Breiðfirðingur - 01.04.1989, Blaðsíða 136
134
BREIÐFIRÐINGUR
Ragnheiður S. Jónsdóttir
Sigurborg Sturlaugsdóttir
- Aldarminning
Sigurborg Sturlaugsdóttir frá Akureyjum á Breiðafirði hefði
orðið 100 ára 6. maí á þessu ári og því vil ég minnast hennar
með nokkrum orðum.
Sigurborg fæddist í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd 6. maí
1889 og var þriðja elst af fjórtán börnum Sturlaugs Tómas-
sonar og seinni konu hans Flerdísar Kristínar Jónsdóttur.
Fyrri kona Sturlaugs var Jóhanna systir Flerdísar og eignuð-
ust þau átta börn. Af alsystkinum Sigurborgar komust tíu til
fullorðinsára en þau voru:
Ólafur, sem tók við búinu í Akureyjum, síðar bóndi í
Ögri í Flelgafellsveit, fluttist þaðan til Stykkishólms. Hann
var kvæntur Ágústu Sigurðardóttur. Karl, húsasmíða-
meistari á Siglufirði, kvæntur Herdísi Jónsdóttur. Júlíana
gift Þorsteini Brynjólfssyni bónda. Bjuggu síðast í Hreiður-
borg í Flóa. Ragnheiður, ógift, forstöðukona í Reykjavík.
Ásta, gift Kristjáni Haraldssyni bónda í Barmi, síðar búsett
í Reykjavík. Jón kvæntur Stefáníu Vormsdóttur, bjuggu á
Siglufirði og síðar í Reykjavík. Herlaug, gift Kristjáni
Bjarnasyni, sjómanni frá Stykkishólmi en missti hann eftir
stutta sambúð. Síðar búsett í Reykjavík. Bergur, bólstrari,
kvæntur Guðríði Sveinsdóttur. Bjuggu í Reykjavík. Unnur,
ekkja Björns Guðbrandssonar, forstjóra í Keflavík og hún
er ein á lífi af þessum systkinum.
Sex ára gömul fluttist Sigurborg með foreldrum sínum í
Akureyjar á Breiðafirði og ólst þar upp. Heimilið í Akur-
eyjum var mannmargt. Auk stórrar fjölskyldu og vinnuhjúa
dvaldi þar aðkomufólk um lengri eða skemmri tíma.