Breiðfirðingur - 01.04.1970, Page 25

Breiðfirðingur - 01.04.1970, Page 25
B R F. I Ð F I R Ð I N G U R 23 Og vel mætti unga fólkið athuga, að á engu sviði mann- legra lífshátta hefur það meiri möguleika til að láta að sér kveða en á vettvangi heilbrigðisháttanna. Undanfarið hefur mikið borið á ungu fólki í heiminum. Þúsundum saman hefur það gengið um götur og stræti borg- anna með fána sína og slagorð og lýst hástöfum yfir andúð sinni, óskum og kröfum á hendur hinni misvitru, ráðandi kynslóð og stríðshrjáða, spillta heimi. Er þetta út af fyrir sig miklu frekar ánægjuefni en hitt. Með þessu sýnir ung- dómurinn í öllu falli, að með honum býr viljaþróttur, sem krefst útrásar ásamt eðlilegum skilningi og viðbrögðum gagnvart ógnþrunginni og sálarvana, vélvæddri veröld. Hver veit nema honurn takist með þessum ungæðislega fyr- irgangi að hrófla við einhverjum fúalurkum og grjóthnull- ungnum, sem meir en tími er til kominn að hreinsa af veg- inum. Hefði hann þá vissulega ekki til einskis að heiman farið. Hins vegar þarf kornungt fólk tæplega að búast við að verða persónulegar stærðir á taflfleti hinna hálu stjórn- mála, því að Bernadetturnar eru ekki á hverju strái. Aftur á móti getur ungt fólk látið mikið til sín taka á sumum öðrum mikilvægum sviðum, jafnvel haft úrslitavaldið, eins og ég hef þegar bent á. Hugsum okkur að uppvaxandi kynslóð gerði orðin heil- brigt líf að kjörorði sínu, að lifandi einkunn bjartrar hug- sjónar, sem hún væri ákveðin í að bera fram til sigurs. Hugsum okkur að skólaæskan í öllum skólum landsins allt frá smábarnasskólunum og áfram gegn um hinn almenna skóla og hvers konar sérskóla að háskólanum meðtöldum, tæki höndum saman og skipaði sér undir merki þessa kjör- orðs frjáls og sjálfviljug, Auðvitað yrði hún að njóta að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.