Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Blaðsíða 76

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Blaðsíða 76
74 BREIÐFIRÐINGUR fótum. Margt þurfti að gera. Ég, litla telpan á bænum, hopp- aði áhyggjulaus milli fullorðna fólksins, sem var allt við vinnu sína. Mamma lét hreint á öll rúmin, fægði lampana og pússaði lampaglösin svo Ijósin skinu skærar er kveikt yrði á sjálft jólakvöldið. Ennfremur fyllti hún lampana af stein- olíu. Allt var þvegið og snyrt til í litlu baðstofunni, í suður- endanum, sem var lítil gestastofa og svefnstaður pabba og mömmu. Var nú allt orðið jólalegt. Mamma fór að skúra baðstofugólfið. Pað var trégólf holótt og slitið. Hún skúraði það upp úr sandi og sápu. Það var áreiðanlega erfitt verk. Þá var ég mest fyrir. Það mátti ekki ganga útá blautu blettina. Þeir áttu að þorna vel áður gengið yrði um gólfið. Ég laumaðist þá upp í rúmshornið hjá Herdísi ömmu. „Vertu hérna rýjan mín,“ sagði amma. Hún sat oftast á rúm- inu sínu, réri þar við prjónana sína. Þangað sótti ég alltaf sögu, þulu eöa hún söng eða kvað, vísur eða kvæði en af þeim kunni hún mikið. Þetta voru mínir barnatímar í rökkr- inu. Amma sagði mér frá sínum bernskujólum í Garðhúsum í Reykjavík. Hún yngdist öll upp blessuð gamla konan þegar hún var að rifja upp þessa löngu liðnu daga. Ég nam margt í horninu hjá henni Herdísi ömmu, og tíminn leið svo fljótt. Nú voru jólin alveg að koma, klukkan sló fimm. Rökkur- stundin var liðin. Amma lagði frá sér prjónana. Mamma kveikti ljós á stóra lampanum sem hékk í loftinu. Þá ljómaði baðstofan öll, allt var hreint og fágað. Afi og pabbi komu inn frá gegningum. Lilja amma var búin með fjósverkin og að ganga frá öllu í búrinu. Það voru hennar verk. Þegar heimilisfólkið var allt komið inn, tóku allir við að þvo sér og hafa fataskipti. Afi og pabbi rökuðu sig. Báðir voru þeir með raksápu með bursta og rökuðu sig með skegghníf. Þeir eru nú líklega ekki notaðir í dag. Mamma þvoði mér og greiddi og færði mig í nýjan kjól sem hún hafði saumað, ég fékk einnig nýja sokka, og sauðskinnsskó bryddaða með hvítum eltiskinnsbryddingum og fallegum leppum. Voða var ég fín. Ég réði mér ekki fyrir kæti, hoppaði um baðstofuna og faðmaði kisu mína sem sat malandi hrein og mjúk í rúms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.