Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 86

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 86
84 BREIÐFIRÐINGUR allir. Veður var hið besta. Þaðan fóru allir vel kátir og fjörugir.----- Frá Brúarlandi var svo farið að Blikastöðum, Korpúlfs- stöðum og Reykjum. Voru þessi fyrirmyndarbú skoðuð, en viðdvöl fremur stutt. Margt er merkilegt að sjá á þessum þrem stórbýlum, en varla hægt á svo skömmum tíma að njóta þess til fulls; svo yfirgripsmikið er það. En lánsamir eru þeir sveitaunglingar, sem ekki hafa ástæður til að ganga á búnaðarskóla, að geta unnið á slíkum framfarastöðum. Það var mörgum bónda mikil ánægja að sjá á Korpúlfs- stöðum þrjú naut hvert öðru stærra og fegurra. Reynist slíkir gripir öruggir til kynbóta, þurfa bændur að eignast valda bola- kálfa þaðan. Síðla dags var svo haldið til Þingvalla. Þar beið okkar próf. Sigurður Nordal, er hélt ræðu í Snorrabúð, hið skemmtilegasta og fróðlegasta erindi um Þingvöll. Þangað fylgdu okkur margir úr Kjalarnesþingum. Þar biðu og til að taka á móti okkur, stjórn Búnaðarsambands Suður- lands, þeir Guðmundur Þorbjarnarson í Hofi, Guðjón Jóns- son í Ási og Dagur Brynjólfsson, er fylgdu okkur um allt Suðurland, og skildu ekki við okkur fyrr en á Kambabrún. Á Þingvöllum var gist. Veður var hið dýrðlegasta. 3. dagur. Frá Þingvöllum var farið árla dags. Var þá ekið niður Grafning. Veður var enn indælt og naut ferðafólkið hinnar tignarmiklu Þingvallafegurðar í allri sinni dýrð. Þegar komið var niður fyrir Úlfljótsvatn stigu menn úr bifreiðunum og gengu til Sogsfossa, en þar er hið mikla orkuver. Þar var fyrir hópur fólks úr Reykjavík og nærsveitum. Reykjavíkur- bær hafði þar boð inni, veitti kaffi og smurt brauð, ásamt öli og víni, svo að margur hýrnaði enn meir í skapi. Var þar rausnarlega veitt og mun þó mannfjöldinn hafa verið á annað hundrað. Þó sýndist salur sá hinn mikli þola meira og eins rausn þeirra Reykvíkinganna. Rafmagnsstjóri og frú tóku á móti gestum, ásamt fleirum. Hélt hann alllangt erindi viðkomandi virkjuninni, en því miður heyrðu aðeins hinir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.