Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 52

Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 52
Marta María mm@mbl.is Ef þú ert vön að vera alltaf upp- stríluð á himinháum hælum og of- urþröngum fötum er þessi sum- artíska kannski dálítið óþægileg. Það tekur nefnilega tíma að venjast litríkum og víðum fötum. Taka eitt skref í einu og hleypa nýjum tísku- straumum inn smátt og smátt. Eða þangað til þú finnur fyrir sjálfs- traustinu á nýjan leik. Tískumerkið Ganni, sem selt er í Geysi, er með stórkostlega sum- arlínu þar sem öllu er blandað sam- an: Hlébarðamunstur við rósótt, blómakjólar, gulir gallajakkar og röndóttar peysur. Þar að auki koma pífur og púff við sögu. Efnin eru létt og falleg og það sem er gott við þessa línu er að hún er á ágætu verði. Það er kannski ekki hægt að segja að systurmerkið Gucci, sem kemur frá Ítalíu, sé á sama góða verðinu. Það breytir því ekki að fólk virðist ekki láta verðmiðann á Gucci stoppa sig og virðast allt of margir vera lögerfingjar Jóakims aðal- andar yfirgreifa í Andabæ. Hugmyndir hönnuða Ganni og Gucci eru þó ekki svo ólíkar. Mögulega er hönnuður Ganni undir áhrifum frá Alessandro Mic- hele, sem er listrænn stjórnandi Gucci. Hann tók við starfinu í jan- úar 2015 og hefur síðan hann tók við gert mjög áhugaverða hluti með Gucci og gert merkið að einu eftir- sóttasta tískumerkinu á mark- aðnum í dag. Michele hefur gert lógóa-tískuna óendanlega heita á ný enda enginn maður með mönnum nema vera sér- merktur í bak og fyrir. Það sem er merkilegt við þessar vinsældir er að það eru ekki bara forríkar frúr sem eru sérmerktar heldur eru það ung- lingspiltar sem sækja hvað mest í Gucci. Og til þess að geta fjárfest í Gucci-belti eða -stuttermabol eru menn farnir að vinna fyrir sér því Gucci-æðið spyr hvorki um stétt né stöðu eins og sagt er. Og ef fólk langar nógu mikið í eitthvað þá vinnur það bara meira með skól- anum. Það er að segja ef það á ekki foreldra með samviskubit sem borga brúsann án athugasemda. Gallinn við nútímaforeldra er að þeir eru svo uppteknir við að sigra sinn eigin heim að þeir eru með stöðugt samviskubit gagnvart börn- unum sínum sem gerir það að verk- um að þessir foreldrar bara borga (til þess að kaupa sér sálarfrið). Sá friður er reyndar ekkert sér- staklega góð fjárfesting til lengri tíma, en getur veitt augnabliks- hugarró. Einu sinni var hægt að greina út frá klæðaburði hvort fólk ætti eitt- hvað undir sér eða ekki en það er snúnara í dag. Fólk virðist setja merkjavörukaup í forgang meðan mín kynslóð og kynslóð foreldra minna lagði meiri áherslu á að eign- ast þak yfir höfuðið en að vera í flottum fötum. Í þá daga var hvorki hægt að fá yfirdrátt né smálán og því neyddist fólk til að safna fyrir hlutunum. Það þurfti að safna því það hafði ekki val. Það þurfti að greiða afborganir af húsnæðislánum og þegar búið var að kaupa það allra nauðsynlegasta var sjaldnast eitthvað eftir til að kaupa skrautleg föt. En svo breyttust tímarnir. En nóg um það. Sumartíska Gucci og sumartíska Ganni á það sameiginlegt að vera skrautleg og frjáls. Hjá Gucci má til dæmis finna rósótta kjóla og eru íþróttajakkar með áberandi lógóum hafðir yfir. Gucci er líka með þröng- ar bleikar glansbuxur sem eru ekki ósvipaðar þeim sem mín kynslóð klæddist á Skuggabarnum um síð- ustu aldamót. Nema mín kynslóð hefði alltaf valið eitthvað mjög þröngt og flegið við buxurnar, ekki prjónapeysu eins og Gucci gerir. Gucci sýnir líka síð plíseruð pils við víðar pallíettupeysur og stóra og víða rykfrakka. Svo er það mónó- grammið frá Gucci sem er að koma sterkt inn aftur eftir nokkurt hlé. Það er ekki bara prentað á töskur og skó heldur eru heilu gervipels- arnir þrykktir með GG. Það sem er heillandi við þessi lit- ríku og víðu föt er að þau koma með gleði inn í líf fólks. Það er að segja ef fólk á peninga fyrir þeim. Smálán hafa aldrei verið góð hugmynd og alls ekki þegar kemur að tískuföt- um. Ætlar þú að taka smálán fyrir sumartískunni 2018? Sumartískan hefur sjaldan verið eins sjarmerandi og akkúrat núna. Ef við ætl- um að ganga í takt við helstu tískustrauma þurfum við að hætta að vera hræddar og leyfa okkur. Frelsi og óttaleysi er lykilorðið þetta sumarið. G uc ci G uc ci G an ni G uc ci G uc ci G an ni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.