Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 ✝ Þórður ÞórðarKristjánsson fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 18. júní 1924. Hann lést á Landa- koti 16. apríl 2018. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ján B. Eiríksson og Helga G. Þórðar- dóttir. Börn þeirra voru auk Þórðar Sturlína Vigdís (látin), Sigríður, Guðfinna, Eyrún og Ásdís. Þórður kvæntist Unni Har- aldsdóttur, f. 26. september 1923, d. 27. september 2011. Þórður átti fyrir Ómar, f. 1945, kvæntur Friðgerði Björk Friðgeirsdóttur. Ómar átti fyrir Sigurþór Yngva, kvæntur Berg- lindi Ásgeirsdóttur. Dóttir Sig- urþórs er Eva María. Börn Ómars og Friðgerðar eru a) Atli, kvæntur Sigrúnu Huldu Jónsdóttur, börn þeirra eru Anton Örn, Margrét Sif og Diljá Björk. b) Gunnsteinn Reynir, kvæntur Berglindi Ósk Haraldsdóttur. Gunnsteinn átti fyrir Fannar. Börn Gunnsteins og Berglindar eru Helga Ósk, Hildur Björk, Andrea Ösp og er Máni. c) Unnar, sambýlis- kona er Unnur Helga Marteins- dóttir en hún á Emilíu Diljá, Ástvald Ými og Benóný Vikar. Fyrir átti Kristján d) Kristínu Erlu, sambýlismaður Þórður Halldórsson, börn þeirra eru Kolbrá Jara og Hrafnhildur Birna. d) Elísabetu Dröfn, sam- býlismaður Guðjón Karl Arnar- son, börn þeirra eru Benjamín Karl og ónefnd stúlka. 4) Unn- ur, f. 1956, gift Valdimar Er- lingssyni, börn þeirra eru a) Erla Hrönn, börn hennar eru Magni, Freyr og Þór. b) Erling, kvæntur Berthu Kristínu Óskarsdóttur, börn þeirra eru Valdimar, Margrét Ösp og Þór- unn Emilía. c) Þórunn, sam- býlismaður er Kristinn Loftur Einarsson, börn þeirra eru Baldur Freyr og Unnur Freyja. 5) Þórður Már, f. 1964, d. 1990, sambýliskona var Arndís Sævarsdóttir, börn þeirra eru Ruth Þórðar, sambýlismaður er Wentzel Steinarr, og Þórður Atli, sambýliskona er Þóra Sayaka. Þórður stundaði nám í húsa- smíði og lauk meistaraprófi í þeirri grein árið 1951. Þau hjónin bjuggu í Reykjavík. Þórður vann sem húsasmíða- meistari en síðustu árin hjá Reykjavíkurborg. Þórður verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 26. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Emilía Ýr. c) Re- bekka, gift Reyni Guðfinnssyni, börn þeirra eru Ómar Örn, Kolbrún Olga og Rebekka Krist- ín. Börn Þórðar og Unnar eru 1) Har- aldur, f. 1949, d. 1968, 2) Kristján, f. 1950, kvæntur Guð- rúnu G. Þórarins- dóttur. Börn þeirra eru a) Guð- laug Þóra, gift Örnólfi Þorvarðarsyni, börn þeirra eru Guðrún Sara, Þorvarður Snær og Kristján Sölvi. b) Unnur Ýr, gift Bjarna Pálssyni, börn þeirra eru Kristján Frosti, Álf- heiður og Páll Theodór. c) Þórður Örn, kvæntur Völu Gísladóttur, börn þeirra eru Fróði og Óðinn. d) Þórarinn Már, sambýliskona hans er Elsa Dóra Hreinsdóttir. 3) Helga, f. 1953, gift Kristjáni Guðmunds- syni, barn þeirra er a) Alexand- er Pétur, unnusta er Melkorka Rán Hafliðadóttir. Helga átti fyrir b) Harald Hannes, dóttir hans er Ylfa Marín, sambýlis- maður hennar er Sigbjartur Skúli Haraldsson, barn þeirra Þórður pabbi minn var bor- inn og barnfæddur á Suðureyri við Súgandafjörð hjá foreldrum sínum Helgu Þórðardóttur og Kristjáni Bergi Eiríkssyni. Hann stundaði nám í húsasmíði við Iðnskólann á Ísafirði og lauk svo meistaraprófi í þeirri grein árið 1951. Pabbi flutti til Reykjavíkur ásamt mömmu, sem kom frá Siglufirði, og bjuggu þau fyrst um sinn á Leifsgötu með bræður mína Harald og Kristján. Haraldur fæddist 1949 og Kristján 1950. Þegar afi og amma fluttu líka til Reykjavíkur réðust þeir pabbi og afi í að byggja stórt þriggja hæða fjölskylduhús í Njörvasundi 35. Í þessu húsi bjuggu lengi margar kynslóðir, þar bjuggu pabbi, mamma og við systkinin fjögur ásamt