Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 77

Morgunblaðið - 26.04.2018, Síða 77
DÆGRADVÖL 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Undanfarið hefurðu efast um hvað þú eigir skilið. Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma þessa dagana. Takirðu fagnandi á móti breytingum hefurðu byrinn með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að taka þér tak og gera eitt- hvað fyrir heilsu þína. En þar sem þú vilt fá heildarmynd af hlutunum, skaltu bíða fram til morguns með að hrinda þeim í fram- kvæmd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Annað slagið skjóta upp kollinum mál úr fortíðinni sem þarf að takast á við. Það er úr vöndu að ráða þegar staðið er frammi fyrir mörgum möguleikum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fastheldni þín á alla hluti stendur þér fyrir þrifum. Njóttu alls kyns afþreyingar og skemmtunar og njóttu þess að leika þér með smáfólkinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Umhverfið hefur meiri áhrif á þig en aðra og ræður líðan þinni. Fólk gerir miklar kröfur til þín og þú þarft að gæta þess að fá tíma fyrir sjálfan þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur lagt hart að þér að undan- förnu og ert að uppskera laun erfiðis þíns. Nú máttu verðlauna sjálfan þig svolítið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hinir hæfileikaríku, áköfu og skrýtnu í vinahópnum þínum hafa góð áhrif á þig núna. Einbeittu þér að því að gefa og þiggja og koma til móts við aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hikar ekki við að taka mál- stað annarra og færð tækifæri til þess að láta í þér heyra í dag. Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mikill tilfinningahiti getur orðið þess valdandi að samræður fari úr bönd- unum í dag. Reyndu ekki að fela mistök heldur bættu úr þeim með bros á vör. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú getur ekki lengur vikist undan því að hafa frumkvæði að lausn mála. En til að forðast allan misskilning skaltu samt ræða málið við alla málsaðila. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú vilt halda um stjórnartaum- ana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Ræddu það sem þig langar til þess að gera, fólk skilur þig núna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að hafa augun hjá þér svo áætlun þín fari ekki öll úr skorðum. Ef þú missir af tækifæri fyrir hádegi, færðu annað í kvöld. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir Ímorgunsárið 24. apríl: Í gær var hér blíða og sumar og sól og söngvar í víði og fjólur á hól. Þó svara ég spurður hvort nokkuð sé nýtt: „Nú er það svart maður, allt orðið hvítt.“ Sigurlín Hermannsdóttir yrkir um lífið: Njóttu alls sem guð þér gaf, grimmt sem þjált. Lítil von að lifa af lífið sjálft. Og Ármann Þorgrímsson þakkar dag hvern: Þó afgangur sé ekki neinn alltaf hef ég gaman daga þakka einn og einn og aftur fleiri saman. Bólu-Hjálmar orti um Sölva Helgason: Maður kom með þrýstinn þjó, ég þekki hann gegnum ljóra, á sér bar og eftir dró óhamingju stóra. Gústi Mar segir frá því á Leirnum þegar Tindastóll hóf rimmu við KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- bolta á Króknum. Til að efla bar- áttuanda heimamanna var forseti Ís- lands mættur ásamt fleira stórmenni úr byggðarlaginu. Heimamenn töp- uðu leiknum hinsvegar frekar sann- færandi og eru skiptar skoðanir um þessa óopinberu forsetaheimsókn. Tapast leikur, týnist æra tárast margur sýnist mér. Lítið hafði fram að færa forsetinn í stúku hér. Auðvitað kallar þessi vísa fram í hugann aðra sem flestir Íslendingar kunnu til skamms tíma með nokkr- um orðamun þó og mun hafa fundist í beinakerlingu á Kaldadal: Týnd er æra, töpuð er sál, tunglið veður í skýjum. Sunnefu hér súpi skál sýslumaðurinn Wíum. Hér er önnur vísa úr þeirri sömu beinakerlingu: Veri þeir allir velkomnir, sem við mig spjalla í tryggðum, eg get varla unað hér ein á fjallabyggðum. Jónas í Hróarsdal í Skagafirði orti, – vafalaust í vorharðindum: Bágt á ég með barnakind bjargarvana í hreysi. Sendu, Drottinn, sunnanvind svo að vötnin leysi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort um lífið, blómin og beinakerlingar „NEI, ÞÚ MÁTT EKKI TAKA ÞETTA MEÐ ÞÉR Í TÍMANN. EF ÉG LEYFI ÞÉR ÞAÐ, ÞARF ÉG AÐ LEYFA ÖLLUM ÞAÐ.“ „ÞESSI HEITIR VÍST: „ÁVAXTASKÁL Á MJÖG HÁU BORÐI.““ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leika sér við yndislegu frændur hennar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann TJA, ÉG GET EKKI BORÐAÐ ÞETTA! ÉG ER STJÓRNLAUS! GOTT! HÚN VIRKAR NÚ ÞEGAR! HVAÐA KLIKKAÐA HLUT GERI ÉG NÆST?! HVAÐ ER SVONA ILLA LYKTANDI!? ÞETTA ER MEGRANDI UPPSKRIFT! Víkverji er í frekar melankólískuskapi þessa dagana. Hann veltir fyrir sér hvort það tengist eitthvað tónlistinni sem hann er að hlusta á í bílnum, en fyrir einungis nokkrum dögum var hann á toppi tilverunnar. Þá var „Greatest hits“-diskurinn með Queen í græjunum og Víkverji spilaði „We are the Champions“ aft- ur og aftur. Það voru dýrðardagar. x x x Svo ákvað Víkverji að skipta yfir í„Greatest hits 2“-diskinn með sömu hljómsveit, og einhverra hluta vegna varð lagið „The Show Must Go On“ fast á „repeatinu“. Fyrir þá sem ekki þekkja vel til verka Queen, þá snýst lagið um þörfina á að halda áfram að standa sína plikt þrátt fyrir að áföll dynji á. Lagið var samið af gítarleikara sveitarinnar, Brian May, og almennt er talið að hann hafi fengið innblástur sinn af baráttu Freddie Mercury, söngvara sveit- arinnar, við alnæmi. x x x Fallið var hátt, allt í einu var Vík-verji ekki lengur „meistari“ með Queen, heldur að berjast við að halda aftur af tárunum á bak við farðann. (Ekki að Víkverji farði sig, sko, þetta er í texta lagsins.) Ein- hverjir myndu halda að einfalda lausnin væri að skipta aftur yfir í hitt lagið, en Víkverji er ekki alveg í stuði til þess. Hver veit hvað það gæti gert við sinnið að taka svona stórt stökk aftur upp í gleðina? Vík- verji er ekki sá liprasti, hvorki á andlega né líkamlega sviðinu og gæti eflaust bara tognað ef hann reyndi slíkt án atrennu. x x x Þannig að í millitíðinni hefur Vík-verji fundið sína lendingu í enn einu laginu með Queen: „I Want to Break Free,“ en myndbandið við það lag er ein af fyrstu æskuminningum Víkverja. Það er nógu fjörugt til þess að halda Víkverja svona nokkuð góðum, en þó með misalvarlegum undirtónum sem gætu alveg passað við líf hans eins og það er í augna- blikinu. Lexían hér virðist þó vera sú, að sama hvað bjátar á í lífinu, þá er alltaf hægt að finna sér eitt gott lag með Queen. vikverji@mbl.is Víkverji Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér. (Lúk: 9.23)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.