Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 37

Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 37
Ljósmynd/Icelandair Hotels Gæðahótel Vel er búið að gestunum í Reykjavík Konsúlat og allt gert til að þeir njóti dvalarinnar sem best. Sérhæfð í fágætisferða- þjónustunni Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nine Worlds (Níu heimar) er deild hjá Iceland Travel sem sérhæfir sig í fágætisferðaþjónustu. Nafnið Níu heimar er sótt í norræna goðafræði. Nine Worlds var sett á fót í júní 2014. Ásta Ólafsdóttir, deildarstjóri Nine Worlds, segir að þau sjái um alla þjónustu sem viðskiptavinir þeirra þarfnast frá því að þeir koma til landsins og þar til þeir fara aftur – eða frá flugvél til flugvélar. „Þegar við byrjuðum var ég með 1,3 stöðu- gildi í deildinni en nú eru starfs- mennirnir orðnir níu. Það hefur verið stöðug aukning,“ sagði Ásta. „Fjölgun starfsfólks sýnir hversu hraður vöxurinn hefur verið und- anfarin þrjú ár. Ísland er vel stað- sett sem áfangastaður og stenst vel væntingar þessa hóps við- skiptavina. Fólkið fer mjög ánægt héðan og margir koma aftur.“ Flestir viðskiptavinir Nine Worlds koma frá Bandaríkjunum. Suður-Ameríka fylgir þar á eftir og svo Evrópa. Einnig fjölgar þeim sem koma frá Asíu og Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Klæðskerasniðnar ferðir „Við klæðskerasníðum ferðina samkvæmt óskum hvers og eins. Við sækjum ferðamennina á Kefla- víkurflugvöll, jafnvel alla leið út að hliði og sjáum um alla ferðina þeirra á meðan þeir dvelja á land- inu,“ sagði Ásta. Meðallengd dval- ar er gjarnan frá 4-5 nóttum að vetri upp í 7-8 nætur eða jafnvel tvær vikur á sumrin. Fágætis- ferðamenn koma árið um kring. Ef þeir koma fyrst að sumri vilja þeir gjarnan koma aftur að vetri og öf- ugt, að sögn Ástu. Hún segir að hágæða gisti- stöðum sé alltaf að fjölga. Nýbúið er að opna hótelið Reykjavík Konsúlat og nýja lúxushótelið, The Retreat, við Bláa lónið. Icelandair- hótelin opna nýtt hótel við Mývatn á árinu og annað sem býður upp á meiri gæði 2019. Þá er verið að byggja Reykjavík Parliament Hót- el við Austurvöll sem verður opnað 2019. Auk þess nefndi Ásta góð hótel eins og Hotel 101, Canopy, Húsafell, Skálakot, Grímsborgir og lúxusgistinguna hjá Deplar Farm. Ásta segir að erlendir ferða- menn komi hingað til að upplifa það sem Ísland hefur upp á að bjóða og kynnast heimamönnum. Fágætisferðamennirnir ferðast mikið vítt og breitt um landið, þeir nýta dagana vel til skoðunarferða og afþreyingar. „Þeir vilja gjarnan njóta afþrey- ingar út af fyrir sig og fara því ekki í skipulagðar snjósleðaferðir eða jöklagöngur. Við skipuleggjum því einkaferðir fyrir þessa ferða- menn. Úti á landi gista þeir bæði á hótelum og í gæðagistingu í einka- eigu og þá með fullri þjónustu á staðnum, kokki og starfsfólki.“ sagði Ásta. Sumir óska eftir því að lítið beri á dvöl þeirra hér og er ferðin þá skipulögð út frá því. Einnig kemur fyrir að ferðamennirnir óski eftir lífvörðum og þá eru þeir útveg- aðir. Yfirleitt eru 1-2 þyrluferðir inni í ferðinni, gjarnan til að skjótast inn á hálendið eða til að vera fljót- ari á milli staða. Langflestir ferðast með ökuleiðsögumanni á þægilegum bíl eða jeppa. Nokkuð er um að gestir vilji fara í göngu- ferðir eða að gert sé ráð fyrir ein- hverri hreyfingu á hverjum degi því fólk hugsar um heilsuna. Vilja kynnast Íslendingum „Sumir vilja lifa eins og heima- menn á meðan þeir dvelja hér. Við erum í samvinnu við heimafólk sem er tilbúið að taka við gestum til dæmis heim á sveitabæinn sinn. Við veljum mjög vel ökuleið- sögumenn og birgja sem við vinnum með. Stundum förum við og könnum aðstæður án þess að gera boð á undan okkur,“ sagði Ásta. Hún segir að virðisaukinn af þessum ferðamönnum sé mikill. Ásta segir að inn í þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum um eyðslu fágætisferðamanna vanti flugferð- irnar, mat og fleira. „Það góða við þessa ferðamenn er að þeir vilja mikla þjónustu og eru tilbúnir að borga fyrir hana. Það skapar hér atvinnu og skilar tekjum,“ sagði Ásta. Í tjaldbúðum á Grænlandi Nine Worlds býður einnig upp á ferðir til Grænlands, en margir sem hingað koma vilja einnig fara þangað. Þá er gist í lúxustjaldbúð- um og tekur um 90 mínútur að sigla þangað frá Nuuk. Þar búa gestirnir í 3-4 daga, upplifa Græn- land á einstakan hátt og þykir það heillandi tilbreyting frá erli hvers- dagsins.  Nine Worlds veitir heildstæða þjón- ustu við kröfuharða viðskiptavini Ásta Ólafsdóttir Grænland Nine Worlds býður upp á gistingu í tjald- búðum. Þar er líka viðarkynntur heitur pottur. Ljósmynd/Nine Worlds Tjaldgisting Þægileg rúm og góð upphitun er í tjöldunum í Grænlandi. Það fer því vel um gestina í óbyggðunum. Ljósmynd/Bláa lónið Útsýni The Retreat við Bláa lónið er byggt við úfið hraunið. Ljósmynd/Bláa lónið Bláa lónið Aðbúnaður í The Retreat er vandaður og glæsilegur. Ljósmynd/Icelandair Hotels Reykjavík Konsúlat Eitt nýjasta hótelið í miðborg Reykjavíkur. 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is AK 2510 Verð frá 90.000,- SÓFABORÐ AK 2560 Verð frá 119.000,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.