Morgunblaðið - 26.04.2018, Qupperneq 75
Reykjavík árið 2008 og rekstrar-
iðnfræði ári síðar.
Björn Ingi starfaði hjá Pósti og
síma 1991-1998 við viðhald og
rekstur á búnaði á Austurlandi.
Árin 1998-2006 vann hann hjá Há-
tíðni við viðgerðir og umsjón með
tölvukerfum og notendaþjónustu
og 2008-2014 sem sjálfstætt starf-
andi í tæknigeiranum, við
ljósleiðaralagnir og tengingar
ásamt ýmsum rafbúnaði og stýr-
ingum. Frá árinu 2014 til dagsins í
dag hefur Björn Ingi verið bæj-
arstjóri Sveitarfélagsins Horna-
fjarðar.
Af fleiri störfum þá vann Björn
Ingi við afleysingar og helgarstörf
í lögreglunni á Höfn frá 1993 fram
undir 2000. Frá 1991-2006 vann
hann félagsstörf í þágu björgunar-
og slysavarnasveita, 1991-1993 var
hann umsjónarmaður unglinga-
deildarinnar Grós á Egilsstöðum,
1993-1994 umsjónarmaður ung-
lingadeildarinnar Brands á Höfn,
1994-2004 sat hann í stjórn björg-
unarfélags Hornafjarðar og 2002-
2006 var hann í nefnd um skipt-
ingu fjármagns innan Lands-
bjargar.
Björn Ingi hefur setið í bæjar-
stjórn Sveitarfélagsins Horna-
fjarðar frá 2006 til dagsins í dag.
„Ég hef starfað að félagsmálum
frá 16 ára aldri og fólk kom að
máli við mig og fannst það eðlilegt
næsta skref að ég tæki þátt í
bæjarpólitíkinni og mér leist vel á
það. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á því sem er að gerast í
kringum mig.“
Áhugamál Björns Inga eru fjöl-
skyldan og vinir, útivist og ferða-
lög. „Ég reyni að fara reglulega í
göngur þegar færi gefst, um helg-
ar og á sumrin. Ég fór í mars til
Króatíu og Svartfjallalands, fer í
flandur um Ísland í sumar og von-
andi meira en vanalega, og síðan
eru það tónleikar með Ed Sheeran
í júní með fjölskyldunni.“
Fjölskylda
Eiginkona Björns Inga er
Hrafnhildur Magnúsdóttir, f. 12.5.
1968, innheimtufulltrúi Sveitar-
félagsins Hornafjarðar. Foreldrar
hennar: Ester Gísladóttir, f. 23.9.
1945, húsfreyja í Reykjavík, og
Magnús Þorláksson, f. 11.5. 1944,
d. 26.12. 1999, vélstjóri.
Börn: 1) Magnús Freyr Heimis-
son, f. 30.4. 1987, nemi í Horsens í
Danmörku, maki: Ólöf Inga Hrafn-
kelsdóttir, f. 27.3. 1988, börn: Hild-
ur Björg, f. 2013, og Björn Búi, f.
2016; 2) Jón Ingi, f. 12.4. 1989, há-
tæknifræðingur hjá Skaganum 3X,
maki: Ásta Jónsdóttir, f. 21.7.
1990; 3) Guðjón, f. 25.9. 1993, nemi
í Háskólanum í Reykjavík, maki:
Elín Dóra Elíasdóttir, f. 27.12.
1995; 4) Íris Mist, f. 5.3. 2002, nemi
í Grunnskóla Hornafjarðar.
Systkini: Karl Sævar, f. 1957,
kerfisfræðingur í Illinois í Banda-
ríkjunum; Sigurjón Rúnar, f. 1959,
blikksmíðameistari á Selfossi;
Helga, f. 1964, hagfræðingur og
framkvæmdastjóri BSRB; Einar
Hólm, f. 1969, kerfisfræðingur hjá
Þekkingu í Reykjavík; Skúli Rún-
ar, f. 1974, húsa- og húsgagnasmið-
ur í Reykjavík.
Foreldrar: Hjónin Jón Ingi
Björnsson, f. 4.2. 1937, fyrrverandi
lögregluþjónn á Höfn, og Nanna
Lára Karlsdóttir, f. 31.5. 1936,
handverkskona á Höfn.
