjölnota tor- færubíl sem ekið er eftir ákveðinni braut. Kajakar, brimbretti ásamt rib-bát er líka vinsæl afþreying fyrir gestina. „Við búum til vörur úr þeim mögu- leikum sem eru hér í nágrenninu,“ sagði Haukur. „Eitt sterkasta vígið okkar er eldhúsið þar sem Garðar Kári Garðarsson, matreiðslumaður ársins, er yfirkokkur. Þar er nær eingöngu notað hráefni úr nær- umhverfinu. Þetta er ákaflega gott ásamt því að vera með villtu berin og grænmetið sem nágrannar okkar rækta.“ Heilsa og vellíðan á haustin Áherslan er á heilsu og vellíðan á haustin og fram eftir vetri. Kvölds og morgna eru tímar í jóga og teygjuæf- ingum. Tveir nuddarar nudda bólgur og stirðleika úr þeim sem þess óska. Gestirnir geta einnig notið þess að fljóta í laug með epsom-saltvatni sem er við líkamshita. „Þannig slakar fólk algjörlega á. Það er ekkert álag á lík- amanum og öll þreyta líður úr fólki í saltvatninu,“ sagði Haukur. „Fólk getur slappað vel af hér á Deplum. Það getur farið í meðferðir hjá sér- fræðingunum okkar, farið í heita pottinn, svo í nuddið og þaðan í guf- una og síðan í kalda pottinn. Við leggjum mikla áherslu á spa-ið hjá okkur með öllu því sem þar er í boði.“ Haukur sagði það hafa komið á óvart hvað Deplar fengu fljótt góðar viðtökur. Aðsóknin og nýtingin hafi Fyrirtaks hótel og afþreying í Fljótunum  Deplar Farm býður upp á þyrlu- skíðaferðir, stangveiðar og vellíðan Fljótin Deplar Farm hótelið fellur vel inn í kyrrlátt umhverfið. Gestirnir sækja í kyrrðina og náttúrufegurðina.  SJÁ SÍÐU 36 Haukur B Sigmarsson Fágætisferðaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.