Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 16

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 16
14 BREIÐFIRÐINGUR eins og fjárhús, þegar bálkurinn verður of hár. Svo þröngt er milli rúma, að drengur, sem er átta ára, getur staðið á rúm- stokkum, er standa sín hvoru megin í baðstofunni. Eigi þarf að lýsa rúmfatnaði, né klæðnaði manna. Matarhæfið er og ekki á marga fiska, þar sem ein er kýrin, en átta eða tíu manns sem á henni lifa. Þann tíma ársins, sem hún er geld, er lifað á fiski og rúggraut óbættum. En stundum þrýtur rúgur, af því hann er erlend vara, og þá er lifað eingöngu á fiski. Lýsing þessi er bæði fáorð og ófullkomin. Vil eg því biðja yður, vinir mínir og bræður, að fylla í eyðurnar. Þegar þér svo hafið sett yður heimilishaginn vel fyrir sjónir, þá bið eg yður að þér gerið yður í hugarlund, að þér ættuð að lifa við þessi kjör, ekki aðeins nokkura daga, eða jafnvel nokkur ár, heldur alla ævi. Flestum yðar myndi finnast, sem yður væri steypt í eins konar víti. Þér fynduð, að þér gætuð eigi lifað þarna. Hvernig ættuð þér að ala upp börn og gera þau að mönnum í slíku greni? Þó sýnir reynslan, að feður vorir og mæður gátu lifað þarna, kynslóð eftir kynslóð. Hvað var það, sem hjálpaði þeim svo, að þær fengu lifað, og án þess, að allir yrðu að ræfl- um, andlegum og líkamlegum aumingjum.“ Sigurður Kristófer svarar því þannig: „Þess ber að geta, að vaninn má sín mikils. En svo er að líta á hitt, að allir þeir menn, er stóðust þessa raun og urðu eigi að andlegum ræflum, lifðu að heita mátti að hálfu leyti í öðrum heimi. Hugmyndaveröldin var þeim hjálp og styrkur. Þar kynntust þeir hetjum, er urðu þeim fyrirmynd, er þeir áttu að etja við náttúruöflin ... Þeir sóttu og sjó með afreksmönnum, sem kunnu eigi að hræðast og kváðu hvernig sem viðraði: „Ei skal fara fyrr en skeið, af fiski hlaðast megi“. Þeir kynntust konungum og hirðsiðum. Þeir lærðu að gera greinarmun á konungslund og þrælslund; þeir létu sér lærast að meta göfgina, en fyrirlíta þýlyndið. Þetta varð til þess að kúga þrælsblóðið, sem rann í æðum þeirra, en auka höfðingjablóðið, sem einnig rann þar, uns reynslan sýndi, að konungshjarta sló undir bættri buru. Þeir menn, er urðu andlega skyggnir, sáu naumast grenið, sem þeir urðu að hýrast í, né urðu yfirleitt var-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.