Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 86

Morgunblaðið - 26.04.2018, Side 86
Birtur er hluti af inngangi bókarinnar. Neðanmálsgreinum er sleppt. Atburðir Dánarbúsuppskriftir sýna augna- bliksmynd, eignastöðu heimilis eða einstaklings við andlátið. Þær eru kannski ekki ýkja spennandi aflestrar, þótt fróðleiksgildið sé mikið. Sömu hlutir koma fyrir aftur og aftur: fá- breyttar guðsorðabækur, sýrutunnur, strokkar, diskar og trog, léreftsklútar, vettlingar, ullarkambar, upphlutir, treyjur og skinnstakkar, steðjar og tangir og hamrar og ljáir. Lesandi verður einfaldlega að ímynda sér hvernig þessir gripir voru notaðir og hverjir gerðu það, með öðrum orðum láta hugann reika! Í bréfum sem fylgja sumum uppskriftanna birtist hins veg- ar ýmislegt sem sýnir sviptingar í samskiptum fólks og tilfinningar. Páll Þorkelsson lýsir aðstæðum á eigin heimili og deilum við tengda- syni látinnar dótt- ur sinnar með áhugaverðum hætti. Jón Jónsson freistaði þess að hjálpa aldraðri móður sinni og sendi henni fatnað, skinn og mat. Sólveig Björnsdóttir lagðist í rúmið eftir að eiginmaður hennar drukknaði og lést sjálf frá þremur ungum dætrum þeirra hálfu öðru ári síðar. Guðrún Símonardóttir hafði ekkert annað en herta þorskhausa til að lifa á sumarið eftir að maður hennar lést og annar fiskur sem til var í búinu fór í skuldir, sem voru óviðráðanlega miklar. Til er viðurkenning hennar á skuld við Jón Daníelsson í Stóruvogum […] Atriði sem þessi kallast á við enn önnur bréf um fólk sem ekki gat bjargað sér sjálft. Hreppstjórar skrif- uðu til að mynda sýslumanni 13. júlí 1806 um Björn nokkurn Nikulásson sem væri „hér í tómu húsi ómagalaus með konu sína, af gangandi pening og skipum örsnauður“. Þann 18. maí 1808 var umtalsefnið Guðrún Hjörleifs- dóttir, sjötug kona sem hafði komið frá Austfjörðum með séra Benedikt tveimur áratugum fyrr og „hefur hvörki fé né frænda stoð sér til upp- heldis“. Hreppstjórar spurðu hvort ekki mætti flytja hana frá hreppstjóra til hreppstjóra „til síns fæðing- arhrepps“, sem væri Borgarfjörður í eystra parti Múlasýslu. Árni Einars- son viðurkenndi reyndar 16. septem- ber 1811 að ekki yrði hægt að senda hana svo langa leið vegna háskalegra vatnsfalla, en ítrekaði að hreppurinn gæti ekki haldið henni uppi: „en þessi bláfátæki Grindavíkurhreppur, af sveitarómaga fjölda so aðþrengdur, er ei í standi að auka á sig þeirri byrði að forsorga þennan framandi ómaga, kann ei heldur þar til skyldugur að álítast.“ Hann mæltist til þess að fæð- ingarhreppurinn yrði látinn senda peninga. Tæpu ári síðar, 17. ágúst 1812, lagðist Árni gegn því að hjónin Árni Sveinsson og Rannveig Þórð- ardóttir settust að í hreppnum, enda „bæði utansveitar, örfátæk og líkleg til að fjölga hér ómegð sem kynni síðar að verða sveitarinnar byrði, sem hér eru mörg dæmi til“. Enn harmrænni viðburðir koma fram í dómabókum og sá átakanlegasti rétt eftir aldamótin 1800. Þá var tví- býli á Stóra-Nýjabæ í Krísuvík og hús- in samföst. Í öðrum bænum bjuggu Jón Snorrason og Guðrún Sigurð- ardóttir, hann 32 ára og hún 43 ára. Í hinum bænum bjuggu Árni Nat- anaelsson og Katrín Arnþórsdóttir, bæði um sjötugt, ásamt dóttur sinni Steinunni, 24 ára. Aldamótasumarið eignaðist hún barn og kenndi það kvæntum bónda á Álftanesi sem ekki gekkst við því. Ári síðar fór að kvisast að Steinunn væri aftur með barni og þótti líklegt að Jón Snorrason ætti það. Hún kom aðeins einu sinni til kirkju um sumarið og klæddi sig betur en veður gaf tilefni til. Aðspurð neitaði hún öllu. Aðfaranótt 25. nóvember 1801 ól hún stúlkubarn í rúmi sínu og batt ekki fyrir naflastrenginn, skildi ekki á milli og hreinsaði ekki vit þess. Að eigin sögn síðar sagðist hún hafa gengið yfir til Jóns þegar hún tók léttasóttina og hann sagt henni að láta barnið í Grænavatn, jafnvel þótt það fæddist lifandi. Næstu daga bað hún hann um að koma barninu í kirkju- garð. Það vildi hann ekki og um miðj- an dag 2. desember gekk Steinunn með barnið upp að tjörninni Miðauga, um 400 metra leið, og hafði sveipað það hvítu líni og sett í hvítan prjóna- poka. Hún batt stein við pokann og hjó vök á ísinn með járni föður síns. Börn sáu til hennar og þegar Árni faðir hennar og aðrir gengu að tjörninni var greinilegt nývirki á ísnum. Hún játaði verknaðinn. Sent var eftir prestinum í Vogsósum, sem kom tveimur dögum síðar. Hópur manna fór þá að tjörninni og