Úr frændgarði Björns Inga Jónssonar
Björn Ingi
Jónsson
Nanna Lára Karlsdóttir
handverkskona á Höfn
Einar Karl Guðjónsson
sjómaður á Höfn
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Þorgeirsstöðum
Guðjón Einarsson
sjómaður á Þorgeirsstöðum í Lóni
Sigrún Eiríksdóttir húsfr.
og bókhaldari á Höfn
Ásta Halldóra Guðmundsdóttir
fv. fjármálastjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Kristbjörg Guðmundsdóttir
svæðisstjóri hjá VÍS á Höfn
Eiríkur Einarsson
bóndi á
Þorgeirsstöðum
Karl Friðrik
Kristjánsson
amkvæmda-
stjóri í Rvík
fr
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
textílhönnuður og
listgreinakennari
Arnbjörg
Jóhannesdóttir
húsfr. á
Gunnars-
stöðum í
Þistilfirði
Sigríður Árnadóttir
húsfr. á Grýtubakka
Elín Aradóttir
húsfr. á Brún
í Reykjadal
Ari Teitsson
fv. formaður
Bændasamtaka Ísl.
Jóhannes
Árnason bóndi
á Gunnars-
stöðum
Sigríður
Jóhannesdóttir
úsfr. á Gunnars-
stöðum
h
Steingrímur J. Sigfússon
alþm. og fv. ráðherra
Þorbjörg Jóhannesdóttir
húsfreyja á Brekku
Jón Ingimundarson
bóndi á Brekku í Núpasveit
Ingiríður Jónsdóttir
húsfreyja í Hafrafellstungu
Björn Karlsson
bóndi í Hafrafellstungu í Axarfirði
Sigurveig Björnsdóttir
húsfreyja í Hafrafellstungu
Karl Sigurður Björnsson
bóndi í Hafrafellstungu
Jón Ingi Björnsson
fyrrv. lögreglumaður á Höfn
Bergljót Sigurðardóttir
húsfreyja á Brekku
Sigjón Bjarnason
bóndi á Brekku í Lóni
Helga Sigjónsdóttir
húsfreyja á Höfn
Jón Dahlmann ljósmyndari á Akureyri og í Rvík
Arnþrúður
Karlsdóttir
handavinnu-
kennari í Rvík
ÍSLENDINGAR 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX
Galvaniseraðir
ruslagámar
Til á lager
Auðveldar
steypuvinnu.
Til í ýmsum stærðum
Frábær lausn til að
halda öllu til haga á
byggingarsvæði.
Aukahlutir fyrir byggingakrana
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.
Eggert Haukdal var fæddur íFlatey á Breiðafirði 26. apríl1933. Foreldrar hans voru
hjónin sr. Sigurður S. Haukdal, f.
1903, d. 1985, prófastur þar, og k.h.,
Benedikta Eggertsdóttir Haukdal, f.
1905, d. 1996, húsmóðir. Báðir afar
Eggerts áttu sæti á Alþingi sem
þingmenn Árnesinga, föðurafi hans
var Sigurður Sigurðsson, alþm. og
ráðunautur í Reykjavík, og móðurafi
hans var Eggert Benediktsson, alþm.
og hreppstjóri í Laugardælum.
Eggert ólst upp í Flatey en fluttist
með foreldrum sínum 12 ára að aldri
að Bergþórshvoli í Landeyjum árið
1945. Hann lauk búfræðiprófi á
Hvanneyri árið 1953 og gerðist síðar
bóndi á Bergþórshvoli, fyrstu tvo
áratugina í félagsbúi með föður sín-
um. Samhliða bústörfum tók Eggert
að sinna félagsmálastörfum í Vestur-
Landeyjum, á Rangárvöllum og í
Suðurlandskjördæmi. Hann var í
stjórn Héraðssambandsins Skarp-
héðins 1961–1972, formaður Bún-
aðarfélags Vestur-Landeyja í ára-
tugi, kosinn í hreppsnefnd
Vestur-Landeyjahrepps 1970 og var
oddviti hennar lengi síðan, sýslu-
nefndarmaður og í héraðsnefnd frá
árinu 1988. Hann var formaður Sjálf-
stæðisfélags Rangæinga 1970–1978
og átti sæti í kjördæmisráði Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlands-
kjördæmi.
Eggert var alþingismaður Suður-
landskjördæmis fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn á árunum 1978-95 en bauð
sig fram utan flokka árið 1979.
Sambýliskona Eggerts var Guð-
rún Bogadóttir, f. 26.11. 1947, d. 1.2.
2018, húsfreyja, skrifstofu- og versl-
unarkona. Dóttir Eggerts er Magn-
úsína Ósk, f. 1970, og sonur hennar
er Eyþór Þór.
Í minningarorðum á Alþingi um
Eggert segir: „Hann var hæglátur
maður og fór ekki um með hávaða
eða málskrafi, var ræktarsamur við
kjósendur og skyldurækinn við störf
sín á Alþingi sem annars staðar þar
sem hann lagði hönd að.“
Eggert Haukdal lést 3.mars 2016.
