Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 47

Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 sólgleraugu VEFVERSLUN opticalstudio.is Norska rík- isútvarpið, NRK, hef- ur jákvæð áhrif á fjöl- miðlaflóruna í Noregi. Þetta eru niðurstöður fjölmiðlastofnunar Noregs, Medie- tilsynet, sem fékk það verkefni að meta um- svif og áhrif NRK á fjölmiðlamarkaðinn þar í landi í upphafi þessa árs. Í skýrslunni kemur fram að helsta ógn við innlenda miðla sé stórsókn erlendra risa, sér í lagi Facebook og Google. Önnur afger- andi niðurstaða er að það myndi ekki bæta stöðu einkamiðla að veikja ríkismiðilinn NRK, heldur myndi það þvert á móti hafa nei- kvæð áhrif. Jákvæð áhrif BBC, NRK og RÚV Þessar niðurstöður koma okkur hjá RÚV ekki á óvart og eru í takt við aðrar sams konar úttektir. Fyr- ir nokkrum misserum leiddi úttekt á áhrifum BBC á breska fjölmiðla- flóru í ljós að BBC hefði afar já- kvæð áhrif á menningu, efnis- framboð og gæði annarra fjölmiðla – að BBC setti viðmið sem aðrir yrðu að rísa undir líka. Það eru óumdeilanlega jákvæð áhrif og góð- ar fréttir fyrir almenning. Spurningin sem lá til grundvallar var sú sama og stundum hefur ver- ið velt upp hér á landi: Myndi það bæta stöðu einkarekinna miðla í samkeppni þeirra við alþjóðlega risa að veikja almannaþjónustuna í landinu? Í löndunum í kringum okkur hefur svarið ver- ið skýrt: Nei, það myndi ekki bæta stöðu einkarekinna miðla og enn síður myndi það styrkja stöðu lýðræðis, menningar og tungu í landinu. Skerpt á sérstöðu almannaþjónust- unnar Allir þessir þrír al- mannaþjónustumiðlar, BBC, NRK og RÚV, hafa að undanförnu verið að skerpa á hlutverki sínu og bjóða upp á enn tærari almannaþjónustu en áður. Það er í takt við vilja okkar allra til að fjölbreytt flóra einkamiðla þríf- ist við hlið öflugrar almannaþjón- ustu. Bretar, Norðmenn og Íslend- ingar hafa ítrekað stuðning við sitt almannaútvarp í könnunum sem gerðar eru reglulega. Það sama á við í mörgum öðrum löndum, t.d. sýndi almenningur vilja sinn í verki með afgerandi hætti í þjóð- aratkvæðagreiðslu í Sviss um dag- inn þar sem þjóðin hafnaði alfarið hugmyndum um að leggja al- mannaþjónustuna niður. Alþjóðlegar efnisveitur og hliðverðir upplýsinga Að undanförnu hefur verið mikil umræða um allan heim um upplýs- ingaóreiðu og neikvæðar hliðar þess að alþjóðlegar efnisveitur og fjölmiðlarisar og símafyrirtæki séu í raun orðin hliðverðir upplýsinga. Margir halda því fram að þessi þró- un sé ógn við lýðræði og vísa þar til ýmissa nýafstaðinna atburða á heimsvísu, þar á meðal forseta- kosninga í Bandaríkjunum. Reik- nilíkön og gervigreind hafa víða tekið við rit- og dagskrárstjórn – með afar misjöfnum árangri. Þessi breyting á landslagi fjöl- miðla og frjálsrar umræðu hefur verið til umfjöllunar hjá Evrópu- sambandinu um hríð. Í mars gaf sérfræðinganefnd sambandsins út leiðbeiningar um hvað þyrfti að gera til að tryggja fjölbreytta sjálf- stæða fjölmiðlun; gagnsætt eign- arhald og fjölmiðlalæsi almennings. Er leiðbeiningunum beint til aðild- arríkjanna, fjölmiðla og hinna al- þjóðlegu efnisveitna. Í niðurstöðum nefndarinnar seg- ir að breytingar undanfarinna ára séu til þess fallnar að draga úr fjöl- breytni og yfirburðastaða erlendra efnisveitna sé ógn við miðlun í hverju landi fyrir sig. Lykilnið- urstaðan er að stjórnvöld þurfi að móta stefnu um leiðir til að tak- marka heimildir hinna alþjóðlegu efnisveitna, bæta stöðu einkarek- inna miðla