Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 36
Svíta Aðalsvítan á Deplum er kennd við afreksmanninn Gretti. Þar væsir ekki um gestina. verið mjög góð. Gestirnir koma bæði í gegnum sölukerfi Eleven Experi- ence og fyrir milligöngu erlendra og innlendra ferðaskipuleggjenda. Hót- elið hefur víða verið kynnt á ferða- kaupstefnum. „Mér finnst framtíðin vera björt hvað varðar fágætisferðaþjónustu hjá okkur,“ sagði Haukur. „Aðsókn- in er stöðugt að aukast og Deplar vinsæll áfangastaður. Maður sér bæði á endurgjöfinni og á færslum á samfélagsmiðlum að gestir eru mjög ánægðir með dvölina hjá okkur. Þar ber helst að þakka okkar frábæra starfsfólki sem kappkostar að þjón- usta gesti okkar að fremsta megni.“ Vilja nýta tímann sem best Haukur er spurður hvort hann meti það svo að fágætisferðamenn skili sexfalt meiri tekjum en almenn- ir ferðamenn. „Það fer eftir því við hvað er mið- að. Hlutfallið er ábyggilega hærra ef miðað er við farþega skemmti- ferðaskipa. En almennur ferðamað- ur sem leigir hér bíl og ekur sjálfur í kringum landið skilur eftir sig bíla- leigugjaldið, kaup á mat, bensíni og gistingu í sumum tilfellum. Gestir okkar eru hins vegar alltaf í fylgd fagaðila. Fágætisferðamenn vilja nýta tímann sem best og kosta til þess peningum. Veitingastaðir og kaffihús á Siglufirði, Akureyri og Dalvík njóta góðs af því að við kom- um með þetta fólk inn á svæðið. Sama má segja um flugfélögin og þyrlufyrirtækin. Við reynum að kaupa inn sem mest hér í kring og það kemur versluninni til góða. Ég held ég geti tekið undir það að fá- gætisferðamenn eyði hér sexfalt meira en almennir ferðamenn.“ Lúxus Allur aðbúnaður er vandaður og vel búið að gestunum eins og sjá má í svítunni Auði. Uppi á svölunum er hengirúm þar sem hægt er að slappa af. Jógasalur Tveir æfingarsalir eru á Deplar Farm hótelinu og er annar búinn æfingatækjum en hinn ætlaður fyrir jógaæfingar. Vellíðan Vel búið spa og laugar eru á hótelinu. Þar er hægt að njóta margs konar dekurs og slappa vel af. Sameiginlegt rými Aðal barinn er í miðju rými þar sem gestir geta hitt hver annan. Auk þess er sundlaugarbar. 36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Afdrep í næði Jóhannes Stefánsson, veitinga- maður í Múlakaffi og eigandi Eldar Lodge, hefur sinnt fágætisferða- mönnum í um átta ár en verið mun lengur með umfangsmikinn veitingarekstur fyrir íslenska og erlenda gesti. Eldar Lodge er austur í Bisk- upstungum. Þar er aðstaða fyrir kröfuharða gesti sem vilja njóta besta aðbúnaðar í næði. Jóhannes segir að markaður fyrir ferðaþjónustu sem sinnir kröfuhörð- ustu ferðamönnunum sé að stækka en þrátt fyrir það komi „stjarn- fræðilega fáir“ fágætisferðamenn til Íslands. „Það dettur inn ein og ein heimsókn til okkar en þetta er ekki raunveruleikinn dagsdaglega,“ sagði Jóhannes. „Það er varla hægt að kalla þetta „bisness“.“ Fyrirtæki hans veitir margháttaða veit- ingaþjónustu. „Við förum mikið með veislur inn á hálendið og líka upp á jökla og í fjallaskála. Við þjónustum líka gesti okkar í Eldar Lodge.“ Jóhannes sagði að hópur fágæt- isferðamanna væri mjög blandaður. „Stundum koma hingað stjörnur, sérstaklega frá Ameríku. Mér finnst það hafa verið áberandi síðustu 2-3 árin,“ sagði Jóhannes. Hann segir að margir gestanna í Eldar Lodge vilji fara huldu höfði eða vera alveg út af fyrir sig. „Fólkið sem kemur til okkar vill ekki vera á opnu hóteli heldur leigja afdrep þar sem það er í næði.“ Jóhannes kvaðst binda miklar vonir við opnun Mariott Edition hót- elsins við hlið Hörpu. „Ég held að það eigi eftir að gera gott fyrir okk- ur og verða algjört tímamótahótel. Það kallar á öðruvísi viðskiptavini en hin hótelin. Þetta verður fimm stjörnu lúxushótel og þekkt vöru- merki.“ Jóhannes segir að hægt sé að taka á móti miklu fleiri ferðamönnum hér ef rétt sé staðið að málum. Nú- verandi ferðamannastraumur sé ekkert til að tala um ef aðstaðan og innviðirnir væru í lagi. Ráðamenn verði að opna augun fyrir því sem þurfi að gera varðandi uppbyggingu innviðanna. „Það sjá allir sem eru í ferðaþjónustu að það er ekki verið að forgangsraða rétt hjá ríkinu. Ferðaþjónustan er orðin stærsta at- vinnugrein landsins. Menn geta ekki haldið áfram með vegakerfið eins og það er eða aðra innviði. Það verð- ur að byggja þetta upp,“ sagði Jó- hannes. gudni@mbl.is  Eldar Lodge í Biskupstungum Jóhannes Stefánsson Fágætisferðaþjónusta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.