afa og ömmu og fjórum systrum pabba. Svo þegar þær eignuð- ust sín börn byrjuðu þær sinn búskap í kjallaranum. Oft var margt um manninn og glatt á hjalla í Njörvasundinu. Það dró fyrir sólu þegar lömunarveikif- araldur gekk yfir landið því þá veiktust báðir bræður mínir og lamaðist Haraldur, svo hann var bundinn hjólastól allt sitt líf, hann lést 1968 á 19. aldurs- ári. Þetta var mikill skellur og álag á fjölskylduna, en þá vor- um við Unnur fæddar, ég 1953 og Unnur 1956. Þrátt fyrir mikla vinnu og álag á heimilinu ákváðu pabbi og mamma að byggja sér nýtt og þægilegra hús í Ásenda 5. Allt á einni hæð og án þröskulda. Þangað flutti fjölskyldan svo vorið 1964. Þórður Már fæddist svo 30. júní sama ár. Eins og úr Njörva- sundinu á ég mjög góðar minn- ingar úr Ásendanum. Enn eitt reiðarslagið skall svo á fjöl- skyldunni árið 1990, en þá fórst Þórður Már bróðir af slysför- um, þá 26 ára gamall og lét eft- ir sig sambýliskonu og tvö börn. Þetta var mjög erfiður tími fyrir okkur öll og lifum við með þeirri sorg. Pabbi minn elskulegur vann alltaf mikið en aldrei heyrðist hann kvarta undan hag sínum. Hann hefur gegnum tíðina byggt mörg húsin í Reykjavík, sem standa nú sem minnisvarð- ar um hann. Hann vann alla tíð sem húsasmíðameistari en dró saman seglin í þeim rekstri síð- ustu árin og vann þá hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- borgar, þar hafði hann umsjón með viðhaldi og viðgerðum á skólum borgarinnar. Pabbi var mikill íþrótta- maður, sem ungur maður stundaði hann skíðaíþróttina af kappi og fimleika einnig. Það geta væntanlega fáir státað af því að hafa staðið á höndum 80 ára, en það gerði hann. Hann elskaði líka útiveru, sólböð og að ferðast til heitari landa. Í huga mínum eru bara góðar minningar um pabba og ekki man ég eftir að hann skipti skapi, þó maður hafi verið ansi uppátektarsamur. Hann lifði líf- inu af æðruleysi og af virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Það sem ég er þakklát fyrr að hafa átt hann sem pabba, hann hefur kennt mér svo margt sem ég hef reynt að tileinka mér. Helga Þórðardóttir. Í dag kveðjum við elskulegan tengdapabba minn sem lést eft- ir stutta sjúkrahúslegu. Árið 1949 kvæntist Þórður Unni Haraldsdóttur, sem lést árið 2011. Þau eignuðust fimm börn en Þórður átti einn son frá fyrri tíð. Unnur og Þórður áttu gott líf saman en ekki var það alltaf auðvelt. Elsti sonurinn, Haraldur, lést 19 ára gamall og hafði þá verið í hjólastól í 13 ár. Dauði Haraldar var mikil sorg sem þurfti að takast á við. En það sat ekki hér við. Yngsti sonurinn, Þórður Már, drukkn- aði 25 ára gamall. Aftur er höggvið í sama knérunn, enn hellist sorgin yfir fjölskylduna. Með æðruleysi, jákvæðni og bjartsýni tókst Þórði að vinna úr sorginni og lifa áfram án bit- urðar. Frá barnsaldri var Þórður mikill íþróttamaður. Allt til endaloka þjálfaði hann líkam- ann. Sagði að maður fengi bara einn líkama í þessu lífi og eng- inn hugsaði um hann nema maður sjálfur. Hann var því vel á sig kominn líkamlega allt til dauðadags. Hann var einnig mikið snyrtimenni og var alltaf vel til fara. Hann var mikill vel- unnari lífsins, naut lystisemda þess en þó alltaf í hófi. Hann var sælkeri á mat og drykk og naut þess að koma í mat til fjöl- skyldunnar, barna sem barna- barna. Í hvert skipti þegar sest var að borði tók hann til máls og sagði: „Skál og mikið er gaman að vera hérna með ykkur“. Þórður var alla tíð mikill sól- dýrkandi, naut hvers sólar- geisla sem hann náði í. Hann hafði gaman af að ferðast og fór margar sólarlandaferðir á seinni árum, þá síðustu 92 ára gamall. Þórður vann mestalla ævi sína sem húsasmíðameistari, byggði