Saga - 2007, Blaðsíða 233
ur leggur t.d. mikla áherslu á upplifun dr. Valtýs á þeim mikla mun sem
var á Danmörku og Íslandi í hagrænu og félagslegu tilliti á síðustu áratug -
um 19. aldar. Eins og kunnugt er vildi Valtýr reyna að binda enda á
umræður um sambandsmálið en beina stjórnmálaumræðunni meira inn á
svið atvinnumála í víðasta skilningi. Í bókinni er sagt ítarlega frá viðleitni
hans til að efla samgöngur á Íslandi, koma landinu í símasamband, styrkja
bankakerfið og auka erlendar fjárfestingar hérlendis. Andstaða dr. Valtýs
við gamla embættismannakerfið á Íslandi kemur einnig vel fram en hún
beindist auðvitað fyrst og fremst gegn landshöfðingjanum, Magnúsi
Stephen sen. Valtýr vildi nútímavæða stjórnmálakerfið hérlendis, m.a. með
því að koma á fót vísi að pólitískum félögum kjósenda sem síðan myndu
þróast yfir í stjórnmálaflokka eins og gerst hafði í Danmörku.
Í eftirmála ræðir höfundur stuttlega um markmið sín og aðferðafræði:
„Markmiðið með sögurituninni var frá upphafi að skrifa ævisögu
stjórnmála- og fræðimannsins dr. Valtýs Guðmundssonar, ekki sögu Íslands
eða sögu stjórnarskrármálsins um hans daga. Af þeim sökum hef ég reynt
að takmarka frásögnina af þjóðmálabaráttu hans eftir föngum við hann
sjálfan og afstöðu hans, þótt ekki hafi verið hjá því komist að fjalla nokkuð
um íslenska og danska stjórnmálasögu tímabilsins í víðara samhengi“ (bls.
318). Ekki er hægt að segja annað en að höfundur hafi náð þessu markmiði.
Og skömmu síðar segist hann hafa „kosið að „láta heimildir tala“ og tekið
upp orðrétta kafla, langa eða stutta eftir atvikum, úr sendibréfum, þing -
ræðum og fleiri heimildum“. Og hann bætir við: „Vera má að sumum
lesendum þyki nóg um hve mikið er af slíkum orðréttum tilvitnunum, en
þær eru birtar af ráðnum hug …“ (bls. 319). Vissulega má deila um
lengdina á sumum tilvitnunum. Ljóst er þó að afstaða höfundar til Valtýs
virðist almennt einkennast af yfirvegun, sem kristallast m.a. í því að hann
leggur sig fram um að bregða upp sýnishornum af ólíkum viðhorfum
gagnvart sögupersónu sinni. Einnig dregur hann fram atriði sem virðast
sýna að Valtýr hafi ekki verið nægilega diplómatískur, hvorki í skrifum
sínum né gerðum, til að ná þangað sem hann stefndi í stjórnmálum.
Lesandinn fær þannig á tilfinninguna hversu umdeildur hinn atorkusami
og metnaðarfulli Valtýr var í lifanda lífi.
Ljóst er að varla nokkur núlifandi Íslendingar þekkir eins vel til dr.
Valtýs og Jón Þ. Þór. Í því sambandi ber að nefna tvær útgáfur sem Jón
hefur annast á síðustu áratugum, annars vegar bréfaskipti þeirra Valtýs og
Björns Jónssonar sem birtust í bókinni Launráð og landsfeður (1974) og hins
vegar bókina Aldamót og endurreisn (1999) með bréfaskiptum þeirra Valtýs
og Jóhannesar Jóhannessonar. Þessi nánu kynni hafa vafalaust auðveldað
höfundi ritun þessarar ævisögu og því ber að fagna að hann skuli loksins
hafa fundið tíma til að ljúka við handritið. Bókin er, eins og við var að
búast, byggð á fjölmörgum heimildum, prentuðum og óprentuðum. En
e.t.v. hafa þessi nánu kynni höfundar af dr. Valtý orðið til þess að hann hafi
ekki gert sér nægilega grein fyrir því að sumir lesendur vildu gjarnan fá
ritdómar 233
Saga haust 2007 nota:Saga haust 2004 - NOTA 11/19/07 4:33 PM Page 233