Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 146

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 146
144 BREIÐFIRÐINGUR Frá ritstjórum Eins og fram kemur í skýrslu um starf Breiðfirðingafélagsins lét Einar Kristjánsson á síðasta hausti af átta ára þegnskylduvinnu sem ritstjóri Breiðfirðings en undirritaðir tóku við um sinn. Tími var heldur naumur til að afla efnis í þetta hefti því að fátt var um fyrningar en prentsmiðja þarf helst að fá handrit til setningar í byrjun febrúar ef ritið á að koma út fyrir sumar. Eitt af því sem okkur vannst ekki tóm til að fylgja eftir í heftinu var að hafa upp á mönnum sem ef til vill gætu þekkt fólk á ljósmyndum frá 3. og 4. áratugnum og birtar eru á bls. 93, 99 og 107. Við sárbænum því lesendur að gefa sig fram eða benda á hugsanlega heimilda- menn um þetta atriði. Myndirnar yrðu þá birtar aftur með nöfnum og skýringum í næsta hefti. í framhaldi af þessum orðum skal það áréttað að enginn býst við því að menn liggi með fullbúið handrit og bíði einungis eftir kallinu. Allir þurfa sinn tíma til frágangs. Því viljum við hvetja alla til að láta okkur vita af efni sem þeir eiga sjálfir í uppkasti eða jafnvel ekki nema háifkarað í huga. Og fyrir alla muni kjaftið frá ef þið hafið grun um þvílíkt efni hjá öðrum! Átthagarit eins og Breiðfirðingur á að standa opið fyrir efni af margskonar tagi og sem víðast úr byggðum Breiðafjarðar. Þar má ægja saman fræðilegum ritgerðum, gömlum og nýjum minn- ingabrotum, hvunndagskveðskap og hótfyndni svo sem raun er á í þessu hefti. Enginn má láta ótta um ranga stafsetningu eða hæpið málfar aftra sér frá að koma efni á framfæri. Góður frá- sagnarmáti er ekki fólginn í stafsetningarreglum. Til þess eru líka ritstjórar að lagfæra það sem þeir telja að lagfæra megi. Og það er óspart gert jafnt við lærða sem ólærða. Af öllum þessum sökum þyrftum við að fá ábendingar um efni fyrir lok október svo að tími vinnist til að ganga frá því til prent- unar fyrir lok janúar. Samband skal haft við Árna Björnsson, s. 91-14654, og á Þjóðminjasafni, s. 28888 ellegar Einar G. Péturs- son, s. 91-11746, og á Árnastofnun, s. 25540.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.