Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 40
38
BRI-IÐFIRÐINGUR
þeim grundvallarreglum, sem hann birti síðar í „Hrynjandi
íslenskrar tungu“. Taldi hann sig þar með vera á slóð, er liggja
myndi í átt til fegra ritmáls. Þegar rit dr. Annie Besant, „Líf-
stiginn" birtist í þýðingu Sigurðar Kristófers, fékk hann mikið
lof fyrir málið, m.a. frá dr. Valtý Guðmundssyni, sem sagði
þýðinguna svo vel af hendi leysta, að nálega furðu gegndi og
stílinn svo léttan og lipran og málið það hreint, að ekki mætti
ætla að um erfiða þýðingu væri að ræða, heldur frumsamið rit
eftir leikinn rithöfund.14 Ekki var þetta kunningsskaparbragð,
því dr. Valtýr kveðst aldrei hafa heyrt þýðandann nefndan.
Þegar Sigurður Kristófer þýddi „Lífstigann“, taldi hann sig
þegar hafa fengið staðfestu fyrir því, að fegurð málsins væri
að miklu leyti undir því komin, að liðum í setningum væri
ekki ruglað. Við nána athugun styrktist hann í þeirri trú, að
vert væri að athuga ítarlega, hvort rithöfundar, sem taldir voru
snjallir, færu eftir einhverjum háttafarsreglum. En honum varð
brátt ljóst, að alls staðar var raunin sú sama hjá öllum, að ekki
væri unnt að gefa reglur, heldur yrði tilviljun að segja til um,
hvort málið væri fagurt eða ekki.
Löng bið var á því, að Sigurður Kristófer sinnti af alhug
hrynjandirannsóknum sínum, en á meðan styrkti guðspeki-
námið hann betur í þeirri skoðun, að fegurð málfars hlyti að
lúta lögmálum, eins og öll önnur fegurð. Hjá honum var þó
hugmyndin enn sem heimspekiskoðun, en ekki jarðföst þekk-
ing, er sanna nrætti með dæmum. Að svo komnu var ætlan
hans að birta einungis um þetta mál tímaritsgrein. En úr
hömlu dróst að af því yrði. Sigurður Kristófer hafði þó komið
sér niður á reglur, reyndar óbrotnar og ófullkomnar, og frá
þeim skýrði hann kunningjum sínum í námsflokkum Guð-
spekifélagsins og fleirum. En það var ekki fyrr en hann kynnt-
ist dr. Sigurði Nordal og hafði greint honum frá reglum sínum,
að hann hóf að rannsaka tunguna. Hefur hér fyrr verið getið
frásagnar Sigurðar Kristófers unr hlutdeild Nordals varðandi
ritið „Hrynjandi íslenskrar tungu“. En lleiri fræðimenn urðu
14. Eimreiðin XXII. bls. 55.