Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 51

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is strandveiðar, og vísar einkum til þess að sjómenn geti í framhaldinu valið hvaða daga mánaðarins þeir haldi til veiða. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það eðlilegt að SFS geri at- hugasemdir við að valkvætt verði fyrir ráðherra hvort veiðarnar skuli stöðvaðar. „En það verður að vera þannig og við höfum sótt það mjög stíft. Við erum enda ekki ánægðir með það að það sé ekki algjörlega tryggt í frumvarpinu að veiðarnar verði ekki stöðvaðar. Það er það sem að var stefnt með þessari til- raun, að það væri enginn þrýst- ingur á menn varðandi það að veiðarnar gætu verið stöðvaðar á tilteknum tíma. Með þessari breyt- ingu hefur ráðherra tóm til að velta þessu fyrir sér, sem ég tel að sé algjörlega nauðsynlegt.“ Niðurnjörvað í aflaregluna Frumvarpið beri engan vott um þau lausatök sem SFS nefnir. „Kerfið er búið að vera nið- urnjörvað í þessa aflareglu og Landssambandið hefur barist fyrir því að fá sveigjanleika í aflaregl- una. Það hefur ekki fengist, sem orðið hefur til þess að við höfum verið með veiðar undir því marki sem aflareglan hefur kveðið á um á undanförnum árum. Enginn hef- ur kvartað undan lausatökum í því sambandi.“ Örn segir að vilyrði hafi fengist fyrir aflaaukningu og því búist hann ekki við að afli strandveið- anna nái því marki sem gert sé ráð fyrir. Bendir hann á að með frum- varpinu sé reynt að færa veiðarnar til betri vegar. Komið verði í veg fyrir það óæskilega kapp sem myndist óhjákvæmilega, þegar fyr- irsjáanlegt þykir að veiðarnar verði stöðvaðar í náinni framtíð. Öryggisatriði fyrir sjómenn „Það eru vissulega enn til staðar miklar takmarkanir í strandveið- unum. Það er hámark á afla hvers dags og þú mátt ekki vera lengur en fjórtán tíma í róðrinum, svo ég nefni dæmi. En taki frumvarpið gildi geta menn að minnsta kosti valið þá daga sem haldið er til veiða,“ segir hann og bætir við að um mikið öryggisatriði sé að ræða. Enginn hvati sé þá til staðar fyrir sjómenn til að fara út á sjó í slæmu og hættulegu veðri. Spurður um þá gagnrýni sem SFS hefur sett fram, að hætta sé á að orðspor íslensks sjávarútvegs kunni að bíða hnekki verði frum- varpið samþykkt, segir Örn að strandveiðar hafi aðeins orðið til að bæta það orðspor undanfarin ár. Litið upp til Íslendinga „Kerfið var miklum mun meira gagnrýnt, áður en strandveiðunum var komið á,“ segir Örn. „Sér- staklega sú staðreynd að menn gætu ekki keypt sér bát og farið að róa, öðruvísi en með því að kaupa sér kvóta frá þeim sem höfðu hlutdeildina; stóru útgerð- unum. En með strandveiðunum hljóðnaði þessi umræða, sem orðin var mjög hávær í þjóðfélaginu,“ bætir hann við og vísar í því sam- bandi til Frjálslynda flokksins sál- uga, sem hafði strandveiðar á stefnuskrá sinni. „Ég held að það sé nú frekar lit- ið upp til okkar Íslendinga, að við séum með svona kerfi til hliðar við aflamarkskerfið.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sól og blíða Strandveið- ar í mynni Eyjafjarðar. „Á undanförnum tveimur árum höfum við lagt mikla vinnu í vöruþróun og vörumerkjauppbygg- ingu sem hefur skilað okkur frá- bærri vöruhugmynd sem byggist á hágæða vörum unnum úr íslenskum sjávarafurðum,“ segir Jóhannes. Áður hefur ORA unnið til verð- launa á sjávarútvegssýningunni í Boston, sem haldin var fyrr á árinu. Verðlaunin voru veitt fyrir áð- urnefnda loðnuhrognabita, en rétt- urinn samanstendur af masago, sem unnið er úr íslenskum loðnuhrogn- um, laxamús úr íslenskum eldislaxi, og sesam-brauðkexi. fram úr í Brussel ORA Vörurnar eru markaðssettar undir merkinu Iceland’s finest. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.