slæddi barnið upp. Í geðshræringu tók Árni steininn og lét hann aftur í vatnið ásamt snærinu. Barnið var bor- ið heim að Stóra-Nýjabæ, laugað úr volgu vatni og fært móðurinni: „sem meðkenndi strax mitt eigið barn þegar ég sá það með umbúðum sömu og ég skildi við það“. Við yfirheyrslur bætti Steinunn því við að Jón væri líka faðir að fyrra barni hennar og hefði skipað sér að kenna það öðrum. Hann hefði hvatt sig til að bera barnið út og hótað sjálfsmorði að öðrum kosti eða því að drepa hana. Jón harðneitaði því en við- urkenndi börnin. Steinunn var dæmd til dauða 8. mars 1802 fyrir dulsmál og Jón tíu dögum síðar fyrir fjögur hór- dómsbrot. Konungur mildaði dómana í fangavist á Íslandi; Jón losnaði úr tugthúsinu í ársbyrjun 1807 og Stein- unn haustið 1809. Ekki var mikið um afbrot í hreppn- um en árið 1805 varð þó uppvíst um tvö innbrot. Þann 18. janúar tilkynnti Jón Jónsson á Járngerðarstöðum sýslumanni að Erlendur Guðmunds- son, aðkominn haustmaður, hefði rifið upp eldhúsglugga og tekið brauð, salt- fisk og smjör. Jón hélt honum föngn- um og vildi vita hvað hann ætti að gera; fullyrti að Erlendur væri nógu efnaður til að bæta skaðann. Ekki vildi hann sleppa honum en ekki heldur „undirhalda hann lengi“. Erlendur var fluttur til Reykjavíkur og yfirheyrður þar. Þá um vorið, 10. maí, fannst skjóða undir höfðalagi sjómanns á Húsatóftum með 67 nöglum sem menn töldu að mætti rekja til verslunarhús- anna sem enn stóðu uppi, hrörleg. Björn Þorgeirsson lét sýslumann vita samdægurs. Önnur skjóða hafði líka fundist nærri Stað „með saum sem vegur hálfan annan fjórðung“. Það munu vera rúm sjö kíló. Árni Ein- arsson og Þorlákur Björnsson könn- uðu málið og skrifuðu skýrslu á Járn- gerðarstöðum 13. maí. Húsasaumurinn hafði fundist undir höfðalagi Páls Pálssonar vinnumanns í Hrauni, sem hvorki vildi kannast við hann né svara nokkru. Bændur á Húsatóftum og aðrir sjómenn sem þar voru höfðu illan grun á Páli, sem nokkru áður hafði játað stuld á gluggarúðu: „Björn segist hafa slegið fyrir gluggann þverslána sem fyrir hleranum var sem búið var að brjóta, en hvað mikið hafi verið úr búðinni stolið segist hann ei vita.“ Um skjóð- una „sem fannst í gjánni milli Staðar og Húsatófta“ voru menn engu nær, enda fannst hún á víðavangi „sem týndur fjársjóður og ekki verður ein- um heldur en öðrum eignað“. Enn urðu tíðindi á Húsatóftum í ársbyrjun 1823 og létu bændur sýslu- mann þá vita um ókennilegan reka sem þeir töldu helst að væri fernisolía á lampa. Þessu fylgdu járngjarðir af stórri eikarámu, 26 pund að þyngd, og fáein brot af eikarstöfum: „allir so maðksmognir að þeir duttu sjálfir í sundur því maðkurinn var vaxinn út úr járngjörðunum.“ Aðstæður voru örð- ugar, háir klettar og stórgrýti: „hafði so þetta þegar járnið og tréð sprengd- ist utan af þessu, skemmst óbærilega, því það hafði stykkjast í sundur á stór- grýtinu og klöppunum, hafði so þetta samhrærst við sand og allslags óþverra upp í flæðarmáli, en nokkuð var í heilu stykki og hafði lent á klöpp og var so hreint og sandlaust.“ Það átti við um ríflega helming olíunnar, sem menn skáru í sundur og reiddu heim: „hvað ekki var so þægilegt.“ Bændur flykktust að og tóku sumir nokkuð af olíunni. Sýslumaður fékk sendan mola og ákvað að haldið yrði uppboð, sem fór fram á Þorkötlustöðum 25. janúar. Þar voru seldir sex kögglar á bilinu 30- 70 kíló. Söluverð var 13 rd. og þeir sem höfðu hirt olíu á staðnum borguðu hálfan þriðja samanlagt. Gjarðirnar seldust á 2 rd. 80 sk., en ekki áman, enda „var tréð eins og frauð af maðk- smugum“. Þessi sárfátæka sveit Í bókinni Þessi sárfátæka sveit – Lausafjáreign í Grindavík og Krísuvík árin 1773-1824 rýnir sagnfræðingurinn Már Jónsson í skrár yfir eft- irlátnar eigur 34 íbúa í Grindavíkurhreppi sem létust árin 1773-1824, þegar sveitin tókst á við versnandi hag og þar að auki almenn harðindi vegna styrjaldarástands í Evrópu og aflaleysis í verstöðvum. Grindavík Horft yfir bæinn árið 1968 eða þar um bil. Dánarbúsuppskrift Upphafið á dánarbúsuppskrift eftir Sólveigu Þorláks- dóttur með hendi Árna Einarssonar hreppsstjóra. Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Íslands 86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2018 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ Sími 511 2022 | dyrabaer.is Mikið úrval af flottum HUNDARÚMUM – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.