Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Ný glæsileg ljós frá Zijlstra
Verð frá 77.000 kr.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Í nýju frumvarpi atvinnunefndar
Alþingis, til breytinga á lögum um
stjórn fiskveiða, er gert ráð fyrir
að veiðidagar til strandveiða árið
2018 verði 48, skipt jafnt á strand-
veiðimánuðina maí, júní, júlí,
ágúst. Þá er skipting strandveiða á
fjögur svæði eftir landshlutum af-
numin, en hún hefur verið frá því
strandveiðarnar hófu göngu sína
árið 2009.
Samþykkt var á Alþingi síðdegis
í gær að ljúka 2. umræðu um
frumvarpið og má búast við að
þriðja umræða hefjist í dag, sem
endað gæti með því að frumvarpið
verði samþykkt.
Vanhugsaðar breytingar
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
segja alvarlega annmarka á þeirri
ráðstöfun við stjórn fiskveiða sem
frumvarpið feli í sér, einkum þar
sem ákvörðun um að stöðva „skuli“
veiðar, eins og núverandi reglur
geri ráð fyrir, sé breytt á þann
veg að ráðherra „geti“ stöðvað
veiðarnar. Breytingarnar séu van-
hugsaðar og með þeim sé boðið
upp á lausatök við stjórn fiskveiða,
en af þeim hafi Íslendingar einmitt
mikla og slæma reynslu.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyr-
irtækja í sjávarútvegi, segir í sam-
tali við 200 mílur að samtökin geri
aðallega athugasemdir við tvö
grundvallaratriði frumvarpsins.
„Annars vegar að valkvætt verði
að stöðva veiðar, eftir að leyfileg-
um heildarafla hefur verið náð.
Þarna er verið að bjóða upp á
þessi lausatök, sem við nefnum,
sérstaklega þar sem gera verður
ráð fyrir að mikill þrýstingur verði
á ráðherra að auka við aflaheim-
ildir þegar líður á veiðarnar,“ segir
Heiðrún.
Hættan mest í andvaraleysi
„Þrátt fyrir að atvinnunefnd Al-
þingis segi að þessi breyting sé
valin með tilliti til þess að óveruleg
hætta sé á að nýtingarstefna í
þorskveiðum gangi ekki eftir, þá
er það einmitt í svona hugs-
anagangi og andvaraleysi sem
hættan er mest á að grafið sé und-
an nýtingarstefnunni og aflareglu.
Allar ráðstafanir sem geta aukið
líkur á afla umfram ráðgjöf; í þeim
felst afturför.“
Yfirlýst markmið með heimild til
strandveiða, þegar þær voru upp-
haflega settar á, hafi verið áhersla
á nýtingu sjávarauðlindarinnar
með sjálfbærni að leiðarljósi og á
ábyrgan hátt. Þá hafi verið gert
ráð fyrir að strandveiðar myndu
einkum takmarkast af þeim afla-
heimildum sem ráðstafað væri sér-
staklega til veiðanna.
„Við erum alltaf með þetta
grundvallarsjónarmið um sjálf-
bæra nýtingu, ekki bara út frá því
að við höfum þróað hér gott
fiskveiðistjórnunarkerfi, heldur
líka út frá kröfum erlendra kaup-
enda og vottunaraðila. Um leið og
við byrjum að hugsa á þann veg
sem frumvarpið lýsir, þá erum við
að stíga skref aftur á bak,“ segir
Heiðrún.
Horfið frá grundvallarhugsun
„Hins vegar gerum við at-
hugasemd við þá ákvörðun að af-
nema svæðaskiptingu strandveiða
með þessu frumvarpi. Skiptingin
hefur verið trygging fyrir því að
hver landshluti fái að minnsta
kosti lágmarksafla. Þetta er því
grundvallarbreyting, einkum ef við
lítum til þess að frumvarp til
breytinga á strandveiðum, sem
sett var fram árið 2016, var sam-
þykkt með það að markmiði að
jafna veiðidagana og auka jöfnuð á
meðalveiði báta. En þegar svæða-
skiptingin er afnumin þá er um
leið verið að hverfa frá þessari
grundvallarhugsun sem ríkt hefur
í strandveiðum til þessa.“
Þá gefur hún lítið fyrir þau rök
að strandveiðar svari spurn eftir
fiski, til dæmis á sumrin, þegar
framboð minnki hjá stærri útgerð-
um.
