Breiðfirðingur - 01.04.1989, Blaðsíða 118
116
BREIÐFIRÐINGUR
fellum hefir hvorttveggja komið til. Mundi ég leggja til að
næsta skip Landhelgisgæslunnar héti Ólöf ríka.
Ekki hefir karlleggur þessa þjóðflokks látið sitt eftir liggja
varðandi sögu heimsins, þar sem fullvíst má teljast að af
hans völdum hafi uppkviknað síðasta heimsstyrjöld til þess
að fá hærra verð á ull og sellýsi. Má í engu uppljúkast fyrir
mönnum, hvað næst í vændum væri með tiltektir þessa
þjóðflokks, því að ekki einvörðungu má vænta af inn-
fæddum limum þjóðflokksins sérlegrar athafnar, heldur hafa
honum um áraraðir borist innfluttir limir, fágætlegir í sínum
tiltektum og afstöðu, sem í sumum tilfellum flokkast undir
gersemar, í öðrum tilfellum til eindæmis eða furðu. Mætti
segja af því margar sögur einsog til dæmis að sami maður
hafi þrjú ár farið úr axlarlið við að slá vissan blett í túninu og
bæri ævinlega til í 21. viku sumars. í annan stað viðbeins-
brotnaði maður þrjú ár í röð og bar í öll skiptin upp á sama
mánaðardag.
Þó að þessi þjóðflokkur hafi mikil sambönd við aðra
heima og plön, hefur honum ekki í öllum tilfellum tekist að
afstýra ótíðindum og slysum, en draugar nokkuð magnaðir
gengið um sveitina, karl- og kvenkyns, og bekkst til við
menn og jafnvel drepið fé. Uns þau að eigin ósk tóku leigt
herbergi í kjallara. Hvalþjósu nokkur fet á kant hafa þau til
viðurværis sér þar í herberginu. Hefur síðan slævst þeirra
yfirgangur, en úr herberginu má heyra um nætur afskræmi-
leg hljóð. Er það hald manna að þá starfi þau að frygð. Ekki
hefir herbergi þetta verið opnað í rúman áratug og má nú
enginn fást til að freista þess, því að síðast þegar það var
reynt, lá mönnum við óviti. Láta menn þó sér ekki allt fyrir
brjósti brenna í slíkum málum hér á Ströndu.
Er talið að annarhvor maður sé skyggn og hafi samband
við æðri plön. Einnig er ekki óalgengt að á menn renni
leiðsla eða höfgi líkt og hjá jógum á Indlandi eða mönnum
í Himalajafjöllum. Er þetta af lærðum mönnum kallaður
trans. I þessu ástandi tala menn tungum, einkum gídeönsku
og ísraelsku. Ekki þykir frásagnarvert þótt uppúr mönnum