Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 33
BRÉF TIL MÓÐUR
31
„Afstaða guðspekinnar gagnvart kristindóminum er hin
sama og afstaða hennar gagnvart öllum öðrum trúarbrögðum.
Hún heldur því fram, að öll trúarbrögð séu góð og nytsöm
hver á sína vísu, og vinni öll að því eina: að hafa göfgandi
áhrif á þjóðirnar, og leiða þær í áttina til fullkomnunar. Sam-
kvæmt kenningum hennar ættu jafnvel allar hinar sundurleitu
trúarstefnur okkar og flokkar að geta orðið þjóðlífinu til góðs,
ef hver flokkur reyndi að hafa góð og göfgandi áhrif á fylgis-
menn sína. En ef hin „kristilega“ starfsemi forkólfanna fer að
verða að mestu Ieyti fólgin í því, að ófrægja menn og málefni,
sem þeir vita engin eða lítil deili á, þá er álitamál, hvort þeirn
sjálfum væri eigi eins affarasælt að setjast út í horn í víngarði
kirkjunnar, og láta sem minnst á sér bera.
Frá sjónarmiði guðspekinnar er hinn haturslausi einn af hin-
um björtustu geislum guðstrúarinnar - þessa dýrðlega leiðar-
ljóss, sem hefur lýst öllum þjóðum allt fram á þennan dag og á
vonandi eftir að lýsa mannkyninu á framsóknarbrautinni, eins
hér eftir sem hingað til. ...
Biskupinn álítur sig [í Hirðisbréfi] hafa komist að þeirri
niðurstöðu, að guðspekin eigi lítið skylt við kristindóm. Satt
að segja er ekki gott að átta sig á því, hvað hér er átt við, því
allir vita að kristindómurinn er nú orðinn ærið margbreyttur
sem eðlilegt er. Annars hafa guðspekinemendur hvað eftir
annað tekið fram, að guðspekin á hvorki meira né minna skylt
við kristindóm né önnur trúarbrögð veraldarinnar. ...
Það eru hinir sannleiksleitandi menn, sem finna að hinar
nýju stefnur: guðspeki og spíritisminn, hafa eitthvað betra að
bjóða, en kirkjan hefur haft undanfarið á boðstólum. Báðum
þessum stefnum hefur vafalaust tekist að leiða rnarga sann-
leiksþyrsta syni og dætur kirkjunnar inn í trúarheiminn, þótt
hin andlega móðir þeirra sýnist ekki hafa verið þeim vanda
vaxin að halda þeim í rétta átt og orðið að skilja þau eftir á
öræfum efnishyggjunnar senr villuráfandi sauði ...
Hinar nýju stefnur hafa boðið og bjóða enn kirkjunni hjálp-
arhönd til viðreisnar trúarlífinu, því ein megnar hún ekki að
endurlífga það, sem nú hefur verið að visna í höndum hennar.