og styrkja enn frekar stöðu og sjálfstæði almannaþjón- ustumiðlanna sem sé grundvall- arþjónusta sem styðji við alla aðra fjölmiðlaflóru. Öll viljum við fjölbreytta fjölmiðlaflóru Umræða um stöðu fjölmiðla hér á landi er í takt við umræðu í mörgum löndum í kringum okkur. Fyrir lítið land og lítið málsvæði er mikilvægt að eiga öfluga flóru fjöl- breyttra fjölmiðla. Það er fagn- aðarefni að stjórnvöld séu að skoða leiðir til að bæta aðstöðu einkarek- inna miðla og að þau hafi þegar sýnt vilja í verki með því að boða lækkaðan virðisaukaskatt á áskrift- argjöldum þeirra. Vonandi verður einnig fundin leið til að styðja smærri miðla enda eru það helst stærri einkareknu fjölmiðlafyr- irtækin sem njóta góðs af lækkun áskriftarkostnaðar. Ábendingar sérfræðinganefndar Evrópusam- bandsins mætti augljóslega hafa til hliðsjónar, sem og viðvaranir sem fylgja þeim ábendingum. Við hjá RÚV höfum á undan- förnum þremur árum verið að skerpa mjög á sérstöðu Ríkis- útvarpsins og auka á aðgreiningu þjónustu okkar frá alþjóðlegum efnisveitum og einkamiðlum. Við höfum lagt stóraukna áherslu á innlent efni, menningarefni og þjónustu við ungt fólk. Á sama tíma höfum við minnkað verulega framboð af bandarísku afþreying- arefni enda nægt framboð hjá er- lendum sem innlendum efn- isveitum. Við höfum hins vegar aukið samframleiðslu og samstarf við hinar norrænu stöðvarnar sem skilar sér í auknu og betra leiknu efni. Samhliða kappkostum við að dýpka umræðu og brjóta málin til mergjar í nýjum fréttaskýring- arþáttum og borgarafundum á tím- um meiri upplýsingaóreiðu og sundrungar en við höfum áður upp- lifað í fjölmiðlun. Við viljum segja og heyra sögur úr okkar nágrenni, á okkar tungu- máli og viljum að þjónusta okkar stuðli að gagnrýnni víðsýni. Í nýrri stefnu RÚV kemur skýrt fram að RÚV vill vinna með öðrum miðlum og menningarstofnunum hér á landi fyrir hönd íslensks almenn- ings, íslenskrar menningar og tungu. Samkeppni okkar er fyrst og fremst við erlenda risa en ekki hvert við annað innanlands. Í þeim tilgangi gerum við aðstöðu okkar og tækjakost aðgengilegan öðrum miðlum og framleiðslufyrirtækjum. Við höfum aukið útvistun fram- leiðslu til sjálfstæðra framleiðenda, meðframleiðslu og opnað hug- myndaþróun með opnum hug- myndadögum auk þess sem öðrum miðlum og framleiðslufyrirtækjum býðst þjónusta RÚV við dreifingu og sölu efnis á erlendri grundu. Vakandi og víðsýn þjóð Öll viljum við búa í samfélagi þar sem fjölbreytt flóra fjölmiðla dafn- ar. Við viljum hafa aðgang að fjöl- breyttu erlendu efni, að því gefnu að við höfum jafnframt aðgang að vönduðu efni sem segir okkar sög- ur, sögur sem við getum speglað okkur í. Við viljum geta nýtt okkur tækni og samfélagsmiðla en líka geta lagt traust okkar á áreið- anlegar og sannar fréttir og dýpri umfjöllun. Við viljum geta haft að- gang að léttu afþreyingarefni en um leið verðum við að geta nálgast efni sem opnar okkur nýja sýn og setur heiminn í samhengi. Þetta næst með því að fjölbreyttir einka- miðlar og öflug almannaþjónusta starfi hlið við hlið. Þannig stuðlum við saman að því að hér á landi fái áfram þrifist vakandi og víðsýn þjóð. Öflug fjölmiðlaflóra mikilvæg lýðræði og menningu Eftir Magnús Geir Þórðarson Magnús Geir Þórðarson »RÚV vill vinna með öðrum miðlum og menningarstofnunum hér á landi fyrir hönd íslensks almennings, íslenskrar menningar og tungu. Höfundur er útvarpsstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.