fjöldann allan af ein- býlishúsum frá grunni. Hann var vandvirkur og lét hlutina ekki frá sér fara nema þeir væru honum til sóma. Á þess- um árum var stundvísi ekki hans sterka hlið. Oft kom hann allt of seint en á þessu varð breyting, sérstaklega eftir að hann var orðinn einn. Eftir það mátti stilla klukkuna eftir Þórði. Í mörg ár stundaði hann líkamsrækt í Bata í Kringlunni, mætti þar á hverjum morgni. Hann lagði af stað að heiman kl. 7.20 og var kominn á sinn fyrsta áningarstað kl 7.30 á læknastofu Kristjáns sonar hans, þar sem hann fékk morgunkaffi. Væri Kristján of seinn beið hann fyrir utan. Hann sat nákvæmlega 15 mín- útur og þá var haldið áfram í Bata. Á seinni árum lagði Þórður fyrir sig ljóðalestur. Þetta var bæði hugarleikfimi og utanbók- arnám en hann lærði ógrynni af vísum. Allar þessar vísur áttu það sameiginlegt að hafa boð- skap, eitthvað gott fram að færa. Hann fór með vísur við öll möguleg tækifæri og voru langafabörnin búin að læra þær flestar utanbókar. Fimmtán ára kom ég inn í fjölskylduna og var strax vel tekið og aldrei skyggði á sam- band okkar Þórðar þau fimmtíu ár sem á eftir komu. Eftir að Unnur fór á hjúkrunarheimili árið 2009 og til dauðadags bjó hann einn í Ofanleitinu. Þangað lá oft leiðin, sest var niður með eitt glas af Drostdy Hof, uppá- haldsrauðvíninu, og Nóa kon- fektmola. Margt var skrafað, hlegið og farið með ljóð. Þess- ara samverustunda mun sárt verða saknað. Guðrún G. Þórarinsdóttir. Æðruleysi, jákvæðni og trú á lífið og það besta í hverjum manni finnst mér hafa einkennt Þórð tengdaföður minn. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að hann væri lengra kominn í skilningi sínum á tilverunni heldur en margir aðrir. Aldrei talaði hann illa um nokkurn mann. Hann virtist sjálfur vera svo viss um hvað það væri sem skipti mestu máli; hver og ein manneskja væri sjálf ábyrg fyr- ir líðan sinni og hamingju. Lykillinn að því væri að hugsa vel um líkamann og rækta sál- ina. Hvort tveggja gerði hann allt sitt líf, þrátt fyrir áföllin. Hann var þakklátur fyrir fjölskyldu sína og alla afkom- endur. Hann var þakklátur fyr- ir samverustundirnar með sín- um nánustu og lét aldrei hjá líða á slíkum stundum að segja „gaman að vera með ykkur“. Og allir vissu að hann meinti það frá sínum innstu hjartarót- um. Gjarnan fylgdi hann því svo eftir með því að fara með eitt eða fleiri af uppáhaldsljóð- unum sínum. Það eru þrjátíu ár síðan leið- ir okkar lágu fyrst saman. Ég mun ávallt sjá hann fyrir mér með sitt stóra bros og djúpa hlýju í augum, frá fyrsta degi og æ síðan. Nú er komið að því að láta allar góðu minningarnar um þennan góða mann tala til okk- ar sem eftir lifum. Og ég þakka fyrir mig og mína og allt sem Þórður minnti mig iðulega á að kunna að meta í lífinu. Guð blessi minningu Þórðar Kristjánssonar. Kristján Guðmundsson. Nú kveðjum við afa í Ofan- leiti sem var góður vinur og fyrirmynd okkar bræðra. Afi Þórður lenti í ýmsum mótvindi í lífsins ólgusjó en tókst á við þá erfiðleika með ótrúlegu æðru- leysi og jákvæðni. Afi trúði statt og stöðugt á að lífið hefði margt að bjóða og lifði því til fullnustu þau 94 ár sem hann átti. „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ lýsir manninum vel. Það eru ekki margir sem geta státað af því að standa á hönd- um 80 ára gamlir! Alla morgna gerði hann léttar leikfimisæf- ingar, borðaði reglulega og naut bæði matar og drykkjar. Það er ekki lengra síðan en síð- asta haust sem við bræður kíkt- um í heimsókn, sólin skein og því var afi úti á palli í sólbaði og þegar okkur bar að garði var sóttur kaldur Egils Gull ásamt súkkulaði til að njóta