Merkir Íslendingar
Eggert
Haukdal
95 ára
Steinunn Hilma Ólafsdóttir
90 ára
Guðný Margrét Árnadóttir
Jóhann Pétursson
85 ára
Elín Árnadóttir
Þóra Friðriksdóttir
80 ára
Emilía Mýrdal Jónsdóttir
Helgi Gestsson
Hildur Gísladóttir
Hrefna Einarsdóttir
Valdís Marinósdóttir
75 ára
Bjargey Guðmundsdóttir
Erla Gjermundsen
Guðlaug Sigfúsdóttir
Svala Guðmundsdóttir
Þórdís Richardsdóttir
70 ára
Áskell Gunnlaugsson
Erlendur Jónsson
Guðríður Kristófersdóttir
Halldóra Axelsdóttir
Jónína Fjóla Þórhallsdóttir
Sólveig S. Ásgeirsdóttir
Unnur Káradóttir
60 ára
Árni Haukur Björnsson
Eiríkur Rafnsson
Elín Kristín Magnúsdóttir
Gísli Jóhannes Nielsen
Guðleif Nanna Gunnarsd.
Hulda Ragnarsd. Hansen
Ingibjörg Þ. Klemenzdóttir
Jónas Karl Harðarson
Jón Einarsson
Larisa Kokina
Laufey Dís Einarsdóttir
Þorvaldur Geir Geirsson
50 ára
Björn Ingi Jónsson
Georgios N. Moustakas
Hafsteinn P. Kjartansson
Jóhann Gísli Jóhannsson
Jón Arnar Gestsson
Jón Bragi Bergmann
Jón Páll Hallgrímsson
Lilja Rós Óskarsdóttir
Sigtryggur H.
Dagbjartsson
Sigurður Ólafur Ingvarsson
Sólveig Steina Þorleifsd.
Viðar Ingólfsson
40 ára
Ásgerður H. Hafsteinsdóttir
Birgir Örn Birgisson
Björk Viðarsdóttir
Erlingur Þórarinsson
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
Hjalti Már Bjarnason
Hólmfríður Lára Stefánsd.
Jónas F. Frímannsson Buch
Katrín Ösp Gústafsdóttir
Kolbeinn Guðmundsson
Lúðvíg Brynjarsson
Sólveig Eyvindsdóttir
30 ára
Anna Linda Sigurðardóttir
Birgir Þór Jóhannsson
Birna Rut Viðarsdóttir
Brynjar Örn Svavarsson
Einar Axelsson
Eldbjörg Arnardóttir
Elva Hlín Guðrúnardóttir
Guðmundur H. Aðalsteinss.
Guðmundur H. Eiríksson
Gunnar Örn Þórhallsson
Halldóra Björg Rafnsdóttir
Ingibjörg Agnes Júlíusdóttir
Jón Arnar Þórisson
Klara Lind Þorsteinsdóttir
Rögnvaldur Már Helgason
Trausti Páll Þórsson
Til hamingju með daginn
40 ára Erlingur er frá Víði-
völlum ytri 2 í Fljótsdal, býr
á Egilsstöðum og er upp-
lýsingatæknisérfræðingur
hjá Alcoa.
Maki: Ingveldur Þórey Eyj-
ólfsdóttir, f. 1979, vinnur á
leikskólanum Tjarnarlandi.
Börn: Magnhildur Marín, f.
2004, og Diljá Rögn, f.
2006.
Foreldrar: Þórarinn Rögn-
valdsson, f. 1948, d. 2010,
og Magnhildur Björns-
dóttir, f. 1957.
Erlingur
Þórarinsson
30 ára Jón Arnar fæddist
í Svíþjóð, ólst upp í Mos-
fellsbæ en býr í Garðabæ.
Hann vinnu í Ísfugli og er
leigubílstjóri hjá Hreyfli í
afleysingum.
Bróðir: Lárus Þór Þóris-
son, f. 1992.
Foreldrar: Þórir Gíslason,
f. 1960, leigubílstjóri hjá
Hreyfli, bús. í Kópavogi,
og Sigrún Brynja Jóns-
dóttir, f. 1964, menntaður
sjúkraliði og vinnur sem
lyfjatæknir í Noregi.
Jón Arnar
Þórisson
30 ára Rögnvaldur er
Garðbæingur en býr á
Akureyri. Hann er fjöl-
miðlafr. og verkefnastj. á
Markaðsstofu Norðurl.
Maki: Herdís Haraldsdóttir,
f. 1988, vinnur á leikskól-
anum Tröllaborgum.
Dóttir: Regína Diljá, f.
2011.
Foreldrar: Helgi Már Hall-
dórsson, f. 1958, arkitekt,
og Regína Rögnvaldsdóttir,
f. 1958, leikskólasérkenn-
ari.
Rögnvaldur
Már Helgason