Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 128

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 128
126 BREIÐFIRÐINOUR er, að föðuramma mín sagði okkur (og hún var Skaftfelling- ur) að eina örugga læknisráðið við sjúkdómi þeim er gula nefnist væri að gleypa marflær, sjö til níu að tölu og þó fremur fleiri en færri. Annað var það, að Guðmundur heit- inn Finnsson (móðurbróðir Ríkharðs myndhöggvara) og Karólína Haraldsdóttir (móðir hennar var Chatinka Char- lotta Susanna Grönvold, sonarsonardóttir Grönvolds þess, hershöfðingja Napóleons, sem fylgdi Bernadottunum til Svíþjóðar) þau sögðu, að það hefði ávallt verið fyrsta verk Fransmanna er þeir komu að landi á skútunum, að flykkjast ofan í fjöru og tína upp í sig marflær og éta lifandi - þar næst að reika upp í bæ og horfa á stelpur. Sjálfur þykist ég hafa sannreynt, að meinlausar eru mar- flær börnuim til átu. Er mér það minnisstætt, eitt vorið þegar sjómenn frá Norðfirði gerðu okkur strákunum á Djúpavogi það tilboð í landlegu að greiða okkur tuttugu og fimm aura fyrir stykkið af marflónni, gleyptri lifandi, en þá ætla ég að tímakaupið hafi verið um það bil ein króna fyrir klukku- stundina í erfiðisvinnu. Efast ég um að nokkrir akkorðs- menn á íslandi hafi verið kauphærri en við hnokkarnir vorum á þeim morgni. En í þessu dæmi sem öðrum, þegar rætt er um hvort heldur aukabúgrein eða stóriðju, er ekki varlegt að fram- reikna markaðseftirspurn í hlutfalli aukinnar framleiðslu- þarfar án tillits til sennilegra verðbreytinga, svo sem Fjóð- hagsstofnun hefur stundum gert. Fór enda svo í framan- greindu tilfelli, að við smásveinarnir gleyptum svo margar marflær með undraskjótum hætti að vermenn gátu ekki staðið í eðlilegum skilum við okkur og vísast að við hefðum alls ekki fengið umsamin verkalaun, ef ekki hefði komið til Bjarni heitinn Vilhjálmsson (sá er fórst með Gandinum) afi Alberts Guðmundssonar ráðherra, sem innheimti fyrir okkur kaupið með harðri hendi. Hefur mér stundum fundist öngvu líkara en hjálpfýsi við duglega smælingja gangi í ættir. Ekki vil ég á nokkurn hátt rýra trú alþýðu manna á gildi Þjóðhagsstofnunar sem slíkrar, en þó fer ég nú eigi dult með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.