í blíðunni. Við eigum mörg dýr- mæt minningarkornin um hann afa okkar. Afi Þórður var alla tíð mjög félagslyndur og fór reglulega með heilræðavísur á manna- mótum sem gengu út á að njóta líðandi stundar og vera glaður með lífið, heilræði sem við bræður ætlum að reyna eftir fremsta megni að halda á lofti. Við þökkum þér samfylgdina, elsku afi, og kveðjum þig með vísu sem þú hélst mikið upp á: Byrgðu þig aldrei í bústað þínum á bak við lokuð hlið. Því stærri veröld sem við þér blasir, því voldugri sjónarmið. Láttu þér fátt um flos og sessur og fágaða skápa og borð. Sífellt dekur við dauða hluti er dulbúið sálarmorð. (Davíð Stefánsson) Þínir afadrengir, Þórður Örn og Þór- arinn Már Kristjáns- synir (Dotti og Dói). Gott er að minnast afa, hann var kátur maður, fallegur og einstaklega ljóðelskur í seinni tíð. Þau eru ófá skiptin sem við systur fengum að njóta þess að sitja með honum yfir rauðvíns- glasi og hlusta á hann fara með vísur og ljóð. Fyrstu minningar okkar um afa og ömmu voru þegar þau komu að heimsækja okkur barnungar þar sem við bjuggum með foreldrum okkar í Danmörku. Það voru miklar gleðistundir og sérstaklega var það skemmtilegt þegar afi sýndi okkur íþróttataktana, gekk á höndum um stofugólfið og gerði Mullersæfingar. Þess- ar sýningar voru þó ekki ein- skorðaðar við barnæsku okkar því hann var orðinn 80 ára þeg- ar hann sýndi okkur þetta síð- ast og stóð á höndum. Gott var að afrekið náðist á ljósmynd þar sem ýmsir hafa dregið frá- sögnina í efa. Af mörgu er að taka þegar farið er yfir minn- ingarnar en sérlega skemmti- legt þótti okkur þegar hann kenndi okkur systrum fiskflök- un þegar hann var með okkur í Hvallátrum á Breiðafirði fyrir nokkrum árum. Þar sýndi afi af sér mikla þolinmæði í kennsl- unni en var einnig mjög vand- látur þegar kom að matinu á flökunum. Undanfarna tvo mánuði hrakaði heilsu hans og var hann kominn á Landakot. Í síðustu heimsóknum hans lýsti hann til- raunum sínum til að stofna leik- fimihóp á meðal vistmanna, en sjálfur gekk hann um ganga og gerði æfingar á hverjum degi klukkan 10, að loknum stofu- gangi. Í dag kveðjum við afa okkar og vitum að hann er farinn í Sumarlandið að hitta ömmu og syni þeirra tvo sem fóru þangað allt of snemma. Minningin lifir áfram þegar barnabarnabörnin keppast við að ganga á höndum og fara með vísurnar hans afa. Við látum eina af hans uppá- haldsvísum fylgja með. Takk fyrir allt, elsku afi. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Guðlaug Þóra og Unnur Ýr. Fundum okkar Þórðar bar fyrst saman þegar hann var kominn á áttræðisaldur og son- ardóttir þeirra hjóna varð tengdadóttir okkar Álfheiðar. Þórður og Unnur kona hans bjuggu í næsta nágrenni við okkur og eftir að Unnur lést haustið 2011 skapaðist sú venja að Þórður kom til okkar í kaffi einu sinni í viku. Þórður var mikill nákvæmnismaður og vanafastur. Hann kom ná- kvæmlega klukkan tíu á hverj- um miðvikudagsmorgni, nánast hvernig sem viðraði, í vetrar- veðrum með skíðastafi, trefil og vettlinga, en ávallt berhöfðaður. Hann var hraustur eftir aldri, bjó að því að hafa fyrr á árum stundað íþróttir, einkum fim- leika, og hélt sér við með því að stunda líkamsrækt meðan heilsa leyfði. Þessar heimsóknir Þórðar voru mikið gleðiefni. Við höfðum um margt að spjalla, hann rifjaði upp æsku sína við Súgandafjörð og störf sín sem húsasmíðameistari, sagði með stolti frá börnum sínum, fjöl- skyldum þeirra og systrum sín- um og ljóst að þar ríkti gagn- kvæm ást og umhyggja. Eilífðarmálin voru Þórði hug- leikin, ef til vill leitaði hann þar huggunar vegna áfalla í lífinu. Þau hjón urðu fyrir þeirri sorg að missa tvo