Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 82

Morgunblaðið - 26.04.2018, Page 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Agility Super 4 Super 8 Mini Comfort RAFSKUTLUR Í MIKLU ÚRVALI Árni Matthíasson arnim@mbl.is Síðastliðið haust efndi Forlagið til samkeppni um bókmenntatexta eft- ir óútgefna höfunda undir yfir- skriftinni Nýjar raddir með það í huga að sigurbókin eða -bækurnar yrðu gefnar út rafrænt. Alls bárust 39 handrit til dómnefndar útgáf- unnar sem ákvað að verðlauna þrjár sögur; Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur, Tinder Match eft- ir Hörð Andra Steingrímsson og Undir yfirborðinu eftir Tönju Rasmussen. Bækurnar þrjár voru svo gefnar út á raf- rænu sniði í síðustu viku og eru fáanlegar á vef Forlagsins og eins á Ama- zon. Tinder Match Harðar Andra Stein- grímssonar segir frá ungum háskólanema sem sækir stefnu- mótasmáforrit í símann sinn og skráir sig nánast af rælni. Ekki líð- ur á löngu þar til hann kemst í samband við stelpu, en samskipti þeirra þróast í aðra átt en ætla mátti í upphafi. Hörður segist hafa gefið út tvær ljóðabækur en þetta sé fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér „og líka fyrsta bókin sem gefin er út af bókaforlagi, hinar bækurnar gaf ég út sjálfur“. – Það mætti lýsa því svo að í bókinni rekist á heimur vísindanna og hins dulræna, eins og segir í henni: „Stærðfræði var rökrétt, auðveld og byggð á staðreyndum.“ Vað það eitthvað sem þú sást fyrir þér í upphafi? „Já, það var þannig. Fólk sem hugsar rökrétt lendir líka í órök- réttum atburðum og ég sá það allt- af fyrir mér að stilla þessu þannig upp.“ – Sögupersónan glímir þó ekki bara við hið dulræna, heldur líka við tómleika og tilgangsleysi. „Já, hann gerir það.“ Eftir því sem kreppir að sögu- hetju bókarinnar, án þess þó að hún geri sér almennilega grein fyr- ir því, langar hana að fara vestur á firði til að „ná aftur tengingu við raunveruleikann“ eins og það er orðað í bókinni. Hörður segist reyndar ekki vera ættaður að vest- an en hann hafi búið þar „og þaðan tók ég hið kynngimagnaða um- hverfi“. – Það kemur líka vel í ljós í bók- inni að þér þykir ekki mikið koma til fjallanna hér fyrir sunnan: „Þessum aumkunarverðu hólum sem stóðu uppúr láglendinu langt í burtu eins og skítahrúgur sem ein- hver hafði gleymt að moka í burtu.“ „Nei, þetta eru svoddan hröngl- ar.“ Hörður segist hafa skrifað all- lengi, skrifaði mikið sem unglingur en hætt svo um tíma. Hann tók aft- ur upp þráðinn fyrir nokkrum árum og segist hafa hugsað með sér að ef hann gerði það ekki núna myndi hann aldrei gera það. „Ég er orðinn 35 ára gamall og lífið er ekkert að lengjast. Í staðinn fyrir að bíða eft- ir betri aðstæðum sem koma aldrei ákvað ég að byrja aftur. Maður þarf að stunda þetta til að ná færni og til að halda heilasellunum við.“ Í Undir yfirborðinu eftir Tönju Rasmussen segir frá ungri konu, Lenu, sem er laus úr ofbeldis- sambandi, en glímir þó við eft- irstöðvarnar – hún var brotin niður svo rækilega að hún nær ekki að losna af sjálfs- dáðum. Þetta er það fyrsta sem kemur út á prenti eftir Tönju. Hún seg- ir að kveikjan að bókinni sé smá- saga sem hún skrifaði í ritlist- arnámi, en Lena sat í henni. „Ég var alltaf að skrifa um hana, en ákvað þó ekki að þetta yrði bók fyrr en í haust.“ – Þetta er saga um ofbeldi, en mest þó saga um það sem gerist eftir að ofbeldinu lýkur, saga um áfallastreituröskun. „Já, og líka saga um að geta ver- ið nóg fyrir sjálfan sig. Ég hef verið að skrifa síðan ég var á fyrsta ári í menntaskóla og hef alltaf haft gaman af því. Ég fór svo á ritlistarnámskeið í Svíþjóð og þá má segja að ég hafi farið að skrifa af alvöru.