Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
eins og fjárhús, þegar bálkurinn verður of hár. Svo þröngt er
milli rúma, að drengur, sem er átta ára, getur staðið á rúm-
stokkum, er standa sín hvoru megin í baðstofunni. Eigi þarf að
lýsa rúmfatnaði, né klæðnaði manna. Matarhæfið er og ekki á
marga fiska, þar sem ein er kýrin, en átta eða tíu manns sem á
henni lifa. Þann tíma ársins, sem hún er geld, er lifað á fiski
og rúggraut óbættum. En stundum þrýtur rúgur, af því hann er
erlend vara, og þá er lifað eingöngu á fiski.
Lýsing þessi er bæði fáorð og ófullkomin. Vil eg því biðja
yður, vinir mínir og bræður, að fylla í eyðurnar. Þegar þér svo
hafið sett yður heimilishaginn vel fyrir sjónir, þá bið eg yður
að þér gerið yður í hugarlund, að þér ættuð að lifa við þessi
kjör, ekki aðeins nokkura daga, eða jafnvel nokkur ár, heldur
alla ævi. Flestum yðar myndi finnast, sem yður væri steypt í
eins konar víti. Þér fynduð, að þér gætuð eigi lifað þarna.
Hvernig ættuð þér að ala upp börn og gera þau að mönnum í
slíku greni? Þó sýnir reynslan, að feður vorir og mæður gátu
lifað þarna, kynslóð eftir kynslóð. Hvað var það, sem hjálpaði
þeim svo, að þær fengu lifað, og án þess, að allir yrðu að ræfl-
um, andlegum og líkamlegum aumingjum.“
Sigurður Kristófer svarar því þannig:
„Þess ber að geta, að vaninn má sín mikils. En svo er að líta
á hitt, að allir þeir menn, er stóðust þessa raun og urðu eigi að
andlegum ræflum, lifðu að heita mátti að hálfu leyti í öðrum
heimi. Hugmyndaveröldin var þeim hjálp og styrkur. Þar
kynntust þeir hetjum, er urðu þeim fyrirmynd, er þeir áttu að
etja við náttúruöflin ... Þeir sóttu og sjó með afreksmönnum,
sem kunnu eigi að hræðast og kváðu hvernig sem viðraði: „Ei
skal fara fyrr en skeið, af fiski hlaðast megi“. Þeir kynntust
konungum og hirðsiðum. Þeir lærðu að gera greinarmun á
konungslund og þrælslund; þeir létu sér lærast að meta
göfgina, en fyrirlíta þýlyndið. Þetta varð til þess að kúga
þrælsblóðið, sem rann í æðum þeirra, en auka höfðingjablóðið,
sem einnig rann þar, uns reynslan sýndi, að konungshjarta sló
undir bættri buru. Þeir menn, er urðu andlega skyggnir, sáu
naumast grenið, sem þeir urðu að hýrast í, né urðu yfirleitt var-