Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
A honum var Janusarandlit
Nokkrir menn, nákunnugir Sigurði Kristófer, urðu til að lýsa
honum; í skemmstu máli þannig:
Hann var lágur vexti og gildur við hóf, hvatlegur á fæti og
allra manna prúðastur í framgöngu. Andlitið bar vott um frábær-
ar gáfur, og svipurinn var í senn mikilúðlegur og fagur. Þó var
eldmóður og einbeitni ef til vill það, sem mest auðkenndi svip-
inn. Mátti oft segja um Sigurð Kristófer, sem Selma Lagerlöf
segir um eina söguhetju sína: Það var líkast því sem horft væri á
mann, er ekki var hold né blóð á, heldur aðeins sál og vilji.
Hann hafði skapandi gáfu, skýra og rökrétta hugsun. Sagt
var, að á honum væri Janusarandlit, sem sneri annars vegar að
dulvísindum, hins vegar að kaldri og rólegri efnishyggju, eða
að raunverulegri yfirvegun með öllum þeim efasemdum, sem
þar með fylgja og nauðsynlegar eru. - Talinn var hann mikill
tilfinningamaður. Þó gætti skynsemi hans meira í daglegu lífi
og viðtali. Hann var þrekmaður og fylginn sér, ef hann vildi fá
einhverju ágengt, og einstaklega starfsamur, hvort sem hann
fékkst við líkamlega vinnu eða andleg störf.
Hvemig fer þetta, ef Kristófer deyr? Þannig var spurt á spít-
alanum þegar fréttist, að honum hefði elnað sótt og ekki von um
bata. Sigurður Kristófer hafði löngum verið hjálparhella og fyr-
irliði sjúklinga í smáu sem stóru og engu sameiginlegu máli
talið vel ráðið nema hann samþykkti. Fyrir hans atbeina var
samheldni á spítalanum meiri en ella, enda beitti hann sér fyrir
margskonar tómstundagamni, er stytti tíma og létti böl.
Einhverju sinni var Sigurður Kristófer við flutning á timbri
á árabát úr Reykjavíkurhöfn inn í Laugarnes. Meðan á því
stóð kenndi einn bátverjinn honum tónstigann. Það varð til
þess, að Sigurður Kristófer náði sér í tónfræði Jónasar Helga-
sonar og las og lærði af kappi. Síðan var smíðað langspil að
hans fyrirsögn, en tónninn í einum strengnum reyndist rangur.
Leið svo og beið þangað til Guðmundur Björnsson landlæknir
kom í heimsókn í Laugarnesspítala. Honum var sýnt langspil-