“ Tanja segist alltaf vera að skrifa, en það er þó ekki von á meiri texta frá henni í bili, næsta útgáfa verður bók eftir annan höfund sem hún gefur út. „Ég rek smá útgáfu sjálf og næsta bók kemur út í maí, hún er í yfirlestri núna.“ – Það er myrkur í bókinni og þú lýsir því mjög vel hvernig Lena er brotin niður smám saman þar til henni finnst hún vera einskis virði. „Ég byggi söguna ekki á per- sónulegri reynslu, hef ekki verið í ofbeldis- sambandi, en ég byggi á reynslu af því að vera sjálf á erfiðum stað. Lena lendir þannig í sam- bandinu við Alex að hann eiginlega ræðst á hana en í sambandinu er hún alltaf að sýna honum að hún sé einhvers virði. Þess vegna heldur hún áfram að vera í sambandinu – hún vill að hann sjái að hún sé ein- hvers virði þótt henni finnist það ekki í raun og veru sjálfri þegar lið- ið er á sambandið.“ Allavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur er saga um unga konu sem glímir við að koma bönd- um á hugsun sína og líf. Athygli lesanda vekur að aðalpersóna bók- arinnar heitir einmitt Erna, líkt og höfundurinn, og Erna segir að það sé einmitt fyrir það að hún sé í raun að segja sögu af sjálfri sér, segja frá því sem hún hafi upplifað og líka frá fólki í kringum sig. „Þetta er svolítið fjölskyldumynstur sem ég er að fjalla um.“ – Amma þín verður mjög áber- andi í seinni hluta sögunnar. „Já, hún dó á meðan ég var að skrifa bókina. Hún var alltaf rosa- lega stór hluti af mínu lífi, hálfpart- inn eins og mamma mín. Það var því líka ákveðið ferli fyrir mig að vinna mig út úr sorg á sama tíma og ég er að vinna mig út úr þrá- hyggju- og árátturöskun.“ – Þú nefnir tvenns konar myrkur í bókinni; bókstaflegt myrkur sem gerir manni ekki neitt og svo hið huglæga myrkur sem gerir manni illt. „Hið huglæga myrkur er helsta glíman og það að skrifa þessa sögu hjálpaði mér mjög mikið að fá hlut- ina í samhengi, að taka þá út úr höfðinu á mér og skoða þá, raða þeim niður á blað og skilja betur það sem er í gangi. Ég byrjaði að skrifa bókina vorið 2016, klukkutíma áður en ég fór í fyrsta sálfræðitímann minn, fyrsta alvörusálfræðitímann minn þegar ég ákvað að nú væri kominn tími til að leysa almennilega úr vanda- málum mínum, ef það væri hægt, og ég var í raun að skrifa hana all- an þann tíma sem ég var í sálfræði- meðferð, þótt maður hætti aldrei að fara til sálfræðings. Þetta var eins og þerapía fyrir mig og ég hugsaði aldrei um að hún myndi koma út. Ég ákvað það í raun í bríaríi að prófa að senda hana inn og er rosa- lega ánægð með það í dag.“ Nýjar rafrænar raddir Þrír nýir höfundar kveðja sér hljóðs með sínum fyrstu skáldsög- um: Hörður Andri Steingrímsson, Tanja Rasmussen og Erna Agnes Sigurgeirs- dóttir. Útgáfan er með- al annars nýstárleg fyr- ir það að bækurnar eru allar aðeins gefnar út á rafrænu sniði. Ljósmynd/Eldar Ástþórsson Verðlaunahöfundar Hörður Andri Steingrímsson, Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Tanja Rasmussen sigruðu í handritasamkeppni Forlagsins um nýjar raddir 2018 og sendu frá sér sínar fyrstu bækur á dögunum. Svonefndur stuttlisti hinna bresku bókmenntaverðlauna kvenna, sem ná til bóka sem gefnar eru út á ensku, var kynntur í vikunni. Til verðlaunanna var stofnað árið 1996. Af bókunum sex sem eru á stuttlistanum eru þrjár fyrstu bæk- ur viðkomandi höfunda og fjórir höfundanna eru þeldökkir. Til- nefndar eru The Idiot eftir Elif Bat- uman, The Mermaid and Mrs. Han- cock eftir Imogen Hermes Gowar, Sight eftir Jessie Greengrass, When I Hit You: Or, A Portrait of the Writer as a Young Wife eftir Meena Kanda- samy, Home Fire eftir Kamila Shamsie og Sing, Unburied, Sing eftir Jesmyn Ward. Verðlaunin sjálf verða síðan afhent eftir tvo mánuði. The Power eftir Naomi Al- derman sigraði 2017. Bókmenntaverðlauna kvenna Sigurbókin 2017.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.