syni sína og Unn- ur féll nýlega frá sem fyrr seg- ir. En Þórður bar harm sinn í hljóði og aðdáunarvert hvað hann hélt vel glaðlyndi sínu og æðruleysi til hinstu stundar. Reyndar var helsta umræðu- efni okkar af öðrum toga: Skáldskapur. Þórður var ljóð- elskur, kunni fjölmargar vísur og hafði gaman af að fara með þær. En smám saman tók sjón hans að hraka svo að hann átti erfitt með að lesa og læra nýjar vísur. Hann naut þess þá að hafa yfir þær sem hann kunni frá fyrri tíð og þá átti vel við máltækið að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Um mitt síðastliðið ár var heilsu Þórðar tekið að hraka svo að ákveðið var að eftirleiðis yrðu kaffifundirnir heima hjá honum, nákvæmlega á sama tíma og venjulega. Þórður hit- aði kaffið og ég kom með með- lætið. Hann kveikti á kerti og við áttum notalegar stundir við eldhúsborðið hjá honum. Hann fór með vísur sínar og ég hafði stundum með mér ljóðabók og las fyrir hann. Í janúar sl. lagðist Þórður inn á spítala og átti síðan ekki afturkvæmt heim. Þar með var lokið þessum góðu stundum okkar. En eftir sitja ljúfar minningar og þakklæti fyrir dýrmæt kynni. Vonandi bíður hans nú sumarlandið þar sem eilíft sólskin ríkir og ástvinir hittast á ný. Þar sem vor er í lofti fer vel á því að kveðja Þórð með vorvísu sem hann hafði mikið dálæti á: Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu vorsól inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, Þegar blessuð sólin skín. (Stefán frá Hvítadal) Páll Bjarnason. Ég minnist með hlýhug Þórðar tengdaafa míns, sem í hárri elli hefur nú hefur kvatt okkur hinsta sinni. Daginn áður en hann féll í dá, sem hann vaknaði ekki upp af, áttum við Gulla góða stund með honum og hann muldraði með okkur vísur, brosti og tók þéttingsfast í hendur okkar. Þrátt fyrir að líkamlegt ástand hans hefði þá bilað mikið, var æðruleysið ríkjandi eins og honum var tamt og hann virtist tilbúinn í ferðina í sumarlandið. Allt þar til undir það síðasta var atgervi hans gott enda hugsaði hann vel um að halda sér í góðu formi og náttúrlega spillti ekki fyrir að hann var með vestfirskan grunn. Hann var fimur og sterkur og vel fram yfir áttræðisaldurinn gat hann til dæmis vippað sér í handstöðu. Ein af aðferðum hans til að stöðva framgang hvers kyns umgangspesta og veikinda ef slíkt gerði vart við sig, a.m.k. á seinni árum, var að taka eina matskeið af koníaki að morgni og benti hann mér ófáum sinnum á lækninga- máttinn sem af þessu stafaði. Ég komst að því fyrst eftir að við Gulla byrjuðum að núa saman nefjum að Þórður hefði byggt hús föður míns og móður í Vorsabænum, þar sem ég ólst upp og að hann hefði slitið barnsskónum á Súgandafirði, rétt eins og faðir minn og að þeir hefðu þar meira að segja verið nokkuð nánir vinir. Það voru því ýmis bönd sem tengdu okkur saman. Ég renndi nýlega yfir minn- ingarbrot sem faðir minn hafði skráð af bernskuárunum sínum og fannst gaman að sjá minnst á „Dódó“ og brall þeirra í Súg- anda. Ein sagan sem segir af þeim félögum, auk vinar þeirra Palla Janna, var svohljóðandi: „Einu sinni komum við okkur upp eins konar safnkassa fyrir sælgæti og annað góðgæti sem okkur áskotnaðist. Kassann földum við að mestu niðurgrafinn á góðum stað langt uppi í hlíðinni fyrir ofan þorpið og fórum þangað nokkrum sinnum að bæta í safnið, sem óx jafnharð- an, því ekkert mátti hreyfa. Þar kom að því að við rákum okkur á fyrirbæri sem nú er þekkt sem „takmarkað geymsluþol“. Var nú ekki um annað að ræða en bjarga því sem bjargað varð og sátum við yfir björgunar- starfi uns ekkert var eftir æti- Þórður Þórðar Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.