Saga - 2007, Blaðsíða 234
meiri upplýsingar um það sem hann hlýtur að hafa lesið á liðnum
áratugum. Þessi bók er nefnilega ekki það fyrsta sem skrifað hefur verið um
stjórnmálin á tímum Valtýs. Í þessu sambandi má nefna bók Gunnars
Karlssonar, Frá endurskoðun til valtýsku (1972), en hennar er ekki getið í
heimildaskrá. Það sama er að segja um talsvert eldra grundvallarrit, Alþingi
og frelsisbaráttan 1874–1944 (1951) eftir Björn Þórðarson. Ef til vill hefur
höfundur talið þessi rit svo kunn að ekki þyrfti að geta þeirra, en þá hefur
hann ætlast til of mikils af lesendum. Sérþekkingu höfundar á viðfangs -
efninu hefði auk þess mátt nýta betur í bókinni, t.d. með stuttum umsögn -
um um það hvernig þessi verk og önnur, eldri og yngri, hafa túlkað hlut
Valtýs, einkum í stjórnmálabaráttunni. Skiljanlega vilja sumir ævisagna -
höfundar ekki flétta slíka umfjöllun inn í meginmálið, en hér bjóða aftan -
málsgreinar upp á mikla möguleika, auk eftirmála. Þó sýnist mér að slík
umfjöllun ætti að geta verið spennandi fyrir hinn almenna lesanda og
ævisöguáhugamann. Um leið hefði lesandinn getað áttað sig fljótar á því að
hvaða leyti höfundur nálgast dr. Valtý í þessari bók með frumlegum hætti.
Í heildina er bókin mjög lipurlega skrifuð enda höfundurinn reyndur á
ritvellinum. Eftir hann liggja ófáar bækur og greinar, bæði frumsamdar og
þýddar. Frágangur á textanum er einnig til fyrirmyndar, eins og sést m.a. á
því að prentvillur eru mjög fáar. Þá eru tíu myndasíður í bókinni en hefðu
að ósekju mátt vera fleiri; einkum hefði verið fengur að því að fá betri
innsýn í það umhverfi sem Valtýr lifði og hræðist í, heimili hans, vinnu -
staði og frístundavettvang. Á hinn bóginn má vera að myndir af dr. Valtý
og umhverfi hans séu einfaldlega svona vandfundnar. Sé það tilfellið er
það ákveðin vísbending um að maðurinn hafi ekki sóst eftir því að verða
alþekktur í lifanda lífi, hvað þá að verða ódauðlegur. Burtséð frá slíkum
pælingum er óhætt að segja að þær myndlýsingar sem Jón Þ. Þór bregður
upp af æviferli dr. Valtýs í þessari bók hafi ekki aðeins verið mikið
þarfaverk heldur einnig orðið til þess að draga margbrotinn mann betur
fram í dagsljósið, mann sem af eigin rammleik braust til mennta og nánast
æðstu pólitísku metorða, en mátti síðan sætta sig við að vera settur út á
jaðar stjórnmálanna þegar höfuðborg Íslands var flutt frá Kaupmannahöfn
til Reykjavíkur.
Páll Björnsson
ritdómar234
Saga haust 2007 nota:Saga haust 2004 - NOTA 11/19/07 4:33 PM Page 234