Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 67

Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 67
65 SÝSLUMANNARÉTTARFAR í DÖLUM Gangan í fjörunni þarna í vetrarnóttunni, þegar tungl óð í skýjunr er með eftirminnilegustu náttúrustemmningum, sem ég man eftir. Það verður nú að segjast að fyrir myrkfælna er ekkert ákjósanlegt að vera þarna þegar tungl veður í skýjum og öldurnar byltast undan í fárviðri undir skriðurnar og bergið. En allt gekk þetta vel. Eg kom við á bænum Hvalsnesi og var þar tekið með kosturn og kynjum. Og unr miðnætti 13. janúar komst ég heim. - Svo var ég heima þarna frain eftir vetri, en bróðir nrinn fór suður á spítala í Hafnarfirði eftir að hafa verið aðeins hjá lækni á Fáskrúðsfirði. En trúlega skipti það sköpum í veikind- um hans að það hafði verið ófært milli fjarða með lækni og á meðan safnaðist fyrir svo mikið vatn sem þrýsti á lungun að það þurfti að tappa af honum vatninu svo lítrum skipti. En þegar þetta fór að lagast urðu svo miklir samgróningar, að tveimur og hálfu ári seinna leiddi það hann til dauða. Þarna heirna var ég fram í mars og þá fór ég aftur í Eiða að lesa undir próf og um vorið gengu prófin vel. Næstu tvö sum- ur var ég í kaupavinnu í Eiðaþinghá hjá ýmsu ágætu fólki. Þegar ég fór frá skólanum fékk ég vinnu hjá ágæturn bónda á Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Og kaupið þótti ekkert sérlega lágt - fjórar krónur á dag (alla daga). Allt frítt og mjög gott að vera þarna. Það fólk hefur síðan verið vinafólk mitt. „ Og hertu þig, letingi“ — Þú lentir mjög í störfum fyrir Ungmenna- og íþróttasam- hand Austuriands. Tókstu íþróttahakteríuna á Eiðum? - Það var mikið félagslíf á Eiðum. Og eftirminnilegastur í þeirn störfum var íþróttakennarinn, Þórarinn Sveinsson. Þórar- inn var þá kominn frá íþróttaskólanum í Ollerup og var mjög harður í kennslunni eins og mér skilst að nemendur frá þeirn skóla hafi orðið að vera. Eg man eftir fyrstu tímunum mínum hjá honum. Honum þótti einhver taka linlega á við æfingar í salnum og þá kallaði liann: „Og hertu þig, letingi“. Þannig vissi maður að það átti ekki að draga af sér í þessu. Íþróttalíf á 5 Rreiðfirðingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.