„Ef maður skoðar afla á fisk-
mörkuðum yfir allt síðasta ár, þá
er enginn sérstakur samdráttur
yfir sumarið. Þannig að strand-
veiðarnar halda ekki uppi því að
hér sé vinnsla allt árið um kring.
Magnið er einfaldlega ekki af því
tagi.“
Heiðrún segir að breytingar af
þessu tagi séu hluti af flóknu sam-
hengi í öllu fiskveiðistjórn-
unarkerfinu. „Við teljum erfitt að
sjá fyrir mögulegar afleiðingar
þessa frumvarps. Allar svona
breytingar þarf því að skoða
gaumgæfilega og vinna í sátt við
alla hagsmunaaðila, sem eru auð-
vitað ekki bara smábátasjómenn
heldur sjávarútvegur í heild sinni,
sveitarfélög um land allt sem og
þjónustuaðilar.“
Frumvarpið jákvætt
Landssamband smábátaeigenda
segir frumvarpið afar jákvætt fyrir
Framför eða skref
aftur til fortíðar?
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssamband
smábáteigenda eru ósammála um ágæti nýs frum-
varps atvinnunefndar um breytingar strandveiða.
Frumvarpið gæti hlotið samþykki Alþingis í dag.
Örn
Pálsson
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Iceland’s Finest-vörulínan frá ORA,
sem inniheldur rjómakennda loðnu-
hrognabita, stökka kavíarbita og
ljúffenga humarsúpu, hefur verið
valin vörulína ársins á sjávarútvegs-
sýningunni í Brussel, sem lýkur í
dag.
Tilkynnt var um vinningshafa við
hátíðlega athöfn á þriðjudagskvöldið
í sýningarhöllinni í Brussel. Þar hef-
ur ORA undanfarna daga kynnt
vörumerkið og vörulínu Iceland’s Fi-
nest, en hún inniheldur forrétti sem
byggjast eingöngu á íslensku há-
gæða hráefni og gerir fólki kleift að
útbúa bragðgóða og girnilega sjáv-
arforrétti með afar einföldum og
fljótlegum hætti, að því er fram
kemur í tilkynningu frá framleiðand-
anum.
Allar vörurnar prófaðar
Sjávarútvegssýningin í Brussel er
sú allra stærsta í heiminum á þessu
sviði og stendur árlega fyrir vali á
bestu nýju vörum ársins. Allar vör-
urnar sem voru tilnefndar til verð-
launanna voru sérstaklega prófaðar
og metnar af fagmönnum og inn-
kaupafólki úr smásölu og stóreld-
húsageiranum, auk þess sem sér-
fræðingar í nýjum matvörum lögðu
mat sitt á þær.
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir
okkur hjá ORA en við erum að
keppa við mörg af stærstu fyr-
irtækjum heims með sjávarafurðir
um athygli á vörunýjungum og við
stöndum skrefinu framar en þau,“
segir Jóhannes Egilsson, útflutn-
ingsstjóri ORA.
Auka verðmæti sjávarafurða
„Í mínum huga endurspeglar
þessi viðurkenning kraft, þor og
metnað hjá eigendum ÍSAM/ORA til
að auka verðmæti íslenskra sjáv-
arafurða og taka næsta skref í þróun
og markaðssetningu á okkar frá-
bæru afurðum,“ segir Jóhannes Eg-
ilsson, útflutningsstjóri ORA.
Vörur ORA sköruðu
Verðlaun Jóhannes tók við verð-
launagripnum á þriðjudagskvöld.
Hvað er í bíó?
mbl.is/bio