Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 26

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 26
24 BREIÐFIRÐINGUR A honum var Janusarandlit Nokkrir menn, nákunnugir Sigurði Kristófer, urðu til að lýsa honum; í skemmstu máli þannig: Hann var lágur vexti og gildur við hóf, hvatlegur á fæti og allra manna prúðastur í framgöngu. Andlitið bar vott um frábær- ar gáfur, og svipurinn var í senn mikilúðlegur og fagur. Þó var eldmóður og einbeitni ef til vill það, sem mest auðkenndi svip- inn. Mátti oft segja um Sigurð Kristófer, sem Selma Lagerlöf segir um eina söguhetju sína: Það var líkast því sem horft væri á mann, er ekki var hold né blóð á, heldur aðeins sál og vilji. Hann hafði skapandi gáfu, skýra og rökrétta hugsun. Sagt var, að á honum væri Janusarandlit, sem sneri annars vegar að dulvísindum, hins vegar að kaldri og rólegri efnishyggju, eða að raunverulegri yfirvegun með öllum þeim efasemdum, sem þar með fylgja og nauðsynlegar eru. - Talinn var hann mikill tilfinningamaður. Þó gætti skynsemi hans meira í daglegu lífi og viðtali. Hann var þrekmaður og fylginn sér, ef hann vildi fá einhverju ágengt, og einstaklega starfsamur, hvort sem hann fékkst við líkamlega vinnu eða andleg störf. Hvemig fer þetta, ef Kristófer deyr? Þannig var spurt á spít- alanum þegar fréttist, að honum hefði elnað sótt og ekki von um bata. Sigurður Kristófer hafði löngum verið hjálparhella og fyr- irliði sjúklinga í smáu sem stóru og engu sameiginlegu máli talið vel ráðið nema hann samþykkti. Fyrir hans atbeina var samheldni á spítalanum meiri en ella, enda beitti hann sér fyrir margskonar tómstundagamni, er stytti tíma og létti böl. Einhverju sinni var Sigurður Kristófer við flutning á timbri á árabát úr Reykjavíkurhöfn inn í Laugarnes. Meðan á því stóð kenndi einn bátverjinn honum tónstigann. Það varð til þess, að Sigurður Kristófer náði sér í tónfræði Jónasar Helga- sonar og las og lærði af kappi. Síðan var smíðað langspil að hans fyrirsögn, en tónninn í einum strengnum reyndist rangur. Leið svo og beið þangað til Guðmundur Björnsson landlæknir kom í heimsókn í Laugarnesspítala. Honum var sýnt langspil-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.